Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Dagur að kvöldi
22.1.2008 | 21:23
Eftir storminn í borginni ...
22.1.2008 | 15:04
Borgarbúar standa frammi fyrir orðnum hlut. Klækjastjórnmál, segir stjórnmálafræðingur, ég held einfaldlega að það hafi orðið smá óhapp og núna sé það að renna upp fyrir fólki að storminn lægir ekkert endilega. Það getur alltaf komið ný lægð og meiri stormur.
Margt er ólíkt með þessum valdaskiptum í borginni og þeim fyrri, sem áttu sér stað fyrir 102 dögum. Þau áttu sér stað í kjölfar eins mesta deilumáls sem upp hefur komið í borginni og var, eftir á að hyggja, óhjákvæmlegt að leiddi til niðurstöðu, en án efa voru þeir sem lögðu þar á ráðin búnir að ætla að fólk léti REI-málið yfir sig ganga eins og allt annað. Valdaskiptin núna virka á migsem uppreisn æru fyrir Vilhjálm gagnvart sex-menningaklíkunni. Súr svipur sumra þeirra í gær rennir stoðum undir þann grun, þótt aðrir hafi án efa spilað heilshugar með. Þetta var í rauninni eini veiki hlekkurinn í meirihlutanum og á hann var sótt og boðið gull og grænir skógar, svoleiðis virkar stundum.
Ég tek undir með þeim sem spá því að vera megi að enn muni koma til valdaskipta í borginni áður en kjörtímabilið er úti, jafnvel tiltölulega fljótlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook
Ótrúlegt fréttakvöld
21.1.2008 | 20:42
Ó, Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndisfagra borg ...
21.1.2008 | 20:25
Verðskulduð viðurkenning
17.1.2008 | 18:42
Stígamót eru samtök sem hafa alltaf staðið sig vel í baráttu gegn mörgu því versta sem við glímum við. Þessi viðurkenning er verðskulduð og ánægjuleg.
![]() |
Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook
Heggur í raðir beggja flokka, skiptir máli frá hverjum hann nær atkvæðum
11.1.2008 | 19:12
![]() |
Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný skoðanakönnun um framtíðarforseta Bandaríkjanna
8.1.2008 | 17:51
Þá er ég búin að skipta út áramótakönnuninni og setja inn aðra varðandi framtíðarforseta Bandaríkjanna, það er að segja næstu fjögur eða átta árin frá næsta ári talið. Á lokasprettinum tóku þeir sem ætla að hætta að reykja forystu í seinustu könnun og tæp 20% ætluðu að strengja það áramótaheit. Lengst af hafði valkosturin: ,,Hætta að vera svona góð(ur)" forystuna og kom á lokasprettingum fast á hæla reykingafólksins nýhætta.
En takið þátt í nýju könnuninni, endilega.
Hillary og forkosningarnar - kostir og gallar frambjóðenda - en samt er ég svolítið leið
5.1.2008 | 19:30
Þegar Hillary Clinton tapaði fyrir Barak Obama í forkosningum demokrata í Iowa þá verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið leið. Var farin að sjá hana fyrir mér nokkuð örugglega í Hvíta húsinu að ári og það er góð tilhugsun. Hún er ekki horfin, en raunsætt mat er að það geti farið á hvern veginn sem er. Hér heima höfum við verið að ræða þetta mál af og til að undanförnu, og tókum upp þráðinn í gær þegar Nína systir, sem heldur með Edwards, þótt hún sé mikill feministi, var stödd hérna. Hún hefur búið í Bandaríkjunum í marga áratugi og kennt þar í háskólum og fylgst vel með í pólitíkinni þótt hún hafi ekki getað kosið vegna íslenska ríkisborgararéttarins. Ástæða þess að hún heldur með Edwards er sú að hann er sá eini frambjóðendanna sem hefur sýnt málefnum fátækra áhuga og skilning og er líklegur til að gera eitthvað róttækt til að bæta hag þeirra.
Kominn tími á konur
Hillary Clinton hefur færst meira til hægri í málflutningi sínum en sum okkar eru sátt við, en engu að síður þá styð ég hana ,,í anda" því ekki hef ég yfir atkvæði að ráða. Á hinn bóginn þá er auðvitað stefna Barak Obama í Íraksstríðsmálum mun fýsilegri kostur en afstaða hennar. Þannig að þarna eru raunverulega þrír góðir kostir, Clinton, Edwards og Obama. Mér finnst hreinlega ekki hægt að bíða mikið lengur eftir því að kona verði forseti Bandaríkjanna, en auðvitað gæti ég ekki haldið með hvaða konu sem er, Condolezza Rice hefði til dæmis ekki hlotið minn stuðning, hefði ég upp á einhvern að bjóða. Hennar pólitík er of fjarri mér. Á hinn bóginn líkar mér vel við það sem Hillary var að gera í heilbrigðismálum heima fyrir í valdatíð eiginmanns hennar, þótt hún hafi átt erfitt uppdráttar vegna stöðu repúblikana í þinginu.
Máttur fjölmiðla
Því miður held ég að stuðningur Ophru hafi haft of mikið að segja með Obama og á móti Hillary. Af hverju býður hún sig ekki fram sjálf ef hún vill hafa áhrif? Kemur mér svo sem ekki við, en ég efast ekki um að hún hefði flogið inn í Hvíta húsið. Hún er að minnsta kosti miklu betri leikari en Ronald Reagan, þótt hún sé svolítið leiðinlegur þáttastjórnandi (flestum finnst hið gagnstæða, reyndar). En sé framgangur Obama núna vísbending um það sem koma skal þá verð ég alla vega að taka undir það sem Hillary sagði: Það verður alla vega demokrati sem fer í Hvíta húsið næst! Og reyndar verð ég að viðurkenna að ég myndi hafa gaman af því að heyra fjölmiðla tönnlast á orðunum Barak Obama, forseti Bandaríkjanna ... fallegur keimur af því. En afsakaðu Obama, af þremur góðum kostum þá finnst mér enn að Hillary eigi að vinna. Verst að það breytir bara engu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook
Pínulítið pólitískari upprifjun
3.1.2008 | 01:52
Margt kemur í hugann við áramótin, mér finnst snjallt trikk að setja svona tímamót á einu sinni á ári, til að hægt sé að líta yfir farinn veg og fram á við. Þetta var viðburðaríkt ár í pólitískum skilningi.
Kosningar og hálfgerð stjórnarskipti, sumir sátu og öðrum var skipt út. Breytingin er til hins betra hvað varðar stóriðjuáherslur, því þar var Framsókn sýnu verst, en nú er kominn umhverfisráðherra sem mark er á takandi, Þórunn er heil og góð í sínu hlutverki. Hins vegar er breytingin til hins verra hvað varðar áherslur í Evrópusambandsmálum. Þrátt fyrir að aðild að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar, þá fara sumir ráðherrar hamförum núna. Mér finnst þó jákvætt að utanríkisráðherra horfir víðar en til Evrópu og horfir á raunveruleg viðfangsefni framtíðarinnar, baráttu norðurs og suðurs og hvernig megi grípa til aðgerða til að jafna hlut þessara heimshluta áður en það er um seinan. Mjög margt í áherslum Ingibjargar Sólrúnar er umtalsverð breyting til batnaðar frá langri utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Davíð, Valgerður og Geir stóðu skemur við og af þeim þremur var ég lang sáttust við Geir.
Framsókn hefur verið refsað fyrir grimmilega fyrir hægristefnu Halldórs og félaga, á því leikur enginn vafi að það er stór þáttur í því hvernig nú er komið fyrir flokknum. Nú er flokkurinn aftur á leið til vinstri undir stjórn Guðna og Bjarni Harðar er góð viðbót og vonandi draga Framsóknar menn einhvern lærdóm af því hvar flokkurinn hélt velli og hvar hann galt helst afhroð.
Mitt Vinstri Græna hjarta hafði margar ástæður til að gleðjast og aðeins eina til að hryggjast. Mér finnst auðvitað hábölvað að við skulum ekki hafa farið í stjórn eftir kosningar, en ég mótmæli því harðlega að það sé Steingrími J. að kenna. Minnir allt of mikið á þegar Kvennalistanum voru settir engir kostir og svo voru Kvennalistakonur skammaðar fyrir að fara ekki í stjórn upp á engin býti. Hefði verið vilji til að mynda vinstri stjórn þá hefði hún verið mynduð. Tillagan um að Framsókn veitti slíkri stjórn hlutleysi hefði fengið flokknum nokkur áhrif í hendur og verið mjög áhugaverð tilraun. Ríkisstjórnin sem þá hefði verið mynduð hefði endurspeglað vel vilja kjósenda, sem veittu VG veglegt brautargengi. Það sem ég gleðst yfir er: Fjöldi frábærra ungra kvenna sem kominn er framarlega í raðir VG, alveg magnaðar. Kosningasigur VG er staðreynd og merkir að málefni hreyfingarinnar eiga hljómgrunn. Mögnuð frammistaða Svandísar Svavarsdóttur i REI-málinu er svo rúsínan í pylsuendann.
Hér á Álftanesi gleðst ég yfir góðri framvindu hjá Álftaneshreyfingunni, þar sem grænn miðbær er í sjónmáli. Það gleður mig sérlega að við skulum vera við stjórnvölinn núna þegar verið er að taka svo afdrifaríkar ákvarðanir sem uppbygging miðbæjar er. Skoðið alftanes.is ef þið viljið vita meira.
Til hamingu Margrét Lára!
29.12.2007 | 00:04
![]() |
Margrét Lára íþróttamaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |