Úrslitaleikurinn á morgun - áfram Spánn!

Úrslitaleikurinn mikli á morgun og mitt lið komst í úrslit, þannig að ég segi bara áfram Spánn. Þessir fáu leikir sem ég hef séð hafa allir verið mjög spennandi og væntanlega verður svo einnig um þennan leik.

Tónleikarnir á eftir - sendi góða strauma úr náttúrunni

Umvafin fallegri náttúru í bak og fyrir, bæði heima og hér uppi í bústað, þannig að ég er ekki á leiðinni bæinn (umhverfismengandi ;-) á Náttúrutónleikana, en sjálfsagt hefði ég farið ef ég hefði verið í bænum. Veit að Óli minn ætlar og kannski Hanna, veit ekki með hana, þannig að fulltrúar fjölskyldunnar verða alla vega á staðnum. Þetta verða ábyggilega frábærir tónleikar!


Hvort er nú betra að horfa á vegginn eða Skarðsheiðina?

Held að flestir geti ímyndað sér svarið við þessari spurningu. En ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að ég er búin að vera á hálfgerðu flakki með skrifborðið mitt hér uppi í sumarbústað. Lengi vel var það inni í minna svefnherberginu, sem var ekkert mjög skynsamlegt fyrirkomulag, þar sem ýmsir sofa þar sætum svefni. Þá fann ég því ágætan stað inni í stofu, en gallinn er sá að þar horfði ég beint á vegginn og var með þetta frábæra útsýni í bak og á hlið, sem ég horfi lítið með. Nú er ég búin að finna alveg frábært fyrirkomulag og svona held ég að þetta verði, hefur líka þann kost að ég get dúkað skrifborðið og notað það við gestakomur, sem satt að segja eru allmargar hér í þessum yndislega sumarbústað. Og núna horfi ég á Skarðsheiðina út um gluggann, hlusta á fuglasönginn og næturvakt Guðna Más í útvarpinu (fuglarnir ögn háværari en blúsaði gamalrokkarinn sem er að reyna að syngja).

Hér verður nefnilega annað heimili mitt alla vega í sumar og frábær vinnustaður fyrir free lance sagnfræðing, tölvunarfræðing og blaðamann. Annars


Bæjarferð

Nú er ég farin að gera út frá Borgarfirði, þannig að það má segja að ég hafi skroppið í bæjarferð eftir ágætis stund í sólinni fram yfir hádeginu. Mamma var búin að útbúa fallegt blómaker á leiðið hennar Möggu frænku og við skuppum með það í Fossvoginn, síðan aðeins í Kringluna, Hafnarfjörð og enduðum í ,,kaupfélaginu" í Norðurbænum. Fallegur dagur bæði í bæ og sveit.

Einstakur maður í mikilvægu hlutverki

Jose Ramos Horta er sannarlega vel að því hlutverki kominn sem honum hefur nú verið falið. Hann vann ötullega að því hjá Sameinuðu þjóðunum að land hans fengi sjálfstæði og gat sér sérstaklega gott orð í því hlutverki, sem lyktaði með sigri. Hann þekkir vel hve hættuleg baráttan fyrir mannréttindum er, raunverulega á eigin skinni þegar hann slapp naumlega frá morðtilræði í febrúar síðastliðnum, en hann heldur reisn og hugrekki engu að síður. Vel til funidð hjá Sameinuðu þjóðunum og maður sem ekki mun bregðast hlutverki sínu.
mbl.is Forseti A-Tímor verður mannréttindaeftirlitsmaður SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjáluð blíða í Borgarfirði - og Spánn að sigra!

Hætti við áætlanir dagsins að áeggjan mömmu og ákvað að njóta sólarinnar. Fór upp í búðstað og sé ekki eftir því, himneskt veður og sólin nær óstöðvandi og þræddi sína leið milli nokkurra skýja sem voru stödd á himninum. Eftir smá legu í sólinni tók ég smá rispu í að bera á hús og pall, það er mjög ánægjulegt verk í sólinni. Núna voru Spánverjar að skora þriðja markið og ég ætla ekki að láta sem ekkert sé, en sendi ykkur fallegar myndir úr bústaðnum með sumarkveðju!

CIMG2787

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2779

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2783


Til hamingju með stelpurnar okkar!

Jafnvel bjartsýnustu útvarpshlustendur á Rás 2 þorðu ekki að spá svona stórkostlegum úrslitum hjá stelpunum okkar, sá djarfasti sagði að leikurinn færi 6:0 fyrir Ísland og svartsýnasta spá sagði 1:1. Ég ætla rétt að vona að fólk geri sér grein fyrir því hvað þessar stelpur eru stórkostlegar!
mbl.is „Núna eigum við alla möguleika í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög í rétta átt

Hafði áhyggjur af því að fylgi Hillary myndi ekki skila sér nógu vel til Obama, kannanir sýndu það meðan á baráttu þeirra stóð, en sem betur fer sjá demókratar að McCain er ekki lausnin. Þetta er allt í rétta átt. Þótt ég voni enn að Obama velji Hillary sem varaforsetaefni og hún taki því, þá held ég að Obama sé kominn yfir erfiðasta hjallann hvernig sem fer og næsta kosninganótt verði skemmtileg (og vonandi ekkert mjög spennandi - lítur ekki út fyrir að hún verði ýkja tvísýn).
mbl.is Forskot Obama eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk sól

Sólin er óneitanlega notaleg og nóg af henni hérna á suðvesturhorni landsins. En mér finnst kalt! Kannski af því ég hef ekki fundið mér skjólsælt horn heldur reynt að vera að stússa þegar ég er úti, sem reyndar hefur verið takmarkað. Þarf að finna leið til að bæta ráð mitt í þessum efnum, fyrst ég er með sveigjanlegan vinnutíma, minn eigin. Sólin er vissulega sú sama alls staðar á jörðinni en samt eigum við þetta indæla hugtak ,,íslensk sól" sem merkir oftast að hún skíni skærar og sé sterkari hér en víðast hvar annars staðar. Á meðan ég fékkst við útvarpsþáttagerð stóðst ég ekki mátið og kallaði einn þáttinn minn einmitt: ,,Íslensk sól" þar sem ég skoðaði fullt af ljóðum, söngvum og prósum um sólina, af nógu var að taka. Eflaust eru flestir þessir þættir glataðir núna, en það væri kannski gaman að endurtaka leikinn einhvern tíma ;-)

Uppsagnir alltaf áhyggjuefni

Þótt atvinnuöryggi starfsfólks í flugþjónustu hafi jafnan verið minna en annarra og litið á það sem hvert annað hundsbit, þá eru þær uppsagnir sem orðið hafa nú samt ákveðið áhyggjuefni. Staðan á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einkennilega sveiflukennd undanfarin ár, mikil uframeftirspurn eftir vinnuafli í nokkur ár með innflutningi fólks (kann betur við að líta á þá sem flust hafa hingað til lands í leit að vinnu sem fólk en vinnuafl) og núna þessi snarpa niðursveifla í kjölfar þenslu-timburmannanna. Uppsagnir Icelandair eru þó öðrum fremur hluti af alþjóðlegum samdrætti í flugi eftir að eldsneytisverð fór á flug. Vonandi tekst að tryggja sem flestum vinnu því atvinnuleysi er ekki gott fyrir nokkra manneskju.
mbl.is Rúmlega fjórðungi sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband