Úrslitaleikurinn á morgun - áfram Spánn!

Úrslitaleikurinn mikli á morgun og mitt lið komst í úrslit, þannig að ég segi bara áfram Spánn. Þessir fáu leikir sem ég hef séð hafa allir verið mjög spennandi og væntanlega verður svo einnig um þennan leik.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að við höfum ástæðu til að fagna á morgun, mér finnst það miklu æskilegra en að taka úrslitunum með stóískri ró, þótt það sé ágætt plan B.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Linda litla

Spánn hvað ?? Eru þeir að keppa á móti spán ??

Linda litla, 28.6.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Anna mín, hvað heyri ég? Uss, uss það gengur ekki. Mér líkar hvað Sigurður segir. Við bíðum spennt

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 29.6.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég eyði það miklum tíma nú orðið á spánskri grund að það er ekki hægt annað en halda með sínu fólki, en ég verð ekkert sorgmædd þótt Þjóðverjar sigri, þeir hafa spilað mjög vel og það er líka mjög notalegt að ferðast um Þýskaland, hef bara ekki gert mikið af því, heldur sæki ég í sólina. En ég skal samgleðjast með ykkur Gernot ef Þýskaland vinnur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.6.2008 kl. 10:38

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Tek undir með nafna mínum og Ernu. Vona bara að spænska liðið verð kjöldregið af besta liði mótsins.

Sigurður Sveinsson, 29.6.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Almennileg spenna komin í málið, þetta likar mér, þótt ég vilji ekki að neinn verði kjöldreginn og eigi alls ekki von á því.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.6.2008 kl. 10:41

7 Smámynd: Brattur

Þjóðverjarnir pirra mig, verð að segja það... áfram Spanjólar...

Brattur, 29.6.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ef spánverjar spila eins og þeir gerðu á móti rússum eiga mínir menn litla möguleika. En við skulum ekki vanmeta þjóðverja, jafnvel hálfvængbrotna. Þýska seiglan er enn til staðar. Við horfum bara á skemmtilegan fótbolta og sættum okkur við niðurstöðuna. Eða er það ekki?

Sigurður Sveinsson, 29.6.2008 kl. 11:26

9 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Mér skilst að einn af aðal leikmönnum Þjóðverja Michael Ballack sé meiddur og óvíst hvort hann geti spilað með liðinu í dag. Það getur haft mikið að segja. Bæði liðin hafa lagt mikið á sig til að komast á toppinn og eiga bæði hrós skilið þó svo að skálum í botn fyrir þjóðverjum

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 29.6.2008 kl. 13:19

10 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

"þó svo að við á þessu heimili skálum í botn fyrir þjóðverjum"  á að standa þarna

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 29.6.2008 kl. 13:20

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að Þjóðverjar hafi það. Ég held samt með Spáni þó ég sé mikill Þjóðverjafan af því þeir leika skemmtilegri fórbolta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.6.2008 kl. 14:51

12 identicon

Ég á frekar erfitt með mig núna, rétt rúmur klukkutími í leik og ég þori ekki að segja upphátt með hverjum ég held, hjátrú eða eitthvað svoleiðis býst ég við

Anna Ólafsdóttir (anno) 29.6.2008 kl. 17:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband