Bæjarferð

Nú er ég farin að gera út frá Borgarfirði, þannig að það má segja að ég hafi skroppið í bæjarferð eftir ágætis stund í sólinni fram yfir hádeginu. Mamma var búin að útbúa fallegt blómaker á leiðið hennar Möggu frænku og við skuppum með það í Fossvoginn, síðan aðeins í Kringluna, Hafnarfjörð og enduðum í ,,kaupfélaginu" í Norðurbænum. Fallegur dagur bæði í bæ og sveit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Hjartans kveðjur til mömmu þinnar. Ég held það séu komin ein 30 ár síðan ég sá hana síðast. Alveg ótrúlegt hvernig tíminn líður, en ég gleymi aldrei sumrinu sem við Tryggvi vorum með ykkur á Tjörn. Það var heilt ævintýri fyrir borgarbörn.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.6.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, Tjörn er mikill ævintýraheimur. Ég skila kveðjunni Erna mín, var einmitt að segja henni frá því um daginn að við værum alltaf í sambandi og ég ætti að skila kveðju af og til, þannig að ég hef kannski gert það fyrirfram núna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2008 kl. 10:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband