Burtu með Bush, fréttaskýringarþáttur frá Laukfréttastofunni
9.7.2008 | 01:32
Nína systir var að kynna mig fyrir Laukfréttastofunni. Og þar sá ég þetta dýrðarinnar myndband um ferðalag Bush um Bandaríkin í mjög svo áhrifaríkum erindagjörðum. Njótið vel:
Bush Tours America To Survey Damage Caused By His Disastrous Presidency
Ha, ha, Vodafone endaði með því að auglýsa með Dr. Spock!
8.7.2008 | 22:49
Spaugilegt | Slóð | Facebook
Seint koma sumir en koma þó ...
7.7.2008 | 11:18
Myndir frá sólríkum degi og sumarlegu útskriftarpartíi
5.7.2008 | 23:13
Hélt loksins smá útskriftarpartí fyrir allt liðið sem hefur verið að ganga í gegnum þetta nám með mér að undanförnu, og líka bara til að ná saman fjölskyldu og vinum meðan Hanna og Nína eru báðar samtímis á landinu. Alla vega þá var afslappað og notalegt hjá okkur hér í dag og ég treysti því að allir hinir hafi átt jafn notalega stund og ég. Miklu fleiri myndir komnar á Facebook, fyrir ykkur sem eruð þar.
Bjössi, Anna, Nína og Ari
Elísabet
Kjartan og Sveinn Rúnar bregða á leik
Nína, Elísabet og mamma
Elísabet, Nína, Unnur, mamma og Sæunn tengdamamma
Frændur að leik, Baldur og Skarphéðinn
Við Sæunn súperbloggari (ekki komin á Moggabloggið)
Mamma og Óli
Stína, Hanna og Gurrí
Jú, Borgarfjörðurinn beið mín bjartur og fagur
4.7.2008 | 20:04
Skrapp úr Borgarfirðinum um miðjan dag á þriðjudag en kom hingað aftur upp úr hádegi í dag, áður en þunga umferðin brast á, Ari var seinna á ferð og fékk smá skammt af ferðaumferðinni. Hlýr og góður dagur, gestaboð hér í sveitinni á morgun (í tilefni útskriftarinna, sumarsins og bara til að njóta þess að vera til).
Fann rosalega fallegan bekk á góðu verði í Húsasmiðjunni og hlakka til þegar við gefum okkur tíma til að setja hann saman. Hann kom í flötum pakka og verðið eftir því, alveg frábært, held að hann muni passa vel hér í þessu umhverfi. Annars verða smíðaðar tröppur hér í fyrramálið en Ari er reyndar í útreiðatúr í augnablikinu. Best að fara að smyrja smá bakkelsi fyrir morgundaginn.
Hélt að svona menn væru ekki framleiddir lengur ... Neytandi neitar að sitja undir fordómum afgreiðslumanns
3.7.2008 | 02:03
Var næstum búin að gleyma að henda þessari (sönnu) sögu inn og kannski hafa einhverjir fleiri fengið svona afgreiðslu:
Ætlaði að taka bensín á Olís-stöðinni í Ánanaustum í dag. Ók að þjónustudælu og sá þegar ég var komin þangað að ég hafði keyrt of langt (þarna var sem sagt bara eitt stæði við dæluna en ekki tvö eins og víðast hvar) svo ég spurði manninn sem kom að afgreiða mig hvort ég ætti ekki að færa bílinn til baka. Það umlaði eitthvað í honum og svo sagði hann stundarhátt og ofurfúll: - Þetta er svona alltaf hjá ykkur konunum!
Hmmmm, ég starði á manninn og sagði svo bara: - Ég er farin, við skulum bara sleppa þessu, - og fór. Ég var svo steinhissa að hitta svona eintak um hábjartan dag og venjulega tautar maður bara eitthvað og lætur svona kjaftæði yfir sig ganga. En ég er greinilega að verða alveg ótrúlega meðvitaður neytandi og neita að sitja undir fordómum vansæls og/eða illa upplagðs eða upp alins afgreiðslufólks (þessi var reyndar á þeim aldri að hann er eflaust búinn að gleyma uppeldi sínu). Í sjálfu sér ætti ég að hætta að versla við fyrirtæki sem hefur svona fólk í þjónustu sinni, en ljúflingarnir hjá Olís í Garðabæ eiga það engan veginn skilið og reyndar endaði ég með því að fá tankinn fylltan þar og mætti eins og venjulega engu nema ljúfmennsku. Á nokkrar uppáhaldsbensínstöðvar, reyndar hjá fleiri en einu olíufélagi.
Þetta er í annað skipti (og meira að segja á sama árinu) sem ég ákveð að láta ekki hvað sem er yfir mig ganga - þótt ég sé bara einn lítill neytandi þá getur vel verið að einhverjir fleiri neytendur finni fyrir sama viðmóti og færi viðskipti sín annað.
Spurning hvort þessi maður myndi segja við viðskiptavin sem kæmi á bíl, til dæmis mertkun X-D: - Þetta er svona alltaf hjá ykkur Sjálfstæðismönnunum!
Enn er eilíft vor og engan gæti grunað að einhvern tíma myndi ekki birta hér um slóðir. Fyrir okkur sem vökum og skrifum á nóttunni er ævintýraheimur út um alla glugga og í nótt og fyrrinótt greip ég myndavélina og festi hluta af dýrðinni, sólarlag í kvöld og sólarupprás í fyrrinótt, í minni - í orðsins fyllstu merkingu. Njótið vel:
Heitur pottur og kaldur gustur ...
30.6.2008 | 15:11
Verðskuldaður sigur Spánverja!
29.6.2008 | 20:37