Jamm, og svo er eg ekki að gleyma Biden og Palin

Horfði a seinni hlutann, eða liklega meginhlutann af varaforsetaprogramminu i sjonvarpinu. Biden var flottur og fjolmiðlar her eru allir a einu mali. Hins vegar virðast margir svekktir yfir að Palin skuli ekki hafa kluðrað sinum hluta, og eru að visa til fyrri viðtala við hana. Vildi bara tekka mig inn i malið, kannski mun eg eitthvað koma vid a kosningaskrifstofum Obama i New Mexico meðan eg verð til taks, fyrst Nina systir og Annie systurdottir min eru a fullu að vinna fyrir hann. Sjaum til.


Boston rokkar bara vel

Boston rokkar feitt við fyrstu kynni alla vega. Eyddi deginum i að kynnast henni aðeins, for um allt og skoðaði visindasafnið sem er tilkomumikið. Var að ganga um borgina fram yfr kvoldmat, fekk mer sma hressingu a Starbucks og kikti i bokabud, og eitthvað aðeins a markað. En mest var eg að skoða mig um viðs vegar um borgina. Fyndið að einn af minum uppahalds spennusagnahofundum, Rober B. Parker, sem skrifar um Boston i bokum sinum, var einmitt að tala um husið við hliðina a Starbucks, sem eg var að rolta framhja fimm minutum aður en eg fletti nyjustu bokinni hans i Borders (keypti hana auðvitað). Sem sagt gamla City Hall, sem nuna er franskt veitingahus. I School Street, ef einhver er kunnugur, sem abyggilega er. Eg er ekki orðin afhuga New York, of hrifin af borginni til að halda ad slikt gerist nokkurn tima, en eg get alveg hugsað mer að fljuga her um aftur. Jafnvel fara hingað serstaka ferð, hmmm, varla, eg fer ekki i verslunarferðir, her bua vinir og vandamenn ekki, og ekki fer eg hingað i solarferð. En samt, borgin rokkar bara vel!

Boston og samskiptin

Komin til Boston og hef eiginlega verið a fullu i samskiptum við skemmtilegt folk. Fyrst borðaði eg med gamalli vinkonu ur Kvennalistanum, Margreti og hennar manni, a ljomandi mexikonskum veitingastað her a hotelinu, og i morgun voru komin vid bordid mitt, eftir að eg hafði sigrað barattuna vid vofflujarnið alveg storskemmtileg eldri hjon, sem var virkilega gaman að tala við, svona flokkukindur eins og eg. Gafu mer fin rað um daginn sem eg mun nota til að  skoða Boston.

Langsóttur kostur við vonlaust gengi

Loksins er ég búin að uppgötva einn kost fyrir eina manneskju við gengið, eins og það er þessa stundina. Það er bara engin krafa gerð á okkur, sem erum að bregða okkur úr landi, að mæta heim með allar jólagjafirnar frá útlöndum og fata fjölskylduna upp í leiðinni. Bara allt of dýrt. Ég er alsæl, ekki mjög hrifin af að eyða dýrmætum tíma erlendis í að hanga í búðum sem flestar eru eins um allan heim. Eina undantekningin er bókabúðir, þær eru ekki alls staðar eins og þær eru bara frábærar, flestar hverjar, fer kannski svolítið eftir ríkjandi tungumáli í landinu ;-) þótt ég hafi nú rekist á Kristmann í tékkneskri fornbókabúð og dýrustu bækur í heimi í dönskum meðalbókabúðum.

En sem sagt, slepp við búðarferð, og get einbeitt mér að því að umgangast ættingja og vini, sem er svo miklu skemmtilegra. Gerir ekkert til þótt ég eigi eftir að borga hótelið mitt í Boston með einhverjum fokdýrum dollurum, það er vel þess virði að fá tíma til að kíkja á borgina utan búðanna, stoppa nógu stutt þar samt.

Og nú er að styttast í að bloggfríið mitt styttist í hinn endann. Það hefur verið hálf endasleppt í alla enda. Ætli ég komist ekki í gang aftur fljótlega uppúr helgi.


Andartaki áður ... og eftir

Skrýtið að sjá svona eftir á eitthvað sem maður hefur orðið vitni af, án þess að gera sér grein fyrir því.

Var að aka Suðurlandsbrautina frá Hallarmúla milli fjögur og fimm og ætlaði að beygja niður Reykjaveginn og sneiða hjá mestu síðdegisumferðinni með því að fara niður á Sæbraut. Rétt áður en beygjuljósin komu á kom hvellur og bylmingshögg á bílinn og ég sá að bíllinn á undan kipptist við. Þegar við beygðum niður Reykjaveginn var þar allt í örsmáum glerbrotum á báðum akreinum og út á tún. Rauður, óbrunninn bíll í maski á akreininni á móti með manni inní, skelfingarsvipur á andliti, og hvítur lítill sendiferðabíll (væntanlega björgunarmaðurinn) líka eitthvað laskaður, aftar, við hringtorgið, tvær konur sýndist mér að koma úr enn öðrum bíl. Allt sást þetta í sjónhendingu á meðan við, nokkrir bílar, renndum framhjá, og eldur var alls ekki farinn að loga svo sæist frá okkar sjónarhorni.

Það tók mig nokkurn tíma að fullvissa mig um að þetta atvik væri það sama og ég sá sýnt frá í sjónvarpinu. Staðsetningin fer ekki á milli mála og vera kann að eldur hafi verið kominn upp þá þegar, en ég sá hvorki reyk né eld. Hins vegar var mér enn hálfbrugðið eftir kraftinn í sprengingunni og furðaði mig á því hvernig þessi árekstur (sem þetta virtist vera) hefði orðið svona mikill og samt aðallega laskað einn bíl. Og skelfingarsvipurinn á manninum í rauða bílnum líður mér seint úr minni, það er guðsþakkarvert að maðurinn, sem ég býst við að hafi komið úr hvíta bílnum, var þarna staddur því eldurinn hlýtur að hafa blossað upp, af þessum krafti sem myndirnar sýna, rétt eftir að við renndum hjá. Úff. Gott að allt fór vel.

En núna ætla ég að reyna að koma mér aftur í bloggfrí, það ætlar að ganga svolítið illa þegar svona mikið af stórtíðindum af mismunandi toga koma á sama degi.


mbl.is Gaskútur sprakk í bifreið - vegfarandi vann hetjudáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bataóskir og baráttukveðjur

Er nokkuð viss um að mitt í hringiðu þessa viðburðarríka dags hugsa allir fallega til Ingibjargar Sólrúnar. Þótt margir láti peningamál stýra lífi sínu og þeir (peningarnir) ráði örlögum allt of oft, þá er á endanum varla margt annað mikilvægara en góð heilsa. Einlægar bataóskir og baráttukveðjur vestur um haf.


mbl.is Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn, þjóðnýting og þungar brúnir

Þá vitum við yfir hverju var þagað í gærkvöldi. Þjóðnýting er greinilega orð dagsins, þótt það hafi, samkvæmt fréttum, ekki verið sú lausn sem Glitnir sóttist eftir. Þungar brúnir á mörgum í þessari atburðarás og nú verður eflaust lögð mælistika á þyngstu brúnirnar og inntak þjóðnýtingarinnar. Mál til komið að fara að rækta verkefnagarðinn sinn, ef hægt er fyrir stórfréttum.

Nei, nei, ábyggilega ekki krísufundur þótt formenn allra flokka séu boðaðir á fund klukkan ellefu á sunnudagskvöldi í Seðlabankann

Vísir.is á heiður skilinn fyrir skjótan fréttaflutning (og Halldór vinur minn fyrir að hnippa í mig):

Vísir, 28. sep. 2008 23:45

Formenn allra flokka á fundi í Seðlabankanum

mynd
Seðlabankinn

Formenn allra flokka voru kallaðir á skyndifund í Seðlabankanum nú um ellefu leytið í kvöld. Ekki er vitað hvert tilefnið er en gera má ráð fyrir því að umræðuefnið sé efnahagskrísan sem nú dynur yfir landið.

Meira um málið á eftir

og hér er framhald:

Þagnareiður um miðnæturfund

Geir Haarde kynnti formönnum annarra flokka yfirvofandi aðgerðir gegn kreppunni sem nú steðjar að.

Geir Haarde kynnti formönnum annarra flokka yfirvofandi aðgerðir gegn kreppunni sem nú steðjar að.

Sunnudagur 28. september 2008 kl 23:58

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Fundi formanna stjórnmálaflokkanna í Seðlabankanum lauk nú rétt fyrir miðnætti. Menn voru fremur brúnaþungir en gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og bankastjórn Seðlabankans hafi gert grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í efnahagsmálum og hugsanlega boðað aðgerðir til að sporna gegn gjaldeyrisþurrð. ,,Ég vil ekkert segja," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sem mætti í fjarveru Guðjóns A. Kristjánssonar formanns Frjálslynda flokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng.
,,Þið fáið ekkert upp úr okkur," sagði hann. Áréttuðu þeir að þagnareiður gilti um fundarefnið.
Reiknað er með að ríkisstjórnin kynni aðgerðir sínar í fyrramálið.

MIKILL TRÚNAÐUR

Haft er eftir Steingrími J. á visir.is eða samræðurnar séu trúnaðarmál og smelli maður á fréttina þá kemur eftirfarandi upp (á slóð: http://www.visir.is/article/20080929/FRETTIR01/904060930) - tékkið áður en það er búið að laga þetta:

Username: 
Password: 

 Ef þetta er ekki þrumutrúnaður þá veit ég ekki hvað er það.

 

 

 


Úrræðaleysið í efnahagsmálum vakti mig úr bloggdáinu (en aðeins stutta stund)

Dálítið langt síðan ég byrjaði að býsnast yfir því hversu skaðlegt ráðleysi og sinnuleysi ráðamanna varðandi ástandið í efnahagsmálum væri, þá geri ég ekki ýkja mikinn greinarmun á ríkisstjórninni og Seðlabankastjórninni. Vissulega bárust af og til þau skilaboð að verið væri að gera ,,eitthvað meira en fólk vissi" en einnig að það væri best að aðhafast sem minnst. Það fyrra var í besta falli ýkjur (staðreyndir sýna alla vega að það var ekki nóg) og í versta falli lygi, það síðarnefnda einfaldlega rangt. Við heyrðum líka að skuldinni var skellt á ástandið á heimsmarkaði, en þar eru allir að ólmast og byltast og reyna að tryggja hag sinna þjóða - æ nema kannski við!

Mér finnst mjög rétt af Steingrími J. að stinga upp á þjóðstjórn eða kosningum við þessar aðstæður, en þar sem ríkisstjórnin hefur ekki status fótboltaþjálfara getur hún hangið eins og hundur á roði áfram og skaðað okkur enn frekar. Evrukjaftæðið hefur ekki bætt úr skák. það var löngu vitað að ekki er hægt að taka upp Evru með þeim hætti sem daður sumra ráðamanna hefur helst staðið til. Heldur ekki að við séum yfir höfuð tæk inn í það kompaní, svona fyrir þá sem þangað langar. Þannig að dýrmætur tími og tiltrú hefur farið til spillis í þeirri umræðu.

Að svo mæltu held ég áfram í bloggfrínu og reyni að nota tímann í það sem ég þarf að hafa í forgangi þessa dagana, sem er afskaplega fjölbreytilegt. Ýmislegt sem mig langar að blogga um verður að bíða eða týnast við þessar aðstæður, þannig er bloggið bara, engin mætingaskylda heldur bara eftir hentugleikum, ótvíræður kostur. Bloggfríið mitt hefur ekki síður komið niður á blogglestri, en nokkrir bloggvina minna hafa þó orðið varir við að ég lít enn við stöku sinnum. Svo kem ég bara tvíelfd aftur inn í þessa ágætu heima við tækifæri.


Lifandi, ekki bloggandi og hugsandi (yfir kjörum sem eru til háborinnar skammar)

Eins og fram kom í seinustu færslu er ég ekki bloggandi þessa dagana. Er hins vegar bráðlifandi, á fullu í skemmtilegum verkefnum og ef ég hefði ekki fengið smá vink frá boggvinkonu biði ég enn með að blogga, það þarf nefnilega að taka smá tíma til að hugsa, svona um sumt af því sem bíður bloggs þessa dagana. Umhverfistengt og fleira mikilvægt sem ég ætla að grafa mig aðeins í þegar (ef) ég finn tíma. En ef þið viljið fræðast um kjör öryrkja, lesið þá ágætt blogg Ninnu. 

Lilja Bolla er líka með ágætan pistil um kaup og kjör sem heldur duga ekki til framfærslu. Og það með held ég áfram í bloggfríinu í bili. Les bloggið meira og betur fljótlega og skrifa eitthvað líka.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband