Úrræðaleysið í efnahagsmálum vakti mig úr bloggdáinu (en aðeins stutta stund)

Dálítið langt síðan ég byrjaði að býsnast yfir því hversu skaðlegt ráðleysi og sinnuleysi ráðamanna varðandi ástandið í efnahagsmálum væri, þá geri ég ekki ýkja mikinn greinarmun á ríkisstjórninni og Seðlabankastjórninni. Vissulega bárust af og til þau skilaboð að verið væri að gera ,,eitthvað meira en fólk vissi" en einnig að það væri best að aðhafast sem minnst. Það fyrra var í besta falli ýkjur (staðreyndir sýna alla vega að það var ekki nóg) og í versta falli lygi, það síðarnefnda einfaldlega rangt. Við heyrðum líka að skuldinni var skellt á ástandið á heimsmarkaði, en þar eru allir að ólmast og byltast og reyna að tryggja hag sinna þjóða - æ nema kannski við!

Mér finnst mjög rétt af Steingrími J. að stinga upp á þjóðstjórn eða kosningum við þessar aðstæður, en þar sem ríkisstjórnin hefur ekki status fótboltaþjálfara getur hún hangið eins og hundur á roði áfram og skaðað okkur enn frekar. Evrukjaftæðið hefur ekki bætt úr skák. það var löngu vitað að ekki er hægt að taka upp Evru með þeim hætti sem daður sumra ráðamanna hefur helst staðið til. Heldur ekki að við séum yfir höfuð tæk inn í það kompaní, svona fyrir þá sem þangað langar. Þannig að dýrmætur tími og tiltrú hefur farið til spillis í þeirri umræðu.

Að svo mæltu held ég áfram í bloggfrínu og reyni að nota tímann í það sem ég þarf að hafa í forgangi þessa dagana, sem er afskaplega fjölbreytilegt. Ýmislegt sem mig langar að blogga um verður að bíða eða týnast við þessar aðstæður, þannig er bloggið bara, engin mætingaskylda heldur bara eftir hentugleikum, ótvíræður kostur. Bloggfríið mitt hefur ekki síður komið niður á blogglestri, en nokkrir bloggvina minna hafa þó orðið varir við að ég lít enn við stöku sinnum. Svo kem ég bara tvíelfd aftur inn í þessa ágætu heima við tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hvað er það sem Vinstri grænir vilja gera til að bæta þjóðarhag og tryggja stöðu heimilana? Það er auðvelt að fussa og sveija yfir vitleysunni í öðrum. Láta síðan eins og þeirra pólitíska sýn sé utan og ofan við hinn hversdaglega raunveruleika eða praktískar úrlausnir. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vinstri græn bentu á það fyrir löngu að styrkja þyrfti gjaldeyrisforðann meðinngripi stjórnvalda, og það er sú Lilja sem flestir vildu kveðið hafa núna, líka þeir sem héldu að markaðurinn myndi ,,redda" þessu öllu. VG verður seint sakað um tillögu- og úrræðaleysi, enda margar komið fram, en sumir vilja hvorki né kunna að hlusta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.9.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er alveg hárrétt hjá þér Anna, ríkisstjórnin  er ráð - og duglaust,hrædd og úrræðalaus.Aðgerðaráætlanir í efnahagsmálum eru engar,það er bara beðið í algjörri óvissu um hvort eða hvenær hin handónýta króna styrkist og hvort hægt verði að kría út meiri fjármuni í Seðlabankahítina.Á meðan hundruð fyrirtækja ( áætlað um 1000 fyrirtæki ) og þúsundir heimila eru þegar orðin gjaldþrota situr ríkisstjórnin aðgerðarlaus með hendur í skauti.Gunnlaugur við getum ekki  varið svona  vinnubrögð ríkisstjórnarinnar þá værum við að svíkja þjóðina og réttlæta  aumingjahátt þeirra.

Kristján Pétursson, 28.9.2008 kl. 21:13

4 identicon

Aðgerðarleysið er partur af trúarlífi nýfrjálshyggjunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er þó trúr skoðunum sínum, það sama er ekki hægt að segja um samfylkinguna. Til gamas langar mig til að rifja upp orð Görans Persons, um það leyti sem norðmenn felldu aðildarumræður um inngöngu í ESB árið 2004 að mig minnir. Hann var spurður um stöðu norðmanna og íslendinga gagnvart ESB. Hann sagði, það er beðið eftir norðmönnum, en Ísland, ef þeir tækju sig saman í andlitinu strax, og tækju til hjá sér í efnahagsmálum sínum, gætu íslendingar vænst þess að að komast inn að fimm árum liðnum. Það er að segja kring um 2010! Nú sjá allir hvernig komið er fyrir okkur, svo biðin gæti orðið enn lengri. Þetta vita allir sem vilja vita, við erum ekki í samnings aðstöðu með nokkurn hlut!

Sigfús 28.9.2008 kl. 22:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband