Skref í áttina - ef þetta kemst af ,,íhugunarstiginu"

Eins og atvinnuástandið gæti orðið á næstunni þá finnst mér þessi hugmynd góð, það er að segja ef hún kemst af íhugunarstiginu. Þótt framkvæmdir kosti alltaf eitthvað þá er dýrara að vera með fjölda manns á atvinnuleysisskrá (annar vasi) og hafa aukið álag á félagsþjónustunni (sami vasi). Þannig að þótt óskameirihlutinn minn sé kannski ekki við völd ákkúrat í augnablikinu, þá líst mér virkilega vel á þessar hugmyndir og vona að þær verði fleiri opinberum aðilum innblástur til hliðstæðra hugmynda - sem verði framkvæmdar, og það án mikilla tafa.


mbl.is Reykjavík íhugar framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að verða Færeyingur þegar ég verð stór, sagði gamall vinur minn einu sinni

Mér hefur alltaf fundist þessi setning: Ég ætla að verða Færeyingur þegar ég verð stór! svo rosalega skemmtileg. Ekki spillti að sá sem hana á upphaflega var engin smásmíði.

En þetta er einmitt það sem kemur upp í hugann þegar við finnum alltaf betur og betur hvaða hlýhug Færeyingar bera alltaf í okkar garð, sem kannski sinnum þeim ekki alltaf sem skyldi. Samt held ég að allir Íslendingar elski Færeyinga, það er ekki hægt annað. Og við kusum Færeying sem söngstjörnuna okkar, Jógvan, við ,,eigum" annan Færeying sem við erum að drepast úr stolti yfir, hana Eyvör, og ég held að seinasta þjóðin sem við myndum hætta að veita veiðiheimildir (ef við ösnumst ekki í ESB og missum forræðið yfir miðunum) væru Færeyingar. Jú, kannski hefur okkur tekist að tjá hug okkar til Færeyinga, svona einstaka sinnum.

En það eru Færeyingar sem eru í sviðsljósinu á Íslandi núna, þeir gengu í gegnum eigin efnahagsþrengingar fyrir allmörgum árum og áttu þá fá úrræði önnur en hrekjast til Danmerkur, - eða Íslands, ég ætla rétt að vona að við höfum tekið vel á móti þeim. Núna eru þeir fremstir í flokki vinaþjóða okkar, engin spurning um það. Þeir voru fyrstir og bestir að hjálpa okkur þegar snjóflóðin miklu féllu og í Heimaeyjargosinu.

Hér er linkur sem þið ættuð að skoða og þeir sem vilja sýna hlýhug sinn í verki geta skráð nafnið sitt þar:

http://faroe.auglysing.is/index.asp#


Obama sterkur á lokasprettinum - væntingar um betri tíð í efnahagsmálum um allan heim

Umræðan í Bandaríkjunum núna einkennist af von og væntingum, þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi vissulega komið niður á Bandaríkjamönnum, ekki síður en fólki annars staðar í heiminum - með þeirir undantekningu auðvitað að við Íslendingar þurfum auðvitað alltaf að gera allt með trukki, líka að lenda í efnahagskreppu. Honum verður tíðrætt um efnahagsmálin, og það finnst mér mjög jákvætt, og reyndar fyndið að hann hefur eftir McCain arminum að í herbúðum repúblikana vilji menn ekki tala um efnahagsmál, því það sé ávísun á tap McCain.

Ósköp væri nú gott að vera að ræða skattalækkanir lág- og millitekjufólk, en það er varla á dagskrá í bili, bara meiri álögur og skerðingar, hins vegar er verið að búast við að efnahagur heimsins njóti góðs af kjöri Obama, og svo sannarlega myndum við þiggja að taka þátt í þeim bata. Þótt það sé svolítið sorglegt að vera með í þessum hremmingum hér heima, fylgjast með og frétta af alls konar afleiðingum aðgerða villtu ríkisbubbanna og aðgerðarleysis annarra bubba, þá er samt gaman að fylgjast með því sem er (vonandi) að gerast í Bandaríkjunum innan viku tíma. Jamm, varla hægt að bíða, og ég veit að Nína systir og Anne frænka eru á fullu að vinna í Obama-baráttunni núna, gott að vita af því.

,,When I'm president" segir Obama í ræðu sinni í Ohio (held ég - nei það er Missouri) núna, það er þægilegt að heyra hann svona sigurvissan, og ég veit ekki hvað ætti að stoppa hann úr þessu.

Hér heima er VG í góðum gír í könnunum, við erum orðin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, en því miður, hjá okkur verða ekki kosningar á þriðjudag, það er synd og skömm.


mbl.is Lokaspretturinn hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland með stelpurnar okkar!

Glæsilegur árangur hjá stelpunum okkar og leikur þeirra, það sem ég sá (hlustaði á hinn hlutann) rosalega vel spilaður við erfiðar aðstæður. Þetta eru þrumugóðar stelpur og koma öllum í gott skap.


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dresden Dolls spila Lotte Lenya

Pönkuð útgáfa af Lotte Lenya. Hélt ekki að svoleiðis væri til. En svo kynntist ég Dresden Dolls (skotið því miður stutt en með lagi sem Lotte söng gjarnan):

 


Óviðkomandi innskot í alvarlega umræðu dagsins - úr loftinu

Ekki veit ég hvers vegna flugþjónar eru frakkari en flugfreyjurnar sem ég hef fyrirhitt, en í fyrra hittum við Elísabet systir einn óborganlegan sem fann aðferð við að drepa á dreif frekar bröttu flugtaki frá Albuquerque. Þegar vélin var að klífa kastaði hann hnetupokum niður ,,brekkuna" sem myndaðist á ganginum milli sætanna svo þeir flugu niðureftir og hrópaði: ,,Here comes the peanuts!" Annan hitt ég um daginn sem reyndi að sannfæra okkur um að flugmaðurinn hefði fengið leyfi til þess að

flugthjonn

 ,,stytta sér leið" milli New York og Boston, sem líklega hefur verið rétt, því flugið tók ekki nema 35 mínútur en átti að vera lengra. Loks var það einn alveg óborganlegur sem var að lýsa hinu ægifagra útsýni yfir ljósin á Manhattan á fimmtudagskvöldið síðastliðið, en gallinn var sá að aðeins þeir sem voru vinstra megin í flugvélinni gátu notið dýrðarinnar. ,,For those of you on the right side of the aircraft," sagði hann, ,,you are just screwed!". - Huggandi, ekki satt? Tek það fram að ég sat vinstra megin við glugga. Kannski þess vegna sem mér fannst þetta fyndið.

 


Umræða um Evrópusambandsmál í ,,Reykjavík síðdegis" og aðrir sálmar og ekki síður mikilvægir: Virkjanamálin og grein Bjarkar

Var boðuð í útvarpsumræðu í ,,Reykjavík síðdegis" á Bylgjunni í dag, gripin á leiðinni í Myndlistaskólann í Kópavogi í málningagallanum og rauk beint þaðan og í útsendingu. Ragnar Arnalds formaður Heimssýnar var í samtali við Guðmund í morgun í Ríkisútvarpinu og hér er sú upptaka:

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4418651

Hér að neðan er hins vegar kappræða okkar Guðmundar um Evrópusambandsmál, sem óvænt fóru einnig í umræðu um virkjanir, náttúruspjöll og þenslu þá sem yrði í kjölfarið, mál sem í rauninni kom okkar umræðu um Evrópusambandið ekkert við. 

http://www.bylgjan.is/?PageID=1639

Við Guðmundur eru svo innilega sammála um að virkjanir, álver og eyðilegging landsins sé ekki heillavænleg framtíð og ég bæti hér við link á grein eftir Björk sem ALLIR verða að lesa:

http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/guest_contributors/article5026175.ece

 


Ný skoðanakönnun á blogginu mínu um kreppuna

Það var kominn tími á nýja skoðanakönnun og ég hvet ykkur til þess að taka þátt í henni. Fyrri könnun reyndist í óþarflega góðum takti við tímann, tvö gagnstæð svör nutu mestra vinsælda, að kasta ætti krónunni eða að krónan væri blóraböggull, og þessi tvö svör voru yfirleitt með álíka mörg atkvæði á bak við sig.

Mér er fúlasta alvara með nýju könnuninni og ef ykkur líka ekki svörin þá er alltaf hægt að nota athugasemdakerfið.


Góðir Göggutónleikar

Tónleikarnir sem ég var að koma af, til minningar um Göggu Lund, voru flottir. Dagskráin byrjaði kl. 18:00 á minningarbrotum um Göggu, vinir og vandamenn og brot úr flottri heimildamynd Ponzi hituðu vel upp fyrir tónleikadagskrána. Tónelikarnir sjálfir, þar sem flutt voru fjölmorg þjóðlög sem Gagga og Rauter, undirleikari hennar, höfðu á dagskrá sinni. Búin að hlakka lengi til tónleikanna og þeir voru þess virði, engin spurning að fínt var að miða tímasetningu heimkomunnar við þennan atburð.

Engel Gagga Lund - minningartónleikar í Óperunni í kvöld

Í kvöld verða í óperunni minningartónleikar um Göggu Lund söngkonu sem meðal annars hefur raddþjálfað marga íslenska leikara og söngvara, Björk þeirra á meðal, ef mig misminnir ekki. Gagga hafði alltaf mikla trú á Björk og fleiri Íslendingum sem hafa gert það gott. Tímasetti heimkomu mína gagngert til þess að missa ekki af þessum viðburði, annars hefði ég kannski freistast til að vera í Bandaríkjunum framyfir kosningar (4. nóvember). Þetta verður áreiðanlega skemmtileg dagskrá. Susse frænka, systurdóttir Göggu og fleira gott fólk hefur staðið í ströngu við undirbúninginn. Meira um þetta á vef óperunnar: www.opera.is og svo er hægt að kaupa miða á midi.is - það er eitthvað laust enn.

Gagga frænka mín var merkileg kona. Hún eyddi bernskunni hér á landi og fluttist hingað aftur árið 1960, ég kynntist henni ekki fyrr en um 1966 þegar pabbi var fluttur í bæinn eftir að hafa búið á Seyðisfirði, en þau Gagga voru systrabörn. Man fyrst eftir henni í fermingarveislunni minni, en kannski hitti ég hana enn fyrr, í skírn Elísabetar systur, ári fyrr. En alla vega, hún virkaði strax sterkt á mig frá fyrsta degi og ég er fegin að hún eyddi seinustu áratugunum hér heima á Íslandi, sem var talsvert ,,heima" fyrir hana, heimskonuna, sem ekki var af íslenskum ættum. Frændsemi okkar var gegnum Danmörku, mamma hennar og danska amma mín voru systur og ég man ekki betur en afi hafi kynnst ömmu vegna vinskapar Siggu systur hans og þessa danska frændfólks okkar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband