Ný skoðanakönnun á blogginu mínu um kreppuna

Það var kominn tími á nýja skoðanakönnun og ég hvet ykkur til þess að taka þátt í henni. Fyrri könnun reyndist í óþarflega góðum takti við tímann, tvö gagnstæð svör nutu mestra vinsælda, að kasta ætti krónunni eða að krónan væri blóraböggull, og þessi tvö svör voru yfirleitt með álíka mörg atkvæði á bak við sig.

Mér er fúlasta alvara með nýju könnuninni og ef ykkur líka ekki svörin þá er alltaf hægt að nota athugasemdakerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha ég var að svara könnuninni og staðan er 50 - 50...þá er spurningin er ég þessi bjartsýna...eða svartsýna...

alva 27.10.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og hver er hin(n)? Alltaf gaman að rýna í kannanir og svör.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.10.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú ekki bjartsýnni en svo að ég held að þetta eigi eftir að versna.

Staðan sé alvarlegri en látið er uppi.

Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Staðan á ábyggilega eftir að versna en við náum okkur upp og búum að betra þjóðfélagi eftirá. Það er mín staðfasta trú. Þetta gat ekki endað öðrvísi og á eftir að vera merkileg heimild fyrir sögubækur framtíðarinnar.

Kristján Kristjánsson, 27.10.2008 kl. 17:40

5 identicon

Heyrðu það vantar möguleikann "botninum hefur ekki verið náð". Verðbólgan er orðið 16%, eitthvað verður um það um næstu mánaðamót að fyrirtæki geti ekki greitt laun, enn eru til matarbirgðir í verslunum en þegar þær verða búnar - hvað þá? Svo botninum hefur ekki enn verið náð.

Helga 27.10.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Botninum hefur ekki verið náð er kannski nálægt því að vera alvarlegri staða en af er látið, þannig að ég býst við að þú, Helga, hafir helst átt samleið með þeim vangaveltum mínum. En þrátt fyrir alla kreppu þurfum við ef til vill að fara að fá okkur Latte saman einhvers staðar niðri í bæ áður en of langt líður :-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.10.2008 kl. 21:41

7 Smámynd: Linda litla

Þetta er mun alvarlegri staða en látið er upp

Það valdi ég....

Bestu kveðjur til þín Anna og vertu velkomin heim.

Linda litla, 27.10.2008 kl. 22:37

8 identicon

Jahá, við þurfum sko bráðnauðsynlega að fá okkur latte og það fyrr en seinna... og svo framhaldslatte... og viðaukalatte... það er óþolinmóð kona sem bíður eftir því að setjast niður með þér. Boltinn er hjá þér um kaffistað og stund.

Helga 27.10.2008 kl. 23:09

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þrotaveturinn mikli 2008-'09 er rétt að hefjast.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.10.2008 kl. 00:20

10 identicon

Frettatilkynning frá Himnaríki. Í Himnaríki sem og víða á jörðinni hafa menn áhyggjur af ástandinu á Ísland. Því var send nefnd þriggja aðila 

smáenglana og Pa auk púkans Tikk. Þeir hafa dvalið um skeið á Íslandi og kynnt sér ástandið og sent skýrslur til Himnaríkis. Þessar athugasemdir er hægt skoða á wefsíðu Himnaríkis næstu daga, www.puandpa.com klikka á matseðilinn og siðan á Pu and Pa. Þeim sem hafa áhuga er GUÐvelkomið nota efni úr skýrslunum

sigurður örn brynjólfsson 28.10.2008 kl. 09:49

11 identicon

Sæl Anna, var að enda við að hlusta  á þig.  Þú ert frábær, málefnaleg, klár.  Gott að fá þig í umræðuna! takk

kristín 

Kristin Jónsdóttir 28.10.2008 kl. 18:01

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, Kristín, mér er mikið niðri fyrir í þessum efnum. Og takk, líka Sigurbjörg, ég á svosem ekki von á að þeir sem vilja inn í Evrópusambandið séu sammála mér, en alla vega þá reyni ég að koma með rökin sem ég trúi á.

Svörin ykkar eru áhugaverð og ég ætla að kafa aðeins betur ofan í þau og skoða líka sendan link.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.10.2008 kl. 19:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband