Obama sterkur á lokasprettinum - væntingar um betri tíð í efnahagsmálum um allan heim

Umræðan í Bandaríkjunum núna einkennist af von og væntingum, þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi vissulega komið niður á Bandaríkjamönnum, ekki síður en fólki annars staðar í heiminum - með þeirir undantekningu auðvitað að við Íslendingar þurfum auðvitað alltaf að gera allt með trukki, líka að lenda í efnahagskreppu. Honum verður tíðrætt um efnahagsmálin, og það finnst mér mjög jákvætt, og reyndar fyndið að hann hefur eftir McCain arminum að í herbúðum repúblikana vilji menn ekki tala um efnahagsmál, því það sé ávísun á tap McCain.

Ósköp væri nú gott að vera að ræða skattalækkanir lág- og millitekjufólk, en það er varla á dagskrá í bili, bara meiri álögur og skerðingar, hins vegar er verið að búast við að efnahagur heimsins njóti góðs af kjöri Obama, og svo sannarlega myndum við þiggja að taka þátt í þeim bata. Þótt það sé svolítið sorglegt að vera með í þessum hremmingum hér heima, fylgjast með og frétta af alls konar afleiðingum aðgerða villtu ríkisbubbanna og aðgerðarleysis annarra bubba, þá er samt gaman að fylgjast með því sem er (vonandi) að gerast í Bandaríkjunum innan viku tíma. Jamm, varla hægt að bíða, og ég veit að Nína systir og Anne frænka eru á fullu að vinna í Obama-baráttunni núna, gott að vita af því.

,,When I'm president" segir Obama í ræðu sinni í Ohio (held ég - nei það er Missouri) núna, það er þægilegt að heyra hann svona sigurvissan, og ég veit ekki hvað ætti að stoppa hann úr þessu.

Hér heima er VG í góðum gír í könnunum, við erum orðin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, en því miður, hjá okkur verða ekki kosningar á þriðjudag, það er synd og skömm.


mbl.is Lokaspretturinn hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

innlitskveðja ;)

Aprílrós, 31.10.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hlakka mikið til 5. nóvember 2008 þegar ég sannfærist um að Obama hafi verið kjörinn. Og svo vil ég að hann fái konu sem varaforsetaefni næst, þótt ég sé reyndar mjög hrifin af Joe Biden, þá er ég viss um að hann verður bara kátur að ljúka starfsævinni með fjögurra ára varaforsetatíð og draga sig svo í hlé og njóta lífsins og halda fyrirlestra. Svo eftir átta ár verður vonandi kosin frábær kona í Hvíta húsið, skemmtilegast væri að hún væri Native American (sem sagt af indjánaættum) en maður getur alltaf látið sig dreyma.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.10.2008 kl. 18:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband