Hörð lending - ekki fyrir mig heldur landið okkar góða
25.10.2008 | 19:02
Jú, raunveruleikinn er að hellast yfir mig með því að koma heim, á því leikur enginn vafi. En yndislegt að hitta fólkið sitt, það er eitt sem víst er, ... ,,allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er komin heim" er alveg hægt að syngja með Óðni Valdimarssyni, Bubba og síðast en ekki síst Sigurði Guðmundsson og Memphismafíunni. Sakna reyndar rosalega Nínu systur, Anne, Sóleyjar og Elfu og allra þeirra fjölskyldna. Verkefnið á næstunni: Nínu heim, hún er ekki hrædd við hremmingarnar!
En harða lendingin, fólk var bara bratt í ,,Markaðnum" áðan, en mér finnst að sá veruleiki sem ég er að heyra af sé mun alvarlegri en vefmiðlar vilja vera láta.
Bankastjóralaunin sem ekki átti að skerða og þjóðinni þóttu siðlaus verða lækkuð til samræmis við laun kvennanna sem taka við stærri bönkunum. Það er táknrænt skref í rétta átt.
Mótmæli: Kurteist ofbeldi yfirvalda, mjög góður frasi. Samfylkingin er í 99% stjórnarandstöðu, á að líða það að stjórnmálamenn í stjórnarsamstarfi sem ber fulla ábyrgð á ástandinu með aðgerðarleysi og blindu, skríði í skjól öskureiðra flokkssystkina sinna?
Seðlabankinn (tæknilega) gjaldþrota, úff. Hljómar illa.
Það hryggir mig líka að sjá hversu margir skoða ekki orsakir og afleiðingar ástandsins, annars vegar er nokkuð ljóst að við værum aldrei í þessari stöðu ef ekki hefði verið ,,bannað" að koma böndum á hömlulausa útrás bankanna í krafti EES. Hins vegar vilja menn fara enn dýpra í það fen og íhuga ESB aðild. Að vísu er þetta ekki í fyrsta sinn sem við (ekki ég, saklaus!) höfum fengið svoleiðis köst, en þetta kemur á óheppilegum tíma, við þurfum að sameinast um raunverulegar aðgerðir en ekki hál ,,haldreipi".
Hluti af vandamálinu nú er hörð lending eftir allt of mikla þenslu, gerir bara illt verra. Og samt eru einhverjir með glýgju í augunum að hugleiða enn meiri landspjöll í formi virkjana sem selja á til áhættuiðnaðarins, sem nú þegar sýnir merki um hrun, áliðnaðarins. Úff, aftur.
Sér ekki framtíðina fyrir tárum, er sagt í fréttunum núna. Sorglegt.
Samt er svo indælt að koma heim með ómetanlegar minningar (og fullt af vinnu sem ég hef komið í verk). Landið mitt var ekkert smá fallegt í dag þegar við ókum frá Keflavík til Reykjavíkur. Jamm, hvernig væri nú að fara að láta hjól atvinnulífsins snúast með framkvæmdum við lest til Keflavíkur, sem yrði arðbær framkvæmd til lengri tíma, bæði fyrir umhverfið og samfélagið.
En gaman að heyra hestasögurnar og hvernig gengur í hestamálunum sem taka þann tíma sem hann hefur aflögu.
Veruleikakast
24.10.2008 | 22:38
Boston - stutt stopp og svo heim
24.10.2008 | 15:25
Viðeigandi danstónlist seinasta kvöldið hér í Washington-fylki: Leningrad cowboys og kór Rauða hersins
23.10.2008 | 10:14
Fallegir haustdagar í Washingtonfylki, vestast í vesturheiminum
22.10.2008 | 05:47
Í dag fór Elfa með mig til La Conner, bæjarins sem hún bjó í í tíu ár, en áður vorum við aðallega búnar að vera hér í Conway norðan við Seattle. Haustið hér um slóðir er einstaklega fallegt og gaman að koma á heimaslóðir Elfu seinustu 13 árin, sem sagt hér og í La Conner. Myndirnar af Elfu og landslaginu ættu að tala sínu máli.
Elfa í ævintýraveröld, stjórnarslitin sem kannski verða og Seattle í síðsumarbúningi
20.10.2008 | 07:35
Ævintýraveröldin sem Elfa vinkona mín er búin að byggja upp hér rétt norðan við Seattle er með ólíkindum. Ég hef alltaf vitað að hún væri snjöll en satt að segja hætti ég seint að vera hissa, hér er bæði hús og listahús sem hún hefur verið önnum kafin að byggja upp.
Elfa og Tom sýndu mér Seattle í dag þegar ég kom af flugvellinum og satt að segja er borgin enn flottari en ég gerði mér grein fyrir. Ekki spillti veðrið, sól og blíða. Fórum meðal annars á bændamarkaðinn sem næstum var búið að slátra á níunda áratugnum og á söguslóðir Starbucks og Sleepless in Seattle, en síðarnefnda hverfið er satt að segja alveg ótrúlega fallegt. Myndamál í smá flækju, þar sem mér hefur ekki tekist að útvega mér hleðslutæki fyrir myndavélina mína með amerískri snúru, þrátt fyrir ítrekaða leit. En það gæti verið að við séum að finna lausn á því.
Svo var ég auðvitað spurð um ástandið heima og ég svaraði sannleikanum samkvæmt að ég vissi ekki, þegar ég fór í flugið, hvort stjórnin væri enn lifandi þegar ég lenti. Ummæli Björns Bjarnasonar og Jóns Baldvins gefa ekki mikið tilefni til þess að treysta því.
Hef það frábært og íhuga að akitera fyrir ættarmóti hér um slóðir. Þá gæti Andy spilað hér, Anne og Nína mætt á þorrablót, Elísabet systir gæti kíkt til Helgu í leiðinni og svo hefði ég Ara, Óla og Hönnu hér, mamma myndi ábyggilega heillast af listahúsinu hennar Elfu, svo eru nokkrar vinkonur sem þurfa að sjá meira ... og já, ég mun skila öllum góðum kveðjum, í orði og verki.
Erfitt að kveðja Ninu og Anne en hitti Elfu fljotlega
19.10.2008 | 16:57
Ekkert smá merkilegt barnaafmæli í dag, enn er dagur hjá mér hér í Colorado. Afmælið hans Owens frænda míns var sem sagt á mini-golfvelli í stóru moll-i hér og þar var allt sjálflýsandi. Myndirnar sem við tókum voru ekkert sérlega skýrar en ættu að gefa hugmynd um hvað var að gerast.
Fyrr í dag fórum við niður í miðbæ, eða gamla bæinn hér í Fort Collins og þar er mjög fallegt og gaman að rölta um í góða veðrinu tókum eina góða mynd þar sem fylgir hér á meðan, það var reyndar Aiden sem tók bestu myndina, en hann er bara sex og háfls árs og því ekki að myndinni en í staðinn set ég mynd af honum á skautaæfingu í morgun.
Hann er með rauða hjálminn og pabbi hans sá bláklæddi.
Komin til Fort Collins, Colorado
18.10.2008 | 05:45
Höfum það alveg frábært hjá Sóley systurdóttur minni og fjölskyldu. Anne, hin systurdóttirin í Ameríku, keyrði okkur hingað eins og hetja, langur akstur og á sunnudag fara þær í einum áfanga til baka. Smá skot úr eldhúsinu hennar Sóleyjar.
Á heimleið í kreppuna eftir níu daga krókaleiðum
16.10.2008 | 19:25
Skrýtið að vera að pakka eftir yndislega vist hér hjá Nínu systur. Veit ekki hvað ég verð mikið nálægt neti á næstunni, þótt það sé internettenging hjá Sóley frænku minni í Fort Collins og eflaust hjá Elfu vinkonu minni líka í Conway, þá verð ég kannski bara svo upptekin við annað að ég fer lítið á netið. En við sjáum til, fréttafíkillinn hættir kannski ekki alveg að skipta sér að. Í kvöld (þegar komin verður nótt hjá ykkur) leggjum við Nína systir og Anne systurdóttir mín nefnilega af stað í barnaafmæli nyrst í Colorado. Við keyrum þangað og gistum á leiðinni, ef til vill í Las Vegas í New Mexico. Verðum væntanlega komnar um hádegisbilið til Fort Collins, þar sem Owen frændi minn heldur upp á fjögurra ára afmælið sitt, en hann átti afmæli á þriðjudag. Þarna verð ég fram á sunnudag, afmælið sjálft á laugardag á mini-golfvelli, sem mér líst mjög vel á. Veðurspáin er góð (Íslendingurinn auðvitað búinn að tékka á það, auk þess sem faðir barnsins er líka veðurfrík og kunni því ágætlega við sig þegar hann kom til Íslands í hitteðfyrra eða jafnvel lengra síðan, tíminn líður hratt). Owen er sem sagt sonur Sóleyjar systurdóttur minnar, sem ég missti af í sumar þegar hún kom til Íslands, en öll fjölskyldan kom einu eða tveimur árum fyrr til Íslands og skemmti sér bara vel. Eldri bróðir Owens heitir Aiden og er byrjaður í skóla. Hann er reyndar núna í Arizona með pabba sínum, þar sem bæði Nína systir og Sóley bjuggu áður og Anne reyndar líka. Á sunnudaginn skrepp ég til Seattle en í Conway, norðan við borgina, býr Elfa Gísla, vinkona mín, og hefur byggt upp The Conway Muse, sem er fjöllistarfyrirtæki, sem ég hlakka til að skoða. Nældi mér í eina mynd þaðan af netinu, en set eflaust fleiri inn eftir ferðina þangað. Ég er sú síðasta okkar vinkvennanna fjögurra að heimsækja Elfu, en það hefur lengi staðið til svo ég stóðst ekki mátið að borga 60 dollurum meira fyrir ferðina og koma við hjá Elfu í 3-4 daga, fyrst það stóð vel á hjá henni líka. Þegar hún var heima í sumar þá nefndi ég við hana svona í gríni hvort ég ætti að kíkja við hjá henni þegar ég skryppi til Nínu systur í haust og hún hvatti mig óspart svo nú er það komið inn í skipulagið. Svo flýg ég um Boston heim og verð komin eftir rúma viku. En hér er Conway Muse, og meira um
það seinna. Eflaust muna margir eftir Elfu, en hún var ein af frumkvöðlunum hjá Stöð 2, lék Beggu frænku fyrir börnin og allmörg hlutverk á sviði og í leikhópum áður en hún fluttist til Kanada og síðar suður fyrir landamærin til Washington fylkis.
Hér er svo mynd af okkur vinkonunum fjórum frá því í afmælinu hennar Gurríar í sumar. Elfa er lengst til vinstri.