Kirkjan á horninu

Kirkjan á horninu vakti þegar í stað áhuga minn. Við vorum stödd í Richmond Hill, útborg Toronto, um vikutíma um daginn og beygðum til hægri af Yonge stræti einmitt við þessa kirkju, önnur kennileiti, svo sem Starbucks, voru einhvern veginn ekki eins mikilfengleg. En það vafðist fyrir mér hvaða kirkja þetta væri eiginlega, giskaði á rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, en samt ekki af neinni gífurlegri sannfæringu, og leitaði svo á náðir Google frænda, einu sinni sem oftar, og fann út að þetta var koptísk kirkja Maríu og Jósefs. Það fannst mér reyndar nokkuð spennandi. Í Richmond Hill er urmull af guðshúsum þeirra sem trúa á alls konar guði, sumar háreistar og afskekktar, aðrar í iðandi mannlífi aðalgötunnar, eins og þessi Koptakirkja. Vissulega vissi ég dálítið um koptísku áður en ég kynntist þessari kirkju á horninu, annað var ekki hægt þar sem ég er gamall nemandi Ólafs Hanssonar. Og svo þegar þeir sættu seinustu ofsókunum sínum eftir seinustu róstur í Egyptalandi, þá hrökk eitthvert ryk af þeirri þekkingu. En svo þegar við vinkonurnar, báðar gamlir nemendur Ólafs, vorum að spjalla saman í síma áðan, þá fórum við að ræða kristna trúarhópa í Miðausturlöndum og núna veit ég meira að segja meira en það sem Ólafur kenndi okkur um allmarga þeirra, og hvernig þeir standa nú í kjölfar átaka síðustu ára, ekki síst í Sýrlandi. Allt í einu er auðveldara að aðgreina Marónítana í Líbanon, vita meira um bakgrunn Kaldea og ýmislegt fleira, og þó er ég bara rétt að byrja að grufla í þessu öll saman. Og allt er það kirkjunni á horninu að þakka. koptakirkja


Kanada 150 ára

Svo skemmtilega vildi til að ég var stödd í Kanada í verulega skemmtilegum erindagjörðum þegar Kanadabúar héldu upp á 150 ára afmæli Kanada. Í Toronto var mikið um dýrðir þótt aðalhátíðarhöldin væru í Ottawa, þangað mætti Kalli prins, staðgengill ,,þjóðhöfðingja Kanada" spígsporaði með landstjóranum, sem sjaldan er miðpunktur athyglinnar, og hló á röngum stað með Kamillu sinni.

Toronto er stór borg en víða mátti sjá að hátíð stóð yfir, fánar og fallegar áletranir, meira að segja Walmart var með Kanada taupoka til sölu. Sums staðar voru líka blómaskreytingar en furðulegasti fögnuðurinn var í kringum risastóru, mjög svo umdeildu, gulu, uppblásnu gúmmíöndina sem sat við hafnarbakkann á Torontovatni, mitt á milli báta, skipa og ferja og flugvéla, því miðborgarflugvöllur borgarinnar er rétt utan við höfnina og við gestir hins risaháa CN-tower horfa langt niður á vélar í flugtaki og lendingu. 

Að kvöldi 1. júlí voru hátíðir víða um borgina, flugeldum skotið upp og einmitt þann dag voru enn meiri hátíðarhöld í fjölskyldunni minni, og líka skotið upp flugeldum. Daginn eftir var svolítill 18. júní bragur á bænum, eitthvað af umbúðum undan alls konar góðgæti á flugi um bryggjurnar en hreinsunardeildirnar á fullu.

Allt í einu fannst mér vanta einhverjar staðreyndir um Kanada í tilefni af afmælinu, svo ég set nokkrar inn sem mér finnst gaman að sjá, sumar þekkti ég vel, aðrar minna eða jafnvel ekki.

  • Kanada er sem sagt næst stærsta land í heimi að flatarmáli á eftir Rússlandi og einkunnarorðin frá strönd til strandar eiga vel við.
  • Þær þrjá stórborgir í Kanada sem ég hef komið til eru mjög ólíkar, svo ekki sé meira sagt, Montreal, heimaborg Leonard Cohen í Quebec, þar sem frönskumælandi Kanadafólk er í meirihluta. Hann bjó þó í enskumælandi hverfi og ólst upp í skemmtilegri götu. Vancouver er vesturstrandarborg þar sem nær þriðjungur íbúa er af asískum uppruna. Toronto er í mikilli uppbyggingu og þar er húsnæðisverð að rjúka upp úr öllu valdi, áberandi velsæld og mikil viðskipti.
  • Svo sá ég að í Kanada eru fleiri vötn en í öðrum löndum samanlagt (já, kæra Finnland) og það er sjálfsagt rétt.
  • Veit að veturnir eru býsna kaldir nema rétt á ströndunum austan og vestantil.
  • Og þarna er auðvitað flottasta útsýnið yfir Niagra fossana.
  • Og þarna er lengsta gata í heimi, 2000 km löng, mjög falleg þar sem hún fer gegnum útborgina Richmond Hill, miðbæinn þar. Þetta er Yonge Street. Hún nær frá Ontario vatni og til landamæranna við Minnesota USA.
  • Kanada er næstum jafn strjálbýlt og Ísland og Ástralía (sem eru álíka með 3 sálir á ferkílómetra) með 4 per ferkílómetra.

Og svo á ég eftir að koma til Manitoba og skoða mig um í Íslendingabyggðum, einhvern tíma. Fyrirtækið sem ég vinn hjá er með starfsstöð í Ottawa, spurning hvort það leiðir mig þangað einhvern tíma, ef það verður, þá gef ég skýrslu, var næstum komin þangað í vor en endaði í Lundi :-)

20170702_172923

IMG_1717IMG_1665IMG_1873IMG_1834


Klíp í rass

Heyrði á tal tveggja karlmanna um fertugt. Þeir voru að ræða um og fannst óskaplega fyndið að Salka Sól skyldi kvarta undan því að einhverjir karlar væru að klípa hana í rassinn. Þeir féllu nokkra kílómetra í áliti hjá mér og ég býst ekki við að tala við þá aftur. Vitur kona benti mér reyndar á að með þessu tali væru þeir annað tveggja, að reyna að epsa kvenréttindakonuna upp eða reyna að ganga í augun hvor á öðrum (ekkert endilega kynferðislega), sem sagt að spila sig stóra karla. Þar sem þeir vissu ekki af því að ég varð vitni að þessu samtali þeirra, né nokkur annar/önnur, þá ætla ég að seinni skýringin sé hárrétt.

En hvað um það. Kvartaði á ofurverndaðri Facebook-síðu sem ég hleypi aðeins völdum vinum og ættingjum á. Ekki stóð á góðum ráðum og upprifjunum. Mér var meðal annars ráðlagt að klípa í rassinn á þeim, en tilhugsunin um það olli mér alvarlegri klígju, svo ég mun ekki gera það. En einhverjum bjöllum hringdi þetta nú samt í huganum og allt í einu mundi ég hvers vegna.

Það var veturinn 1984-1985 að ég játa að ég hló eitt sinn að rassaklipi. Varð sem sagt vitni að því að valdamaður nokkur, ungur og fjallmyndarlegur, laut yfir afgreiðsluborð í húsakynnum þar sem hann var hæstráðandi. Og skúringakonan, rúmlega miðaldra, látlaus kona, gerði sér lítið fyrir og kleip hann svo hressilega í rassinn að hann spratt upp eins og gormur. Við sem í kring vorum gátum ekki haldið aftur af hlátrinum. Stikkorð: Valdastaða, aldur og kyn.


Minningar frá kvennafrídögum, ,,kvenna-konur" og villikellingar

Líklega mun 24.október 1975 aldrei líða þeim úr minni sem tóku þátt í þeim merkilega viðburði. Eins og fjöldi kvenna mætti ég á Lækjartorg og hitti þar Síví mágkonu mína neðarlega í Bankastræti. Við stóðum bergnumdar og vissum að við vorum að taka þátt í heimsviðburði. Rauða örin á myndinni bendir á litlu punktana í Bankastræti sem ég held að hljóti að vera við tvær. Síðar um daginn slóst ég í hóp með góðum skólasystrum úr MR og Hagaskóla, við fórum heim til Svövu nokkur saman, því einhverjar voru komnar með eiginmenn upp á arminn. Öll auðvitað mjög heit í kvennabaráttunni þá sem bæði fyrr og síðar. Svava líklega virkust okkar með Rauðsokkum og Kvennaframboðinu en við Sirrý og Ásta fundum okkur einnig farveg með Kvennaframboði og/eða Kvennalista síðar.

postkort_kvennafridagur

Tíu árum síðar var Kvennalistinn orðinn að veruleika og að stjórnmálaafli. Við á Vikunni tókum mjög virkan þátt í undirbúningi undir 10 ára afmælis kvennafrídagsins, bæði með virku framlagi til baráttusýningar sem var haldin í bílakjallara Seðlabankans, ef mig misminnir ekki. Á vef Kvennasögusafnsins segir um þessa sýningu: ,,Þann 24. október opnaði í seðlabankabyggingunni, sem þá var hálfköruð, mikil sýning kvenna er bar heitið Kvennasmiðja. Kjörorð hennar var: Konan - vinnan - kjörin. Sýningin var opin í vikutíma og þar gafst almenningi kostur á að kynnast atvinnuþáttöku kvenna í þjóðfélaginu. Samnefnt dagblað var gefið út og geymir það miklar upplýsingar."

Það sem mér er þó minnisstæðast er að orðrómur var um að eitt fyrirtæki með margar konur í vinnu ætlaði að halda þeim í vinnunni þennan dag með góðu eða illu. Það kom í minn hlut að hringja í trúnaðarmanninn og hún hellti yfir mig bældum kenndum um illsku okkar kvennabaráttukvenna og klykkti út með því að hún þyldi ekki ,,þessar kvenna-konur". Margt fleira var gert kringum þennan viðburð og það sem ég kom helst að var að velja ljóð eftir konur fyrr og nú fyrir dagskrá sem haldin var í Gerðubergi. Líklega ,,lenti" ég í því hlutverki vegna þess að ég hafði haldið úti útvarpsþáttum um bókmenntir í margs konar sambandi á árunum þar á undan.

Árið 2005 fórum við konurnar hjá Betware niður í bæ, galvaskar. Við vorum að drukkna í kvennaþrönginni og komumst aldrei alveg inn á Ingólfstorg, þegar ég skoða vef Kvennasögusafnsins þá sé ég hvers vegna mér fannst svona margar konur vera mættar: ,,Talið er að allt að 50.000 manns hafi verið í miðbænum meðan fundurinn stóð yfir, mestmegnis konur. Það er þriðjungur allra kvenna á landinu. Þetta er stærsti fundur Íslandssögunnar. Fundir voru einnig haldnir víða um land sem tókust með miklum ágætum." Blaðafréttir af deginum taka í svipaðan streng varðandi fjöldann. Hvers vegna skyldi einmitt þá hafa brotist fram svona mikil þörf fyrir að mótmæla misrétti? Það skyldi þó aldrei vera að það hafi verið vegna þess að góðæri útrásarvíkinganna var ekki góðæri þorra kvenna?

Það er mikið talað um hvernig veðrið var árið 2010 en ég skrifaði þetta á Facebook (svolítið væmin) þann dag: ,,Stórkostlegur kvennafrís- og verkfallsdagur í kulda og trekki, en hlýjan kom frá öllum konunum á Arnarhóli. Einmitt núna var ég svo spennt að vita hvernig mætingin yrði, en varð ekki fyrir vonbrigðum og við vorum bara allar svo vel klæddar!"

Austurvöllur var þéttskipaður í dag, eins og við var að búast, ekki þó 50.000 eins og 2005 - þrem korterum í hrun. Við, sem mættum líka 1975, ræddum okkar á milli hvers vegna enn væri þörf á þessum aðgerðum. En þær sem voru varla eða alls ekki fæddar þá voru ekkert að láta það trufla sig og einfaldlega tilbúnar að ganga í málið og klára það. Og núna heyrði ég hugtakið ,,villikelling" í fyrsta sinn í lagi hjá hljómsveitinni Evu og smell-fann mig í hlutverkinu, enda gamall villiköttur úr VG. 

kvennafri.2016


1:1 sigur á Portúgölum; 1:1 tap fyrir Ungverjum

... merkilegt hvað sömu hlutirnir geta haft mismunandi eðli.


Skömmusta og sjálfumgleði

Þótt ég eigi samleið með mótmælendum, enn einu sinni, þá er ég ekki alltaf sammála þeirri orðræðu sem á sér stað. Orðræðan og hvernig við skilgreinum okkur skiptir máli ef okkur á að þoka áfram á skárri stað. Þessi skömmusta gagnvart Evrópu og/eða Vesturlöndum, hún hefur vakið mig til umhugsunar. Mig langar til að vita af hverju hún stafar? Ef við dáumst að nágrannalöndunum af því þau fara flest betur með sjúklingana sína en við, þá er ég með. En ef það er vegna þess að við viljum vera viss um að við tilheyrum ,,elítunni“ í heimi þjóðanna, þá er ég ekki með. Ágætu vinir, gegn hverju erum við einmitt að berjast núna?

Mér líður sem sagt ekkert allt of vel með það hvernig margir hér á landi skammast sín aðallega gagnvart öðrum velsælum Vesturlöndum, núna þegar til umræðu er einmitt misskipting auðs og valda. Slík misskipting á sér ekki aðeins stað innan landa, heldur milli landa. Þótt fáeinir spilltir þjóðarleiðtogar og sá hluti auðsstéttarinnar sem sinnir eingöngu sérhagsmunagæslu komi óorði á mörg þau lönd sem við flokkum okkur EKKI með, lönd sem ekki eru hin frábæru Vesturlönd, þá finnst mér of oft gleymast hve ríka menningu, góða menntun og eftirsóknarverð gildi mörg önnur menningarsvæði en Vesturlönd eiga. Við Vesturlandabúar erum ekkert endilega til fyrirmyndar á öllum sviðum. Má ég nefna umhverfismálin? Og það er staðreynd að ýmsir verstu siðspillar Vesturlanda einbeita sér enn að því að níðast á fólki í öðrum heimshlutum. Eigum við bara að gleðjast yfir því að þeir láta okkur á meðan svolítið meira í friði, ef þeir þá gera það?

Ég veit það vel að ég má vera þakklát fyrir að búa ekki í samfélögum þar sem konur eru gersamlega valdalausar í nafni (misskilinnar eða skilinnar) trúar. Eða í landi þar sem líkurnar á því að búa við sára fátækt og skort á mannréttindum eru yfirgnæfandi meiri en að líkurnar á að tilheyra forréttindastéttinni. Og að hafa ekki búið við raunverulega, alvarlega skoðanakúgun, já ég er þakklát fyrir það líka. En ég get engan veginn talað um Rússa eða Úkraínumenn með einhverri sjálfvirkri fyrirlitningu þótt þeir sitji uppi með meiri forystuvandamál en við (er það annars ekki?). Eða dæmt fyrrum nýlenduþjóðir Evrópu fyrir að halda áfram að láta kúgara kúga sig eftir margra alda þjálfun. Finnst heldur ekki allt á Vesturlöndum frábært. Vona að það skili sér í umræðuna með tíð og tíma, við höfum alveg séð hryggileg dæmi um hvernig sjálfumgleði fer með fólk, stéttir, tímabil og heilar þjóðir og heimshluta.


Tíðindi dagsins kalla á blogg

Lagaumhverfið og skortur á vilja til að herða löggjöf um skattaskjól eru líklega það markverðasta í umfjöllun fjölmiðla – hvernig stendur á þessu?

En að öðru leyti liggur mér þetta á hjarta núna: Er ég sú eina sem er ekkert óskaplega undrandi á því að ýmsir ráðamenn þjóðarinnar skuli standa nákvæmlega fyrir það sem þeir standa? Í ljósi þeirrar staðreyndar að ýmsir þeirra tilheyra sérréttindastétt sem telur hreinlega eðlilegt að skara eld að eigin köku en þykist standa fyrir annað þegar að kosningum kemur. Og þá er ég að tala um í víðari skilningi en bara þeir einstaklingar sem eru í kastljósinu núna. Mikil misskipting auðs og valds er staðreynd, bæði á Íslandi og annars staðar og hún leiðir einmitt til þessarar stöðu. Tveir og stundum þrír flokkar hafa verið kræfastir í því að hygla forystumönnum sínum og staðið vörð um hagsmuni stóreignafólks. Fullt af öðrum flokksmönnum styðja hinar fallegri hugsjónir þessara flokka og alls ekki fulltrúar eigin hagsmunagæslu. Við þekkjum flest marga þeirra. En: Afsakið, en hvaða flokkar voru eiginlega kosnir til valda aðeins fimm árum eftir hrun? Og hver kaus þá? Vissulega gerði ég það ekki, en er samt hluti af þessu samfélagi sem ber ábyrgð á þessum mönnum. ,,Ooops we did it again“, segir í vinsælu lagi. Það hefur ekki eins mikið breyst frá því skattaskjólsmálin komu upp eins og margir vilja vera láta. Það var alltaf tilefni til tortryggni. Og ef niðurstaðan verður sú sem mig grunar, að annar af helst auðs- og valdaflokkum landsins svíki hinn í tryggðum og verði fyrir vikið refsað ,,minna“ en hinum, þá kemur það mér heldur ekki á óvart. Hefði ekki gert það ef við (það er ráðamenn Íslands og fulltrúar landsins á alþjóðavettvangi) værum ekki enn einu sinni orðin opinber á alþjóðavísu að dómgreindarleysi. Eins og Guðni Th. Jóhannesson minnti á í fréttatíma áðan, þá hefur tekið sig upp gamalgróinn hugsunarháttur: ,,Ég á þetta, ég má þetta.“

Kosningar nú í vor/sumar, samhliða forsetakosningunum, eru að mínu mati líklegasta niðurstaðan nú, ekki sú eina mögulega, heldur líkleg. Hvernig nákvæmlega það ber að veit ég ekki á þessari stundu. Það mun líklega koma í veg fyrir breytingar á heilbrigðiskerfinu sem sumar hverjar virðast stefna að því að halda áfram að rukka íslenska sjúklinga miklu meira en sjúklinga í nágrannalöndunum. Ég ætla rétt að vona að næsta ríkisstjórn muni bera gæfu til að létta þessum byrðum af sjúklingum og rétta hlut þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Afsakið aftur, en ég er ekki bjartsýn. En breytingar alla vega sá kraftur sem gefur möguleika til að gera betur – eða verr.


Hálfgerð heimþrá til Hamborgar

Eins og fram hefur komið á blogginu mínu, þá var ég við vinnu í Hamborg í átta mánuði á seinasta ári. Þar sem fjölskyldan mín var áfram heima, þá var um tímabundna ráðstöfun að ræða og þegar spennandi verkefni og starf heima fyrir kallaði kom ég aftur heim á haustdögum. En hvers vegna þá að fá heimþrá til Hamborgar? Það er fyrst og fremst lífsstíllinn þar sem ég sakna, raunverulega góðar almenningssamgöngur, mikill fjöldi góða verslana og veitingahúsa þar sem verðlag er ágætt, veðráttan býður upp á mikla útivist allt árið og borgin er einstaklega góð fyrir lengri og skemmri gönguferðir. Aldrei hálka og kurteisleg umferð.

2015-08-05_20_30_22_-_copy.jpg

Alltaf eitthvað nýtt eða gamalt að sjá, borgin er gullfalleg með síkjum og brúm. Stundum er úlpuveður og stundum stuttbuxnaveður, og síðast en ekki síst þá eru borgarbúar velviljaðir og vænir. Kaffihúsin (einkum Balzac og Elbgold) eru hvert öðru betri, enda eru Þjóðverjar mikil kaffiþjóð, og svo má alltaf finna skemmtilega tónleika eða annað við að vera, allan sólarhringinn ef sá gállinn er á manni. Aukabónus fyrir mig var vinnustaðurinn með 44 þjóðernum og þar sem við vorum velflest útlendingar, þá héldum við vel hópinn og áttum saman góðar stundir.

Allt breytist og ég er komin heim og hlakka til lengri golfdaga en gáfust á þýska sumrinu, að geta skellt golfsettinu í skottið á bílnum eftir kvöldmat og spilað og spilað. En þangað til gæti ég alveg þegið að eiga minn hamborgska lífsstíl af og til, hoppa upp í lest, strætó eða skálma af stað og skoða eitthvað gamalt eða nýtt og tylla mér svo á næsta Balzac á eftir.

2015-08-06_14_40_47.jpg

 


Hlakka til hækkandi sólar en elska skammdegið

Þessi tími árs hefur tilhneigingu til að líða hratt. Yfirleitt hef ég haft allt of mikið að gera á þessum árstíma og þetta ár jafnvel enn skæðara en önnur hvað það varðar. Trúi því varla að það séu bara 12-13 daga þar til sól fer að hækka á lofti. Eins og mér finnst skammdegið fallegt og notalegt, og elska jólasvipinn um þetta leyti árs, þá er ég eins og fleiri hagsmunaaðili um hækkandi sól. Aðalástæðan er meiri tími fyrir sólina að bræða burtu hálkuna sem starfsmenn vegagerða og bæjarfélaga hafa ekki tóm eða tæki til. Þegar ég fer á eftirlaun ætla ég að hella mér út í skammdegisnotalegheit, sem ég hef reyndar getað leyft mér undanfarna mánuði vegna vinnu, vera heima ef mér leiðist færðin, því annað er ekki til að leiðast í skammdeginu.

Og svo er það hin hliðin á málinu, eftir að ég tók upp golf, þá eru björtu sumarnæturnar miklu skemmtilegri heldur en þegar ég stundaði sveitaböllin af krafti austur í sveitum hér í eina tíð, og svo þegar maður var að koma úr reykmettuðu, háværu og skuggsælu umhverfi danssalarins á Hvoli, þá fékk maður morgunsólina í augun um miðja nótt!

Skammdegisástina réttlæti ég með íslenskum erfðum, sem svosem dugar alls ekki öllum, stutt gúggl leiddi mig á síðu Náttúrulækningafélagsins, og birti hér link á umræður sem Jóhann Axelsson tók þátt í, sá sem ég þekki helst sem þann sem rannsakað hefur skammdegisþunglyndi. Af því ég hendi þessu hér inn lítt klipptu, þá eru aðrir nefndir til sögunnar sem ég veit lítið um. Kannski á ég eftir að fylla inn í þetta, kannski ekki. Þarna er líka verið að ræða sitthvað fleira, en það er hlutur Vestur-Íslendinga sem mér finnst forvitnilegastur:

http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir

fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms. - See more at: http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir#sthash.EpGK7ZBi.dpuf

Sp.: Hafa Vestur-Íslendingar reynst öðruvísi en við, hvað skammdegisþunglyndi varðar? Það var víst gerð einhver rannsókn þar.

Jóhann Axelsson: Það sem er kannski merkilegra er, að þeir eru nú ekkert öðruvísi heldur en við. Ég veit um hvað þú ert að spyrja. Það var þannig að eftir að Jón G. Stefánsson og Andrés voru búnir að gera sína könnun fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms.

- See more at: http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir#sthash.EpGK7ZBi.dpuf

Sp.: Hafa Vestur-Íslendingar reynst öðruvísi en við, hvað skammdegisþunglyndi varðar? Það var víst gerð einhver rannsókn þar.

Jóhann Axelsson: Það sem er kannski merkilegra er, að þeir eru nú ekkert öðruvísi heldur en við. Ég veit um hvað þú ert að spyrja. Það var þannig að eftir að Jón G. Stefánsson og Andrés voru búnir að gera sína könnun fyrstu könnunina í heiminum á algengi skammdegisþunglyndis hjá heilli þjóð og fengu, andstætt öllu því sem búist hafði verið við, að algengi skammdegisþunglyndis á Íslandi er aðeins 11%, en samkvæmt legu landsins á hnettinum hefði algengið átt að vera í kringum 30% eða meira. Rétt fyrir norðan New York, í New Hampshire, var algengið orðið 21%.
Þannig að breiddargráðukenningin þ.e. að algengi skammdegisþunglyndis ykist með fjarlægð frá miðbaug og minnkandi birtuframboði kolféll í þeirra tilraun. Þeir settu fram þá tilgátu að trúlega hefði orðið náttúruval á Íslandi; þeir sem lögðust í víl og doða á haustin og rönkuðu ekki við sér fyrr en á vorin hefðu átt erfiðara með að koma genum sínum í gegn heldur en heilbrigðir. Að vísu er þetta skammur tími, þúsund ár, en við ræddum þetta og komumst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu flutt þetta með sér vestur um haf, en fimmtungur þjóðarinnar fluttist til Vesturheims upp úr 1870. Við fórum því með rannsóknina þangað og rannsökuðum Vestur-Íslendinga sem búa á 50. breiddargráðu og fundum það út að þeir höfðu svipaða tíðni skammdegisþunglyndis og Bandaríkjamenn búsettir í Flórída, nánar tiltekið í Sarasota, en ekki þeir sem búsettir voru á sömu breiddargráðunni! Tilgáta Jóns og Andrésar hafði þá fengið stuðning. Síðan fórum við til Winnipeg og rannsökuðum fólk af alíslenskum ættum, afkomendur landnemanna, og þar reyndist algengi sjúkdómsins hið sama og hjá fólki hér í Reykjavík. Til samanburðar var fólk í sömu borg, af sama kyni og á sama aldri rannsakað, og í ljós kom að ef það var ekki Íslendingar voru líkurnar á að það fengi skammdegisþunglyndi 3,3 sinnum meiri. Þetta tekur af öll tvímæli um að það sé sterkur erfðaþáttur í tjáningu þessa sjúkdóms.

- See more at: http://www.nlfi.is/skammdegisthunglyndi-umraedur-og-fyrirspurnir#sthash.EpGK7ZBi.dpuf

Heillandi hafnarborgir (mis)langt inni í landi

Eflaust er það tilviljun, en nokkrar af þeim borgum sem hafa heillað mig mest eru hafnarborgir sem ekki eru úti við strönd. Þær eru vissulega mislangt inni í landi. Það var þó ekki fyrr en ég kom til Sevilla á Spáni fyrr í vetur, að ég áttaði mig á því hvað margar af uppáhaldsborgunum mínum eiga sameiginlegt. Sevilla er 80 km inni í landi en með skipgengri á og því skilgreind sem mikilvæg hafnarborg, ekki bara á tíma landafundanna, heldur einnig síðar á tímum. Áður en ég kynntist Hamborg jafn vel og ég gerði þegar ég bjó þar lungann úr þessu ári, hélt ég alltaf að hún lægi að sjó, en nú hef ég áttað mig á því að það er áin Saxelfur sem hefur skapað henni þá stöðu sem hún hefur, sem langstærsta höfn Þýsklands. Sannkölluð Hafnarborg. Málin fara að flækjast þegar Montreal, heimaborg sonar míns í tvö ár, langt inni í landi, er skoðuð, en hún er sögð næststærsta höfn Kanada. Mín heittelskaða London er einnig næststærsta höfn á Englandi, en var einu sinni umsvifamesta höfn í heimi, og einnig hún stendur við á en ekki sjó, hina góðkunnu Thames.

Allar þessar borgir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og best að fylgja þessu eftir með myndum frá þeim öllum, af þeim ber Hamborg óneitanlega mestan hafnarborgarbraginn og gaman að týna sér í fegurðinni á hafnarsvæðinu.2013-10-05_17_34_29.jpg

20151107_123859.jpg

2015-05-16_11_47_08.jpg

20150714_133836.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband