Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Heimkomur

Heimkoma Paul Rames í nótt er mikið fagnaðarefni og vonandi verður framhald málsins jafn ánægjulegt. Vona að það vefjist ekki fyrir neinum að hér á þessi ágæta fjölskylda heima.

Á morgun verður annarri heimkomu fagnað þegar landsliðið kemur heim með sigursilfrið sitt. Smáþjóðarhjartað í mér gleðst einlæglega.

Enn eitt ,,heimkomu"-dæmi er oftarlega í huganum núna. Mér, eins og fleirum, finnst að Bandaríkjamenn hafi verið heillum horfnir undir Bush-stjórninni. Eina leiðin til nýrrar ,,heimkomu" sé að kjósa Obama í nóvember sem forseta Bandaríkjanna. Nú er hvatt til einingar en mjótt er á mununum í könnunum og það er auðvitað svolítið kvíðvænlegt, en ég held þó að þetta fari allt vel að lokum.

 


Síðsumarpestin, veðrið og lýsi eftir þriðju ljóðlínunni, takk!

Mér heyrist á vinum og ættingjum að önnur hver manneskja sem með þessa hálfvolgu haustpest, sem ég leyfi mér að kalla síðsumarpest, vegna þess að ég er ekki aldeilis tilbúin í haustið strax. Veðrið er hins vegar aðeins að daðra við hlýtt haust, en það er fullkomlega ótímabært. Mér finnst eiginlega að þessi blessuð pest, sem stoppar mig svo sem ekki af í mörgu, þótt ég hafi guggnað á einu afmæli á laugardaginn, sé eins og vísan góða um veðrið sem mér finnst alltaf skemmtileg (vísan, ekki veðrið). En nú sé ég reyndar að ég er búin að gleyma þriðju ljóðlínunni en treysti á ykkur bloggsamherjar að bjarga mér um hana og fylla inn í punktalínurnar:

Veðrið er hvorki vont né gott

ekki kalt og ekki heitt

.... (né heldur) ....

það er svo sem ekki neitt.

 

Smá viðbót, Sæa, tengdamamma mín hringdi inn hvernig hana minnir að vísan sé:

Veðrið er hvorki vont né gott

ekki kalt og ekki heitt

það er hvorki þurrt né vott,

það er svo sem ekki neitt.

 

Mér líst ágætlega á þessa tillögu og býð alla vega ekki betur í bili.

Í athugasemdakerfinu kom smá bragarbót á upprunalegu línurnar sem ég setti fram en með þriðju línunni eins og Sæa lagði til. Þessi breyting er ágætlega rökstudd og er frá Hlyni. Hér er sú útgáfa og nánari útlistun í athugasemdakerfinu:

Veðrið er hvorki vont né gott,

varla kalt og ekki heitt.

Það er hvorki þurrt né vott,

það er svo sem ekki neitt.


Skínandi silfur og það sem best er: Strákarnir okkar farnir að brosa aftur! Til hamingju öll!

Við vissum alltaf að þessi leikur yrði erfiður og hann varð það. Eina sem mögulega hefði getað skyggt á daginn var ef við hefðum ekki fengið að sjá strákana okkar brosa í dag. En brosið kom á verðlaunaathendingunni og líklega er að renna upp fyrir þeim hvaða afrek þeir hafa unnið. Glæsilegur árangur og ekkert annað um það að segja. Ekkert skrýtið að þessi árangur veki heimsathygli og ánægjulegt að það sem mesta athygli vekur sé hugarfarið og liðsheildin.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menning og þýðingarvilla, ættingjar og pest

Lítið fer fyrir menningu hér á bæ á þessari menningarnótt (sem er reyndar þýðingarvilla úr skandinavísku, efitr því sem ég best veit og byrjaði rosalega vel á því að allt var opið og skemmtilegt fram til fjögur eða fimm að morgni, eða þar til einhver áttaði sig á því að kulturnat er menningarKVÖLD).

flugeldarÉg er sem sagt lögst í pestina sem ég hélt að ég hefði sofið úr mér í gær. Það var smá misskilningur. Í dag var ég þó svo brött að ég skrapp á ættarmót í ausandi rigningu á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit býst ég við. Sem betur fór höfðum við aðstöðu inni, því mæting var rosalega góð. En þegar leið að afmæli sem við Ari ætluðum í var ég orðin æði framlág og ákvað að dreifa eymd minni ekkert frekar heldur kúra og reyna enn að koma þessari ,,bíp" pest af mér.

En ég ætla, eins og allir aðrir á Íslandi, að vakna í fyrramálið.


SIGUR!

Þetta er ótrúlegt, ótrúlegur sigur sem er að verða að raunveruleika!
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held að þetta gæti jafnvel tekist, handbooooooooooooooooooooooooolti!

Úff, spenna, spenna, spenna. 33:26 og innan við 7 mínútur til leiksloka!!!! 7 marka munur. Spánverjar einum færri. Svei mér þá, jafnvel Murphy gæti varla fundið vondan flöt á þessu. En leikurinn er ekki búinn!!!

Hvert verður varaforsetaefni Obama?

Með taugarnar þandar (vegna handboltalýsingarinnar í útvarpinu) fletti ég í fréttunum á netinu og finnst það hafa farið furðulágt að Obama ætlar að kynna varaforsetaefnið sitt í dag. Ég hef ekki dregið dul á að mér finnst lang stefkasta teymið vera Hillary og Obama, en við væru líklega búin að frétta það ef hún væri líklegt varaforsetaefni núna, vonandi verður þetta engu að síður sigurstrangleg blanda, sem kynnt verður í dag.

Handboooooooooooooooooooooolti - óbærilegur léttleiki tilverunnar - Harmónikkuleikur!!!!

Gott að hlusta á leikinn, ég hef ekki eirð í mér til þess að horfa á hann í sjónvarpinu, en Hanna mín fór í Álfabakkann og eins og gangur leiksins hefur verið þá er það enn sem komið er hárrétt ákvörðun hjá henni. Ligg í vægustu tegund af pest heima (sem vonandi nær sér ekki á strik) en verkefnin potast áfram, þrátt fyrir óbærilegan léttleika tilverunnar.

Góð líking í útvarpslýsingunni: Harmónikkuleikur


Mikilvægt skref

Þessi ákvörðun er mikilvægt skref í þessu merkilega máli. Vonandi að þetta leiði til góðrar og réttlátrar niðurstöðu. Það leikur lítill vafi á því að þetta mál hefur náð að snerta strengi réttlætiskenndar hér á landi og við fylgjumst grannt með framvindunni. Leyfi mér að vera vongóð.
mbl.is Mál Ramses tekið fyrir á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipt um hraða

Dagurinn í dag var mjög bitastæður fyrir mig í sagnfræðiverkefnum, einn af þessum dögum þegar ég gat sagt, Vá, þetta er einmitt það sem mig langaði að bæta við í söguna mína. Byrjaði daginn (svona nokkurn veginn) í logni og blíðu, þótt ekki væri sól, í Borgarfirðinum (smá viðkoma í pottinum) og fór svo niður á Skaga. Sem sagt bara gott. Ekki eins mikil keyrsla á þessum degi og gærdeginum en enn í mörg horn að líta, eins og gengur í tilverunni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband