Eru tímar ,,hinnar hagsýnu húsmóður" runnir upp

Björgvin Sigurðsson sagði á fréttamannafundinum efnislega að fyrr eða síðar yrðu þeir dregnir til ábyrgðar sem ástæða væri til. Geir sagði að ef svo vildi til að óeðlilegar peningatilfærslur ættu sér stað þá yrði tekið á því. Þetta er góður tónn. Ekki skal ég verja örvæntingarhjalið í hinum fylgis-rúna Gordon Brown sem er að leita að eigin Falklandseyjastríði, en rétt skal vera rétt. Endurskipulagning bankanna er í gangi og búið að ráða tvær konur í bankastjórastöður, Landsbanka, og er marka má fréttir einnig Glitni. Það skyldi þó aldrei vera að stefna ,,hinnar hagsýnu húsmóður" sem eitt sinn var talsvert í umræðunni, muni nú fá að ráða ferðinni eftir rússíbanareiðina í fjármálafyrirtækjum okkar? Vissulega er ekki nema hluti vandans vegna ákvarðana okkar fólks, við höfum ekki stýrt þróun á alþjóðlegum mörkuðum og hún hefur verið erfið líka, en kreppan leggst þrungt á Ísland vegna þessara miklu umsvifa okkar bankakerfis, sem í krafti EES gat orðið svona stórt og varnarlaust.
mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt. " Í krafti EES". - Án EES værum við enn á gelgjuskeiði. Gott að vera vitur eftirá, en, það hefur aldrei gengið að senda 22 "fótboltaspilara" út á völlinn, án dómara og línuvarða ! Því fór sem fór.

Kalli Sveinss 10.10.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þó fyrr hefði verið.. annars er ég samála Kalla Sveins að það þýðir lítið að spila bolta án dómara og línuvarða. enda held ég að við höfum farið flatt á glæframennsku bæði hér heima og erlendis, skuldir heimilanna í dag er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Enda eru börnin okkar alinn upp í því að alltaf sé nóg til og meira en það.

Helga Auðunsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:17

3 identicon

Hmmm Voru þeir þá rangstæðir allan tímann

Guðrún Jónína Magnúsdóttir 11.10.2008 kl. 00:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband