19. júní til hamingju allar konur, til hamingju með afmælið, mamma, til hamingju með prófið Hanna og frábær ferð til Hortobágy og Rúmeníu, það síðastnefnda eftir hálf fjögur í dag

Mikill hátíðisdagur. Sól og blíða. Fór að heiman um ellefu leytið í morgun, eftir að hafa vaknaði snemma í morgunsólina á svölunum. Hitti Hönnu niðri í bæ og við fórum og sóttum bíl á bílaleigu, sem við ætlum að nota til að koma okkur til Budapest í flug og rúnta um þangað til. En fyrst skyldi bíða eftir einkunnunum hennar Hönnu í einu erfiðasta prófinu hennar og því seinasta sem hún tekur í þessari törn. Einkunnir áttu að koma um tvö-leytið (hér er einkunnum sko skila samdægurs, hvað sem tautar og raular), en það dregst yfirleitt. Prófið gekk vel, þannig að einn erfiðasti áfanginn er að baki núna.

Þannig að um hálf fjögur-leytið lögðum við í'ann, fórum fyrst til Hortobagy, sem er lítið þorp hér rétt hjá með landsfrægum markaði, þangað sem fólk kemur alla leið frá Budapest, sem er í þriggja tíma fjarlægð. Hann stóð svo sannarlega undir væntingum og þarna er besta gúllassúpan á svæðinu, spilað fallega á fiðlu, kontrabassa og eitthvert ásláttarhljóðfæri undir. Reyni að henda inn smá videóskoti, ef það hefur heppnast, svo og myndum. Svo var farið til baka hingað til Debrecen og í smá bíltúr (eftir hálfsex) til Rúmeníu, hún er hér innan seilingar. Tókum smá hring inn í landið, stoppuðum svo sem ekkert að þessu sinni, heldur tók ég myndir í gríð og erg út um gluggann, sumar eflaust frekar lélegar. Náði engri af flísalögðu húsunum, sem eru samt mjög flott, það var farið að skyggja of mikið þegar við renndum í gegnum þau þorp og ekki mikið af þessum húsum, en þau eru flott.

Núna á eftir ætlum við að hringja úr tölvusímanum hennar Hönnu (enn betra system en Skype) í mömmu og óska henni til hamingju með afmælið. Hún er svo góð að eiga afmæli á kvenréttindadaginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn, Hönnu og mömmu þína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk sömuleiðis!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.6.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Til hamingju með daginn, Anna, og kvensurnar þínar tvær

Njóttu lífsins í Ungverjalandi!! Og Hógóbogo.....

Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 22:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband