Friður helst ekki með valdi. Aðeins er hægt að öðlast hann með skilningi.

Sit löngum stundum hér í lærdómsherberginu hennar Hönnu hér í Debrecen undir flottu plakati af Albert Einstein og á því stendur: ,,Peace cannot be kept by force. It can only be achieved by understanding." Þetta plakat fylgdi íbúðinni og fer henni vel. Ég horfi sem sagt á þessi spöku orð á hverjum degi og skil ekkert í því hvers vegna það eru ekki allir sammála þessu.

Fyrri myndin er frá því að Hanna fluttist í þessa íbúð fyrir næstum tveimur árum og sú seinni sýnir hversu þétt setinn bekkurinn er stundum, lappar í röðum og alls konar nytjahlutir sem tilheyra tæknivæddri tilveru íslensks námsmanns í útlöndum með nördinn móður sína í heimsókn.

Og aftur í daglega lífið: Við fórum á indælan veitingastað í kvöld, til að halda upp á útskriftina mína, og ég fékk meira að segja forláta Parker penna í útskriftargjöf frá fjölskyldunni minni, ég elska góða penna. Staðurinn sem við fórum á heitir Wasabi og þar kom ég fyrst í haust og varð heilluð. Varúð, farið svöng á þennan stað. Meðfram borðunum liðast ýmsir réttir á teinum og eru hver öðrum flottari. Svo er bara að fá sér. Japanskur stíll á innréttingum en sambland af ýmsum asískum línum í matargerð. Við fórum á meiri gourmet stað um daginn en þessi stendur fyrir sínu. Hér er ódýrt að fara út að borða en við gerum ekki mikið af því núna vegna náms og starfa.

Lærdómsherbergið og gestaherbergið

CIMG2457


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég óska þér til hamingju með áfangann, líklega lokaáfangann í þínni skólagöngu, eða hvað??

Alls ekki amalegt að eyða deginum í Búdapest. Hafðu það virkilega gott!!!

Lilja G. Bolladóttir, 15.6.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst mjög gott að vinna undir þessum orðum Einsteins og já, Lilja, ég held að þessi áfangi sé lokaáfanginn á minni skólagöngu, en til öryggis lofaði ég dóttur minni að fara ekki aftur í skóla fyrr en efti sextugt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.6.2008 kl. 08:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband