Hungur í heiminum - American Idol og rifjaðar upp gamlar hugsjónir

Það er einn kostur við American Idol, það er hægt að gera heilmargt á meðan. Og svo hverf ég ekki frá því að þarna innan um er mikið af hæfileikafólki, svo mjög að ef frá eru taldir David-arnir tveir og Carly (þetta seinasta er ég stundum svolítið ein um) þá getur hver sem er farið heim hvernær sem er. Í kvöld var ekkert Vá! í gangi meðal keppenda en Jason Castro var með skemmtilega útgáfu af Somwhere Over the Rainbow, en hana var ég reyndar búin að sjá á netinu.

En aðaltónleikar kvöldsins voru eflaust Idol gives back. Mér finnst hvaða aðferð sem er eiga rétt á sér í svona tilvikum, og þarna safnast fullt af peningum til góðra málefna. Auðvitað er það skömm að yfir höfuð skuli ekki vera búið að leysa þessi vandamál, sem mörg eru auðleyst, það var einmitt rifjað upp í útvarpi í dag að fyrir svona 40 árum var maður að rölta um og safna fyrir Herferð gegn hungri og hélt að það yrði seinasta stóra söfnunin, það var svo sannarlega ætlunin að leysa málið þá. Tveimur eða þremur árum seinna vorum við enn með talsverð vonbrigði í sálinni á hungurvöku í Casa Nova í Menntó, enn vegna sama málefnis. Við vitum hvernig hefur gengið - ekki nógu vel - en það merkir ekki að leggja eigi árar í bát. Þetta kveikti alla vega heitar umræður á heimilinu, um stefnu okkar Íslendinga í þróunarmálum (friðargæsla í Afganistan, er það brýnasta verkefnið?) og hvernig lítils háttar stuðningur og breytingar geta skipt sköpum í Afríku. Og skotin frá Ameríku voru líka sláandi, einkum ofbeldið og þau verkefni sem eru í gangi til að finna leið úr þeim vítahring. 

Í fréttum í dag hefur lika mikið verið fjallað um yfirvofandi matvælaskort vegna nýrrar hættu, of dýrra matvæla fyrir fátækustu þjóðirnar og þjóðfélagshópana. Nokkuð langt er síðan farið var að benda á hættuna af því að eldsneytisframleiðendur færu að yfirbjóða matvælakaupmenn til að búa til ,,lífrænt" eldsneyti úr korni. Það er ekki aukandi á vandann og tími til kominn að taka upplýstar ákvarðanir áður en það er of seint. Vonandi verður umræðan nógu fljótt nógu heit til að snúa blaðinu við meðan enn er tími til. Alla vega tel ég að fjölmiðlar séu að standa sig í stykkinu og rétt að geta þess, svo oft sem ég er að naggast í þeim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég re forfallinn Idolaðdáandi og verð að viðurkenna það að mánudagskvöldin eru frátekin í þetta maraþongláp. 

Ég sat og skældi yfir öllum myndunum frá Afríku og ekki var ástandið betra í Ameríku sjálfri.

Auðvitað á fyrir löngu að vera búið að leysa þessi mál en þetta framtak hjá Idol er frábært og vermir mitt gamla kommahjarta.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 08:06

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er hið versta mál með matvælaskotin í heiminum, er hrædd um að það verði farið til baka með svo margt gott sem hefur verið gerst undanfarin ár með lífrænt ræktun og dýravernd.

en hugsa það besta.

BlessiÞig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Það er ekki hægt að kenna Vestrænum þjóðum endalaust um ástandið í . Þessar Afríku þjóðir eru marar með svo rotið stjórnarkerfi og eiginhagsmuna leiðtoga. Vestrænar þjóðir hafa verið að senda læknis þjónustu, matvæli og önnur hjálpar gögn til ýmissa Afríkuríkja í marga ára tugi. 'Eg er hrædd um að það breytist ekkert fyrr en það verður gerð bylting, konur fari að setja fótinn niður. Eins og þú veist er Stefán Hákon nýkomin frá Kenía og Tansaníu. Hann sá 12 ára gamlar stúlkur ala börn. Þar sem þær eru svo ungar og búkurinn svo lítill hætta margar hverjar að borða síðustu 12 vikurnar og nærast  einungis á vökva til þess að barnið stækki ekki of mikið og þær geti komið barninu frá sér. Aids er á allra manna vörum. Það þarf að breyta hugsunarhættinum hjá þessum mönnum. Nauðganir eru daglegt brauð hjá þessum þjóðum og réttur konunnar engin. Þegar ég síðast heyrði hafði safnast yfir 60 milljón dollarar í gegnum American Idol Gives Back sem mér finnst frábært.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 15.4.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Linda litla

Matvælaskortur og svo hungursneið, þetta er hræðilegt og það er ekki annað hægt en að gráta yfir þessu lífi hjá aumingja fólkinu. Hungursneið er alveg hræðileg, að sjá fréttir af svona löguðu... ég fæ gæsabólur.

Linda litla, 15.4.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eins og alltaf þá eru lausnirnar ekki einfaldar, það þarf bæði átak af hálfu Vesturlanda og eins að beina þróunarhjálp í að mennta og styrkja fólk til að breyta því sem breyta þarf í þeim samfélögum sem búa við spillingu. Menntun stúlkna er mjög öflug leið eins og oft hefur verið sýnt fram á. Mér fannst margt í innslögunum í Idol gives back mjög fróðlegt og sýna vel það ástand sem verið er að berjast gegn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.4.2008 kl. 01:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband