Múðralúsík

Ekki láta heitið á pistlinum rugla ykkur. Ég held að þetta heiti sé ættað frá móðurafa mínum, sem ég man ekkert eftir, en heyri oft af. Datt þetta bara í hug af því helgin fram til þessa hefur verið svolítið rugluð, en ósköp góð samt. Slatti af misskilningi og uppákomum, sú besta þegar sími eins heimilismeðlims fékk að fljóta með uppi á húddinu á bílnum mínum og út í Skátakot, yfir 5 hraðahindranir. En bóndinn kom heim með enn einn verðlaunapeninginn úr Bakkareið hér á nesinu, hörð samkeppni, þannig að hann var sáttur við sætið, þótt hann hafi stundum farið ofar.

En sem sagt, svo fór ég á lúðrasveitartónleika að hlusta á systursyni mína tvo, sem búa á næsta nesi til hægri (eða vinstri, eftir því hvernig maður snýr). Þeir eru hvor í sinni sveitinni, Sveinn Rúnar yngri og í þeirri með yngri börnunum, en Kjartan í eldri barna/unglinga-lúðrasveitinni, sem ég hef heyrt í áður og er alltaf að verða betri og betri. Heyrði þar meðal annars í fyrsta sinn lag eftir Tómas R. sem heitir eftir ágætum kokteil, Dakiri og nú er ég alveg ákveðin í að leita að þessu lagi á netlendum, vona að það hafi verið hljóðritað. Krakkarnir spiluðu það líka flott. Reyni svo að finna tíma til að skutla inn myndum og kannski tón- og myndbroti á morgun, þó ekki væri nema fyrir Magga frænda ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband