Vor í lofti og er þjóðin tilbúin í smá bjartsýniskast (eða ekki)?

FAllegir vordagar og bjartsýnismælirinn í Hafnarfirði sýndi 9 gráðu hita í gær meðan sá raunsæi í bílnum hélt sig við 4 gráðurnar. Eins virðist örla á bjartsýni innan um svartsýnishjalið, auglýsendur auglýsa lækkun vöruverðs vegna styrkingar krónunnar meðan Seðlabankinn spáir hruni  fasteignaverðs og talsmaður SA spáir hruni trúverðugleika Seðlabankans, eða er hann bara að óska þess svo han sjái þær breytingar sem hann vill fá? Rétt eins og vorið með fallegu gluggaveðri og kulda í bland, þá eru teiknin á lofti efnahagsvorsins misvísandi. Ég á eftir að taka sérstaka rispu á þeirri undarlegu umræðu sem hefur verið um ESB-aðild og evrumál, þar sem Eiríkur Bergmann hefur tekið saman skýrslu um ágæti aðildar að ESB og/eða upptöku evrunnar á buddu almennings. Hverjar eru fréttirnar, Eiríkur Bergmann að útmála kostina við að ganga inn í Evrópusambandið? Það væri fréttnæmt ef hann teldir einhverja annmarka á slíku, ÞAÐ væri frétt. En ég þarf að fara í gegnum alla fyrirvarana sem hann setti í frétt annarrar hvorrar sjónvarpsstöðvarinnar á fimmtudagskvöld til að segja ykkur nánar frá því. Nóg í bili, úti skín sólin og veðrið í stofunni minni er að gefa einhver fyrirheit um góðan dag, jafnvel gott vor.

Slæðingur af ljóðabókum hefur verið á stofuborðinu okkar að undanförnu, meðal annars borgarskáldið Tómas. Það er hann sem yrkir:

Í nótt hefur vorið verið á ferli

og vorið það er ekki af baki dottið

því áður en fólk kom á fætur í morgun

var fyrsta grasið úr jörðunni sprottið

Reyndar sé ég aðallega fagurfjólubláa krókusa stinga sér upp úr moldinni þessa dagana en ekki mörg strá. Það er svo alveg óþarfi af Tómasi að  enda ljóðið eins og hann gerir, en þetta er bara svo fyndin vísa að hún fær að fljóta með, og sumir vilja nú reyndar halda því fram að við séum á þessu stigi núna, eftir þenslufyllerí undanfarinna ára:

En sumir halda að hausti aftur

þá hætta víst telpur og grös að spretta

og mennirnir verða vondir að nýju

því víxlarnir falla og blöðin detta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir fallegan pistil

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Linda litla

Elska ljóð, Tómas Guðmundsson er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Linda litla, 12.4.2008 kl. 18:04

3 identicon

Heldurðu að þú sért ekki að misskilja?: Eiríkur Bergmann að mæra ESB??? Maður trúir nú ekki hverju sem er!!!  

Helga 12.4.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Hundshausinn

Sæl,
ætti að vera svona:
"Í nótt hefur vorið verið FERLIR
og vorið það er ekki af baki dottið
því áður en fólk kom á fætur í morgun
var fyrsta grasið úr jörðunni sprottið."

Sjá meira HÉR.

Hundshausinn, 12.4.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha, osa, Ferlir síðan sem þú vísar á er alla vega nógu áhugaverð, en upprunalega útgáfan fær að standa. Takk allar. Og já, þetta með hann Eirík, undur og stórmerki, ég þarf að gefa mér tíma til að fara aðeins í gegnum þetta allt, þarf bara að finna tímann.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.4.2008 kl. 01:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband