Vaknaði við alhvíta jörð og ESB áróður, enn einu sinni ...

Ég hélt það væri komið fram í miðjan apríl. Það þýðir ekkert að tala um páskahret, páskarnir voru snemma í ár, mjög snemma. En alla vega þá kann ég ekki allskostar að meta þessi frjálsu framlög úr loftinu. Undanfarna daga hefur verið þetta fína gluggaveður og ,,gula fíflið", eins og gamall vinnufélagi minn kallaði sólina svo óvirðulega, verið duglegt við að láta sjá sig. Ekki var betra að hlusta á Silfur Egils, sem í þetta sinn var reyndar Pjátur Egils. Hann er nefnilega farinn að safna æði mörgum Evrópusambandssinnum saman í þættina sína (sumum reyndar undir því yfirskyni að þeir vilji ,,bara" taka upp evru, sem þeir vita mæta vel að merkir Evrópusambandsaðild). Eins og Egill er nú mætur þáttastjórnandi, svona yfirleitt (Kiljan er betri en blikkið), og bráðskemmtilegur oft að auki, þá finnst mér þetta óþarfa tilraun til heilaþvottar. Hann hefur reyndar aldrei haldið því fram að hann vilji vera fullkomlega óvilhallur, þannig að hann er svo sem ekki einu sinni að sigla undir föslku flaggi, bara frekar leiðinlegu flaggi að mínu mati.

En nú hlýtur vorið að fara að koma og lýsa inn í hræddar sálir samlanda okkar. Hér er veðurspáin í næstu viku alla vega og vedurvonandi að þetta skánandi tíðarfar nái til kjarks, skynsemi og ábyrgðartilfinningar okkar sem ættum að geta að rekið hér besta samfélag allra samfélaga, með aðeins færri ál-plástralausnum með tilheyrandi efnahagssveiflum, aðeins meiri hollustu gagnvart umhverfinu og mörgum smáum lausnum í atvinnumálum, þar sem hugvitið, sem oft er mært á tyllidögum, fengi að njóta sín. Held að fólk skilji ekki alveg eða vilji taka ábyrgð á þeim breytingum sem við höfum sjálf í hendi okkar, stjórn efnahagsmála. Það er aldrei nauðsynlegra en í alþjóðlegri viðskiptakreppu að hafa góða stjórn á eigin efnahagsmálum. Nú stefnir í tvö ný álver, þenslu, (mjög líklega verður lítið búið að lærast um óheilbrigði eyðslufyllerísins) og enn eina niðursveiflu í kjölfarið þegar allir verða búnir að gleyma þessari. Hvar er skynsemin og bjartsýnin eiginlega núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég tala líka alltaf um "gula fíflið". Ég er einmitt mjög ánægð með hana þessa dagana, gula fíflið er einmitt búið að birtast ansi oft. Þess vegna held ég alltaf að vorið sé komið.... en þá fer alltaf að snjóa

Linda litla, 13.4.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Meira að segja Eiríkur Bergmann telur ekki neitt gulltryggt að verðlag muni lækka hér á landi ef við gengjum í Evrópusambandið og ég er sannfærð um að aðild yrði meira íþyngjandi fyrir almenning en til hagsbóta. Atvinnuleysið á evrusvæðinu er ekker til að gera grín að, svo eitt dæmi sé nefnt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.4.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Hundshausinn

Páskarnir voru óvenjusnemma í ár - og því mátti búast við snjókomu. Sumardagurinn er heldur ekki fyrr en eftir tæpar tvær vikur. Samt mun sumarið í ár koma þann 17. apríl, viku fyrr en vonir standa til.
Álvers- og umhverfismarkmið ríkisstjórnarinnar runnu niður í álvaskinn við ákvörðun umhverfisráðherra v/Helguvík sem og þegjandahátt formannsins. Fjölmargir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum....

Hundshausinn, 13.4.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

osa, rosalega líst mér vel á að fá sumarið 17. apríl, ég stend með þér í því máli.

Benedikt, spurðu þá atvinnulausu hverjir tapa. Þetta á að vera samfélag okkar allra.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.4.2008 kl. 00:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband