Hvenær er aðgerðaleysi hættulegt?

Hef verið hugsandi og reið eftir umfjöllun Kompáss í gærkvöldi um aðgerðaleysi stjórnvalda vegna kynferðisbrota gagnvart ungum börnum. Hvet ykkur sem ekki sáuð þáttinn til að skoða hann á netinu á meðan hann er enn aðgengilegur (hér). Fyrir liðlega 15 árum bar ég fram fyrirspurn á Alþingi um afdrif kynferðisbrotamála gagnvart börnum í réttarkerfinu okkar og það voru sorglegar tölur, eftir umfjöllun Kompáss sé ég að ástandið hefur ekki skánað, jafnvel versnað. Aðgerðarleysi yfirvalda í þessum efnum er hættulegt, það er ekki nóg að ,,vona" að menn hætti þessu, svo vitnað sé í makalaus ummæli embættismanns í þættinum í gær. Í rauninni er verið að stefna fjölmörgum fleiri börnum í hættu með þessum aumingjaskap.

Í gær var haldinn skrýtinn blaðamannafundur. Efnislega má segja að efni hans væri það að stjórnvöld hygðust ekkert gera til að bæta eldfimt ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. Skyldu það ekki hafa verið að hluta til viðbrögð hins ofurfrjálsa og hamingjusama markaðar við þessum ummælum sem komu fram í sveiflunum á markaði í dag? Ég geri ekki lítið úr því að orsakir þeirra tíðinda sem eru á mörkuðum (gjaldeyris og hlutabréfa) eru margslungnar, bæði innlendar, erlendar, pólitískar og efnahagslegar. En það er ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn eins og mér sýnist stjórnvöld reiðubúin að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska hafðu það gott

Brynja skordal, 20.3.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er áhyggjuefni, þe status á kynferðisafbrotamálunum.  Ekki ný saga.

Knús og páskakveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Strútsháttur æðstu manna Íslands verður líklegast skráður sem mesti skrípaleikur Íslandssögunar!  Vegna hversu gráðugir Íslendingar eru í heimsmet í öllum mögulegum málum, þá er Ríkisstjórnin okkar svo sannarlega búin að slá heimsmet í keimsku og réttarkerfið okkar líka...til  skaða  fyrir megnið af þjóðinni. En þeim er nákvæmlega alveg sama. Svo verða þeir kosnir aftur af fólki á sama gáfna stigi og þeir eru sjálfir...ef það er einhversstaðar til námskeið þar sem maður getur "af-íslenskast", láttu mig þá endilega vita svo ég geti hætt að skammast mín fyrir að tilheyra þessari þjóð..gleðilega páska..

Óskar Arnórsson, 20.3.2008 kl. 17:37

4 identicon

Mér finnst svo margt svo furðulegt og skrýtið í þessum málum. T.d. er merkilegt að það skuli virkilega vera til fólk sem vill að Davíð komi aftur inn í pólitíkina og "bjargi" okkur eins og Illugi Jökuls segir frá í grein í einhverju blaðinu í dag. Eins og Illugi bendir réttilega má einmitt rekja margt af því sem er að gerast til rangra ákvarðana í ríkistjórninni þegar Davíð var forsætisráðherra og svo rangra ákvarðana í Seðlabankanum þegar hann kom þangað.

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.3.2008 kl. 20:55

5 identicon

Það er sorglegt hvað margir eru brenglaðir.  Auðvitað ætti að gelda follorðna menn sem láta ekki börn í friði,  en í sambandi við fjármál, þá mætti spurja hvort einkavæðing bankanna ætti einhverja sök á ástandinu í dag?

ÓBJ 20.3.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér sýnist að það sé hægt að taka undir allt það sem kemur fram hér í umræðunni og takk fyrir þátttökuna. Mér hnykkti líka við þegar ég sá kröfuna um kommbakk Davíðs, var einmitt að ræða við vinkonu mína um kröfuna um ,,sterka manninn" í fyrradag eða daginn þar áður. Og svo blasti þetta við í blöðunum daginn eftir. Mig langar að vísu ekki að af-íslenskast, en það þarf kannski einhverja siðferðilega ,,aflúsun" á þjóðina, það hlýtur að vera hægt. Og einkavæðingin, já, sannarlega eru atburðirnir á íslenskum fjármálamarkaði bein afleiðing af því að menn hafa ,,teflt djart" með eigurnar sem framseldar voru úr eignasafni (stofnanaorðið loksins nothæft) þjóðarinnar. ... Gleðilega páska öll, það er án efa við hæfi að hugleiða það sem miður fer og reyna að finna einhverja nýja leið í anda hátíðarinnar framundan. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2008 kl. 00:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband