Björn Ingi stelur senunni í dag - og hættir

Í svefnrofunum fannst mér ég heyra í útvarpinu að Björn Ingi væri að hætta í stjórnmálum. Rumskaði áðan og tékkaði á því hvort þetta gæti verið. Jú, mikið rétt, búin að lesa yfirlýsingu hans á eyjan.is

Þegar ég var sextán ára sumarlangt í Noregi lærði ég frasa sem ég man kannski ekki alveg orðrétt eða kann að skrifa stafrétt, en hljómar þó eitthvað á þessa leið: °A glimre ved sit fravær. - Sem sagt að ljóma með fjarveru sinni. Ég er næstum sannfærð um að þetta verður dagurinn hans Björns Inga, ekki dagurinn hans Ólafs F. Það eru mikil tíðindi ef hann er að hætta í stjórnmálum. Vissulega hef ég ekki verið í aðdáendahópi hans, enda ekki Framsóknarkona, en hins vegar þá fannst mér atlagan að honum yfir strikið og er þá ekki að réttlæta fatakaupamálið sem slíkt, heldur að benda á hvernig skipulega hefur verið veist að honum af þeim sem ættu að vera samherjar hans. Svo sem ekki meira um það mál að segja, en þetta er greinilega niðurstaða Björns Inga.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það hljóti að vera að margir séu með óbragð í munninum eftir að hafa horft á "the hit man" skjóta óvininn í beinni í sjónvarpi og svo þegar ljóst var að hann særðist en dó ekki voru fleiri hatursmenn sem höfðu lyklavöld á skrifstofum framsóknarflokksins sendir af stað til að "taka til" í möppum og ljósrita. Hvaða skoðun sem maður hefur á flokkum og málefnum þeirra segir maður ojjjjjbarasta við svona innræti.  

Anna Ólafsdóttir (anno) 24.1.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nákvæmlega mín tilfinning.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.1.2008 kl. 12:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband