Sigrar og ósigrar - ein gossaga líka

Hressandi handboltaleikur og sérstaklega frábær seinni hálfleikur, sigurinn var verðskuldaður, einkum á Hreiðar markvörður heiður skilinn. Húrra fyrir strákunum, þetta var vel spilað.

Undiraldan vegna valdaskiptanna í borginni er gríðarleg, það er augljóst að mörgum blöskrar. Forvitnilegt að fylgjast með framvindunni.

Samt er svona lagað lítilvægt þegar við erum minnt á þau feiknaöfl sem gerðu vart við sig fyrir 35 árum í Vestmannaeyjagosinu. Ótrúleg björgunarsaga og myndin af flotanum sem sigldi með heilan bæ til lands, þetta er ótrúleg minning. Gleymi því seint þegar ég kom i háskólann þennan morgun eftir að hafa heyrt fréttirnar um gosið. Tími (hjá Vésteini Ólasyni) féll niður og þegar við Gunna vinkona vorum að fara til baka mættum við einni síðbúinni skólasystur og sögðum við hana: Það er frí í tíma, af því tengdaforeldrar Vésteins búa í Vestmannaeyjum! .... Ég gleymi aldrei hversu langleit þessi skólasystir okkar varð, þótt hún hafi nú seinna sagst hafa vitað af gosinu, þá sagði svipurinn eitthvað allt annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ja islendingar stoðu sig vel i boltanum i kvöld.

AFRAM ISLAND !

Linda litla, 24.1.2008 kl. 00:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband