Þegar fortíðin er skemmtilegri en nútíðin - 25% borgarstjórnin og Kvennalisti fyrir 100 árum

Svo virðist sem Reykvíkingar séu ekki alveg að sætta sig við það sem er að gerast í nú-inu, það er valdatöku nýs borgarstjórnarmeirihluta. Skoðanakönnun Fréttablaðsins gefur nýju borgarstjórninni ekki nema 25% fylgi í veganesti og það er viðburður þegar sú borgarstjórn sem er að fara frá naut mikilla vinsælda. 

Annað atriði úr fjarlægari fortíð er hins vegar mjög merkilegt, í dag eru nefnilega 100 ár síðan Kvennalisti vann eftirminnilegan sigur í bæjarstjórn Reykjavíkur. Leyfi frétt RUV að tala:  

,,Í dag er þess minnst að fyrir 100 árum, 24. janúar árið 1908, var kvennasigurinn mikli þegar listi kvenna kom fjórum konum í bæjarstjórn Reykjavíkur með ótvíræðum sigri.

Tímamótanna verður minnst með margvíslegum hætti á næstunni, en í dag verður opnuð sýningin Konur í borgarstjórn 1908-2008, í Tjarnarsal Ráðhússins. Sýningin spannar pólitíska vegferð kvenna í bæjarstjórn og síðar borgarstjórn Reykjavíkur."

Skrýtið hvernig dagar geta vakið fögnuð og hryggð í senn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband