Þroskuð umræða á þrusufundi á Álftanesi

Íbúafundur á Álftanesi í kvöld sprengdi utan af sér húsnæðið í hátíðarsalnum okkar, enda eitthvað á milli 130 til 150 manns sem mættu til leiks. Greinilegt að miðbæjarskipulagið okkar er mörgum hugleikið. Missti því miður af fyrsta kynningarerindinu, sem ég var búin að hlakka heil ósköp til að heyra, en þurfti að vinna fram yfir kl. 20 (ég sem hélt að ég væri komin í tímabundið 69% hlutastarf!!!) en fundurinn átti að byrja kl. 19:30. En umræðan var lífleg, þroskuð og gagnleg að mestu leyti, blessunarlega lítið um pólitískt argaþras, enda hefur sem betur fer ríkt mikil samvinna um framtíðaruppbyggingu hins dýrmæta miðbæjarsvæðis okkar Álftnesinga, þvert á öll flokksbönd. Á næstunni verður hægt að skoða þennan fund á vef sveitarfélagsins okkar og eflaust tillögurnar líka, en í þeim var ýmislegt sem verið var að kynna í fyrsta sinn. Við getum fylgst með á www.alftanes.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband