Yndislegur skreppitúr í bústaðinn, útskriftarveisla og tveir undanlega ólíkir umferðardagar

Trú veðurspánni ákvaðum við að skjótast upp í sumarbústað um miðjan dag í gær, en ég hafði einmitt mætti allt of snemma í vinnuna til að losna snemma. Það reyndist mikið heillaákvörðun því umferðin um vesturlandsveg var skapleg, skapgóð og afskaplega þægileg. Það var ekkert smá yndislegt að komast í bústaðinn okkar góða, veðrið afskaplega fallegt og bústaðurinn auðvitað alltaf jafn yndislegur. Hlóðum batteríin vel, sváfum mikið og höfðum það í alla staði ljúft. Vorum að endurskipuleggja stpfuna Nýtt skipulag í stofunni heppnaðist velmeð tilliti til nýrra endurvinnsluhúsgagna (kannski skrifa ég bráðum um endurvinnsluhúsgögnin sem oftar en ekki enda sögu sína hjá okkur). Það var skemmtileg törn og maður svitnaði mátulega í húsgagnaburði. Óli var hálf hissa þegar hann kom um 9-leytið uppeftir til okkar.

 

 

 

 

 

Í dag var síðan Oddrún vinkona okkar að útskrifast úr Kennaraháskólanum og við í bæinn í útskriftarveislu. Oddrún útskriftarprinsessa skrifaði um Alzheimer í lokaritgerðinniVeislan afskaplega ljúf, en umferðin í bæinn var einhvers konar vígvöllur umskiptinga. Spurning hvort nú hafi verið á ferð fullt af geðvonskupúkum sem komust ekki af stað í gærkvöldi og létu það bitna á okkur hinum, eða kannski þeir sem eru orðnir svo aldraðir að þeir komust ekki af þeim sökum úr stað í gær. Alla vega tel ég okkur ljónheppin að hafa lifað af þrjár morðtilraunir (þar af eina alvarlega) og einn aldinn heiðursmann sem stefndi harðákveðinn beint á okkur á miðjum örmjóum Álftanesveginum þar til Ari neyddist til að nauðhemla og við ískrið úr hemlunum okkar hefur sá gamli greinilega vaknað og vippaði sér á réttan vegarhelming. Öllu alvarlegri var morðtilraunin hjá ökumanni flotta svarta bílsins rétt sunnan við Borgarfjarðarbrú, en þegar við vorum rétt að mæta bíl þar, tók sá svarti sauður sig til og ákvað að blússa framúr bílnum sem við mættum, og hætti ekkert við þótt við kæmum á móti. Ef vegurinn þarna hefði verið jafn mjór og Álftanesvegurinn værum við steindauð, slíkur var hraðinn á fíflinu. En vegurinn er breiður og með því að Ari keyrði alveg út í blákantinn dó enginn. Ef þið heyrið af banaslysi á leiðinni norður eða til baka um helgina er ég hálf hrædd um að annar bílanna sé svartur, dýr og með afskaplega hættulegan mann undir stýri.

Og enn horfi ég á nýja veðurspá helgarinnar, allt öðru vísi en þá sem ég treysti um miðjan dag í gær. Spennan magnast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég fagna því að Ari er góður bílstjóri, annars hefði ég misst góða bloggvinkonu yfir móðuna miklu í dag.  Til hamingju með vinkonu þína, mennt er máttur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.6.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, ég hef of fagnað minni góðu fjölskyldu sem er góðir bílstjórar öll saman, ekki síst Ari.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.6.2007 kl. 23:10

3 identicon

Ekki veit ég á hvaða tíma þú varst að keyra þarna, en eins og ég skrifa á blogginu mínu voru fáir brjálæðingar á ferð norður í dag en einn þeirra var á svörtum bíl og fór fram úr mér á klikkaðri ferð.

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.6.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kannski maður setji sig í spæjarastellingarnar, við höfum verið um hálf þrjú leytið við Borgarfjarðarbrúna, svarti bíllinn var á norðurleið um það leyti. Geðvonskupúkarnir (hinir, þessi var meira maníak) sem við rákumst á voru mestmegnis í bænum en umferðin var ekki svona ofurmjúk eins og í gær, föstudag, eiginlega áberandi munur. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 00:31

5 identicon

Þetta er örugglega sami bíllinn. Ég var að keyra Borgarfjörðinn milli hálf þrjú og þrjú og hann hefur greinilega náð mér þegar ég var aðeins fyrir ofan Hreðavatnsskálann. Það á náttúrulega bara að taka svona fólk úr umferð. Ég var að hugsa um að hringja í lögguna en hætti við af því að stuttu áður hafði löggubíll keyrt framúr mér með blikkandi ljós og ég var að vona að hann myndi sitja fyrir þessum bíl, líklega var það ekki svo gott því það hefði ekki farið framhjá mér.

Anna Ólafsdóttir (anno) 17.6.2007 kl. 01:31

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Úff, maður fær hálfgerðan hroll af þessu úrræðaleysi, að geta ekki bara komið svona fólki úr umferð áður en það stefnir of mörgum í of mikla hættu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 02:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband