Happdrćtti DAS ist DAS

Af hreinni tilviljun er ég alin upp viđ ótalda (alla vega einn) DAS-brandara. Hrafnistubyggingin í Laugarásnum er vegleg og var enn mikilfenglegri ţegar fćrri stórar byggingar voru í grenndinni og ég lítil stelpa. Eitt ţađ fyrsta sem ég lćrđi í ţýsku var brandari um ţýskan mann sem benti á Hrafnistu ţegar hann átti ţar leiđ um og sagđi: - Was ist das? - Das ist DAS, sögđu íslensku gestgjafar hans umyrđalaust. Enda gerđust happdrćttin varla veglegri en happdrćtti DAS í ţá daga, međ hús og bíla í verđlaun. Mikiđ ţrekvirki sem gert var í búsetumálum aldrađra fyrir afraksturinn.

Ţegar móđursystir Ólafs fóstra mín fluttist ađ vestan og í bćinn fékk hún inni á Hrafnistu í stóru kvistherbergi sem hún deildi međ annarri konu. Hún sagđi ţegar hún kom fyrst á ţetta framtíđarheimili sitt, - Almáttugur, eru karlmenn hérna? - Já, frćnka mín, sagđi fóstri minn, ţetta er nú dvalarheimili aldrađra sjómanna. Frćnkan hafđi veriđ einhleyp alla tíđ, en ekki leiđ á löngu ţar til hún eignađist hinn indćlasta kćrasta. Ţví miđur entist ţeim ekki aldur lengi saman ţví hann féll frá eftir allt of skamman tíma. Hún eignađist annan kćrasta en sá var víst eitthvađ svikull og átti kćrustu uppi á Akranesi sem hann heimsótti međ Akraborginni. Á ţeim tíma var fólk á Hrafnistu vel rólfćrt margt hvert. 

Held ađ foreldrar mínir hafi átt happdrćttismiđa hjá DAS lengi vel, ég átti slíkan miđa um tíma, en hef dregiđ verulega úr öllu fjárhćttuspili í seinni tíđ, enda var ég aldrei liđtćk í ţví. Hins vegar vildi svo til í dag ađ fyrsta íslenska símanúmeriđ sem ég neyddist til ađ blokkera er símanúmer skráđ á happdrćtti DAS. Augljóslega er sölufólkiđ ţar á bć ađ sirka út okkur međ kennitölur sem benda til (stundum ranglega) ađ viđ séum komin á eftirlaun. Ţá er hringt af miklum móđ um miđja vinnudaga međ tilheyrandi truflunum. Eftir fyrsta áhlaupiđ í ţessari lotu (fleiri en eitt símtal, bćđi ósvöruđ og frávísađ) skrifađi ég vingjarnlegan en ákveđinn tölvupóst til ađstandenda happdrćttisins og frábađ mér frekari hringingar. Ţađ dugđi í smá tíma en ţegar ég fékk aftur símtal á miđjum vinnudegi í dag blokkerađi ég símanúmeriđ. 

Ţetta breytir áreiđanlega engu í lífi mínu, sölumanneskjunnar né happdrćttisins, enda allt frjálsir ađilar sem mega gera ţađ sem ţeir vilja. 

Viđ ţetta má svo bćta ađ nánast engum sem ţekkir mig raunverulega dettur í hug ađ hringja í mig, nema lífiđ liggi viđ (eđa međ fyrirfram gefnu leyfi gegnum óáreitnari miđla). Ég hata símtöl, einkum ţau óţörfu og óvćntu. 

Eina aukaverkanin á ţessu öllu saman er ađ ég hef veriđ međ gamla - Das ist DAS! brandarann á heilanum síđan í dag. Vona ađ ég sé hér međ ađ skrifa hann frá mér. Og ţar sem ég tel ólíklegt ađ öđrum finnist hann jafn urrandi fyndinn og mér forđum, ţá er ég nokkuđ viss um ađ ţiđ munuđ ekki fá hann á heilann. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband