Eftir heimsfaraldur: Heimaskrifstofan

Þegar hrunið varð var ég stödd hjá systur minni í New Mexico í Bandaríkjunum og heimsótti í framhaldi af því vinkonu mína norðan við Seattle. Á báðum stöðum voru hagfræðingar í vinahópi þeirra óðir og uppvægir að ræða hrunið við mig og voru bæði forvitnir og með miklar skoðanir. Sem betur fór hafði ég nokkurra ára reynslu í að ræða efnahagsmál, auk þess að vera sérfræðingur í þeim eins og allir Íslendingar á þessum tíma (seinna urðum við öll sérfræðingar í smitsjúkdómum). Eitt af því sem ég leyfði mér að segja á þeim tíma var: Something good will come out of this, enda forhert bjartsýnismanneskja, svona oftast nær. Núna finnst mér þetta hafa verið frekar mikið bull.

Svo kom næsta lexía, heimsfaraldur, og ég fullyrði: Eitthvað gott kom út úr því. Meiri skilningur á því að hægt sé að vinna vinnuna sína (sumt) á heimaskrifstofu. Mér þykir afskaplega vænt um þessa kaótísku heimaskrifstofu mína, sem ég gat notað í dag, þegar ég þurfti á henni að halda. Yfirleitt finnst mér langbest og skemmtilegast að fara á vinnustað, ekki síst þar sem vinnufélagarnir eru einstaklega góður félagsskapur, en að þessi möguleiki sé fyrir hendi er jákvætt og hentar eflaust mörgum enn betur en mér. 

348836936_666010668685065_3062110794015081138_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband