Ađ skemmta skrattanum

Mér finnst sárlega vanta rétta orđiđ fyrir ađ ,,jinxa" á íslensku, ţótt ég fari hér hálfa leiđ í ađ íslenska ţađ međ ţví ađ nota beygingu. Orđabókarskýringar eru herfilegar, nema ţessi sem segir ađ ekki hafi fundist almennileg ţýđing. Samt finnst mér tilfinningin svolítiđ vera ţađ sem ég lćrđi ađ vćri ađ skemmta skrattanum. Hjátrú og yfirlýsingagleđi tengjast ţessu mjög og jafnvel ţeir sem ţykjast ekki vera sérlega hjátrúarfullir láta sér ekki detta í hug ađ fara í vitlausum sokkum á áríđandi íţróttaleik, hvorki sem áhorfendur né ţátttakendur. Hálft í hvoru er ég sár út í sjálfa mig ađ hafa horft á Liverpool í dag einmitt á međan Aston Villa náđi yfirhöndinni, en bćtti ţađ hálfvegis upp međ ţví ađ fylgjast međ rest í textalýsingu, jafntefli skárra en tap, en sigur hefđi auđvitađ veriđ betri, ef ég hefđi ekki asnast til ađ horfa! Ţegar ég stend sjálfa mig ađ ţví ađ lýsa einhverju yfir sem ég er hrćdd um ađ hćtti ađ vera rétt ţegar ég er búin ađ segja ţađ upphátt, ţá lem ég auđvitađ alltaf í tré. Dettur ekki í hug ađ segja 7-9-13, enda alin upp viđ ađ ţađ sé bara della (ólíkt ţví ađ berja í tré). Varđ samt hugsi ţegar ég sá einhverju sinni vinningstölur í lottói byrja á 7-9-13 ...2023-05-20_13-54-49


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband