Dottin í tölvurnar

Nú er ég alveg dottin í tölvupælingar, var nefnilega að átta mig á því að það er kominn tími á þessa tvo lappa sem ég á, sem báðir eru meira en fimm ára gamlir. Tilviljun ræður því að ég á tvær laptop tölvur á sama aldri, aðra fékk ég gefins og hin hefur fengið að eldast hjá mér. Báðar enn nothæfar en önnur hefur verið tilraunadýr hjá mér og ekki síður Óla syni mínum, þar sem hver kynslóðin á fætur annarri af Linux stýrikerfum hafa komið  við. Mjög skemmtilegur tími. Hin er dæmigerð með Windows 2000 en er komin með alls konar galla, sem er hægt að lifa með en ekki meira. En núna er kominn tími á uppfærslu. Ég hef verið að skoða leynt og ljós í rúmt ár hvaða tölva hentaði mér best, og komst að þeirri niðurstöðu að mig vantaði eina bleika! Og það verður væntanlega ofan á. Var lengi skotin í pínulítilli Fujitsu og fékk hana um daginn sem vinnutölvuna mína. Hún var auðvitað alveg draumur í ferðinni til Englands um daginn, en mitt eintak alla vega er með allt of viðkvæmt geisladrif. Þannig að á leiðinni heim frá Cambridge gat ekki spilað neitt nema Borat eða flugslysakvikmynd (Flight 93) á leiðinni heim. Borat þarf ég greinilega að skoða með fjölskyldunni, þannig að flugslysamyndin fór inn, ég kunni reyndar varla við það að vera að spila svoleiðis í flugvél, en myndin er spennandi.

Annars hefur tölvusagan mín verið mjög skrautleg. Fór að vinna á tölvu ca. 1983 og eignaðist fyrstu PC tölvuna 1985 og síðan fyrstu ,,fartölvuna" 11 kg. hlunk, 1989. Síðan hafa allnokkrar komið við í fjölskyldunni en almennt er tölvukostur okkar frekar gamall alla jafna, enda frekar nýtin fjölskylda. Þegar gamla mín var 2-3 ára hrundi til dæmis skjárinn og í stað þess að kaupa nýja lét ég bara gera við hana. Hún átti annan eins lifitíma eftir, en er núna orðin ansi hæglát enda aldin heiðurskelling samanborið við margar aðrar. En nú er kominn tími á að skipta svo kannski verður sú næsta bleik og spræk, alltaf veik fyrir bleiku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því að ég hef ekkert vit á tölvubúnaði, kann bara að nota tölvur, þá reyni ég ekki að ráðleggja þér um stýrikerfi. En bleikur kjölturakki! Hann er sniðinn fyrir þig.  Sé þig fyrir mér stytta þér stundir með bleika tölvu (kannski að horfa á flugslysamynd)  fyrir framan eitt af þeim mörgu bleiku húsum sem þú myndar vítt og breitt um heiminn! Þú segir mér kannski e-n tíma hvað Linux er!  HG (ánægð með sinn 3ja ára gamla Dell-kjölturakka og ætlar að eiga hann í mörg ár enn).

HG 21.3.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, ég er á fullu í Linux-pælingum og þótt ég eignist eina bleika þá held ég áfram að reka gamla Linux rokkinn minn og ég ætla líka að skoða vefinn, að sjálfsögðu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og takk, ég er gersamlega að finna mig í þessu bleika og ætla að vera með bæði Linux og Windows á henni, til tilbreytingar, og þá kíkir þú Helga á og lærir allt um Linux, sem er yfirburða stýrikerfi!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tala um tölvur til forna. Árið 1982 vann ég í afleysingum sem ritari rektors Gautaborgarháskóla.  Fékk þessa líka fínu tölvu.... sem tók heilt herbergi.  Ýmislegt hefur breyst síðan (en herbergið var að vísu lítið). Auðvitað færðu þér eina bleika Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Líst vel á bleika, hún mun gleðja augað meira.

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.3.2007 kl. 23:29

6 identicon

Þú verður bara að koma til mín og við finnum einhverja litla og sæta annað hvort hérna eða í budapest.

Þú mannst að verið er talsvert hagstæðar hérna...

Jóhanna 22.3.2007 kl. 09:51

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég finn út úr þessu, takk fyrir það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.3.2007 kl. 16:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband