Vonandi er þetta smitandi ;-)

Mér líst rosalega vel á þetta, vonandi smitast þetta til fleiri borga, einföld en mjög mögnuð aðferð til að auka aðgengi allra að netinu. Svo sakar ekki fyrir sólarlandafara að þetta er næsta borg við Torremolinos og fleiri góða bæi á Costa del Sol, þannig að þeir sem skreppa þangað vita þá af því, þetta er bara hin indælasta borg, eða var það alla vega þegar ég var að þvælast þar fyrir dálítið löngu.
mbl.is Malaga fyrsta borgin með þráðlaust net
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega dýrð og dásemd fyrir okkur sem skiljum tölvuna nánast aldrei við okkur. Ég man nú þegar ég fór til Sidges á Spáni hér um árið, var þá í sumarkúrsi í fjarnámi í KHÍ og droppaði inn á netkaffi daglega til að stunda námið. Mér fannst það svona frekar þægilegt að geta sameinað fríið og námið, svo ekki sé meira sagt (enda ef ég man rétt komu hin ágætustu verkefni út úr þessu)

Anna Ólafsdóttir (anno) 21.3.2007 kl. 14:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband