Þarf að hugsa stjórnmálin og samfélagið upp á nýtt?

Mér hefur alltaf þótt það frekar hrokafullt að halda að einmitt núna sé samfélagsgerðin nákvæmlega eins og hún á að vera. Rétt eins og ég sætti mig ekki við þá hugsun að vísindin séu á þessu stigi ,,rétt" eða sagan sé ,,sönn". Saga vísindanna og reynsla sögunnar hefur reyndar afsannað þetta æ ofan í æ, en samt heyrum við þetta bull aftur og aftur, einmitt núna eru vísindin hafin yfir alla gagnrýni og geta í hæsta lagi tekið við einhverjum viðbótum af þekkingu, en ekki leiðréttingum. Á sama hátt eru sett allt of fá spurningamerki við grundvallaratriði samfélagsins eins og lýðræðið og kapítalismann. Allt of oft heyrist: Við höfum ekkert skárra en lýðræðið ( - í núverandi mynd - er þá átt við) eða að fall kommúnismans í Austur-Evrópu er notað sem rök fyrir ágæti kapítalismans. Hvar er metnaðurinn í svona hugsun? Eitt sinn sagði Halldór Laxness af öðru tilefni eitthvað á þessar leið: Eigum við ekki að hefja umræðuna á hærra plan, uh? Nokkuð góð setning. Woundering

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, nú er sagnfræðinga ekki móta söguna, heldur komast nákvæmlega að því sem gerðist og svo í framhaldinu nákvæmlega af hverju það gerðist. Samt mega þeir náttúrlega ögra örlögunum á frívaktinni .

Guðmundur G. Hreiðarsson 3.2.2007 kl. 07:55

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Velkomin á Moggabloggið! Haltu áfram við að reyna að breyta þjóðfélaginu, ekki veitir af!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ef nógu margir eru sammála um að breytinga sé þörf, þá breytum við samfélaginu, ekki spurning!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2007 kl. 18:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband