Færsluflokkur: Ferðalög
Að koma heim ...
19.2.2008 | 23:36
Þegar ég lenti á Gran Canaria fyrir hálfum mánuði var ég með eldgamalt lag með Óðni Valdimarssyni á heilanum. Það heitir því ágæta nafni: Ég er kominn heim (held það sé nafnið alla vega) og þeir sem þekkja það muna eflaust eftir línunni: ,,... allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim." Þetta er tilfinningin sem greip mig þegar ég kom ,,heim" til Kanarí það sinnið. Lausleg talning segir mér að við höfum verið þar samanlagt meira en hálft ár það sem af er öldinni. Ferðin er búin að vera afskaplega góð, talsvert viðburðarík, því þarna erum við í miklu nánari tengslum við vini en ættingja en tími gefst til heima. Og eins og annars staðar í lífinu þá skipast á skin og skúrir á Kanarí, í allri sólinni og blíðunni. Og samkenndin er góð eins og í öllum Íslendinganýlendum, því Kanarí er nefnilega bæði framandi land og samfélag, þar sem sumir stoppa stutt, aðrir lengur og sumir eru fluttir fyrir fullt og allt í sólina. Þetta segi ég því venju fremur urðum við vör við mrgbreytileika lífsins í þessu allt of stutta stoppi núna.
Og nú er ég komin heim til Íslands, með hálfum huga, hlakka þó til að halda áfram með verkefni vinnunnar minnar. Þau skil ég reyndar aldrei alveg við mig, þau eru þess eðlis. Okkur beið flugháll Keflavíkurvegur, mikil umferð og ég vona að allir hafi komist heilir heim. Álftanesið er alltaf fallegt, meira að segja í myrkri og á morgun tekur við hversdagurinn í öllu sínu veldi.
Karnival á Kanarí
17.2.2008 | 16:52
Og enn frá Kanarí ... sólin skín enn!
14.2.2008 | 17:33
Meira frá Kanarí - fréttapistill
9.2.2008 | 12:12
Komið að fréttapistli héðan frá Kanarí. Hagnýtar upplýsingar fyrir áhugasama. Hér hefur verið mikil blíða síðan við komum en nú eru skúrir en hlýtt. Allt í lagi að hvíla húðina aðeins. Hér á Playa del Inglés er karnivalið að byrja, mikið af skrautbúnu fólki og skemmtiatriðum út um allt. Stemmning en troðningur. Rannveig frænka mín, sem býr hér árið um kring var með okkur í minigolfinu í gær og sigraði okkur Ingu, ég lenti í botnsætinu eftir sigur seinustu daga og verð greinilega að taka mig á. Borðuðum góðan heimilismat (með íslenskrar fréttir af rokinu í sjónvarpinu, bara fyndið fyrst allt fór vel) á litlum stað í kjallaranum á hótelinu hennar, hún er búin að festa sér íbúð hér og blómstrar.
Fréttir ú mannlífinu:
Paddy Murphy barinn í hjarta Playa del Inglés er kominn með nýjan gítarista sem syngur alveg ljómandi vel líka (Simon), en er enn með skrambans karókííð líka. Sumir skilja ekki að sumir eiga ekki að syngja. Reyndar er bareigandinn, sem er eins og Barbapabbi í laginu (sjá mynd), nokkuð glúrinn í karókíinu en sama verður ekki um marga aðra sagt.
Endurbyggingu Sunwing er lokið og heitir nú Sunprime. Hefur tekist vel til.
Karnivalìð verður í fullum gangi allan tímann sem við verðum hér og mikið um skrautsýningar.
Góðu dúkabúðinni í Gran Capparal hefur verið lokað og eigandinn er fluttur til Barcelona. Verst að við rákumst ekki á hann í nóvember, fínir dúkar, en hér er mikið um slíkt (reyndar allt Made in China, en jafn góðìr).
Elsa McTaggard, stórsnillingur (sjá mynd) á Fria Tuck, skrapp hingað til Kanarí í vikufrí um daginn. Hún var umsvifalaust klófest og var að syngja og spila allan tímann sem hún var í fríi. Elsa á íslenska mágkonu og hefur áhuga á að koma í sumar til Íslands og ég vona að hún komi.
Hér er staddur á Kanarí góður vinur minn, Sigurður Hreiðar (bloggari með meiru) ásamt sinni góðu konu Álfheiði og vonandi hittum við á að heilsa upp á mannskapinn meðan við erum hér.
Við sátum í rólegheitum á Gemini, utan við ys og at karnivalsins í gær eftir snæðinginn og virtum fyrir okkur mannlífið. Stórbrotin kona vakti athygli mína, á eftir að hlaða mynd af henni inn. Tignarlegt hvítt hár vìð hvíta blúnduheklaða blússu. ,,Ertu viss um að hún SÉ kona," sagì sessunautur minn, Binna. Hmmm, skóstærð 46 og metersbreitt bakìð bendir til að ég hafi haft rangt fyrir mér. En flott var hún og ekki gott að segja hvers vegna hún var ekki frekar á karnivalinu. Við erum enn að velta ffyrir okkur hvort konan við hliðina hafi verið fyrrverandi eða núverandi eiginkona eða bara vinkona. Ekki eins og okkur komi málið nokkurn skapaðan hlut við. En gaman að fylgjast með mannlífinu hér um slóðir.
Minningar úr kampavínshvelfingu
18.11.2007 | 01:21
Milli heimadæma og söguskrifa er gaman að rifja upp nýliðna Spánarferð. Var að spjalla við tengdamömmu aðeins í kvöld og hún minnti á að ég hafði tekið nokkrar myndir í hinum gífurlegu kampavínshvelfingum sem við heimsóknum. Reyndar má ekki nota orðið kampavín yfir hið indæla cava (freyðivín) lengur, en í eldri auglýsingum var það kallað kampavín, þótt það sé ekki frá Champagne héraði í Frakklandi, sem nú hefur einkarétt á nafninu. En auðvitað er þetta ekkert nema kampavín og ég nýt frelsisins á blogginu og kallað það réttu nafni. Ég var ekki búin að setja myndir úr þessum hluta ferðarinnar inn í myndaalbúmin hér á blogginu en búin að bæta úr því núna.
Nokkrar Barcelona myndir komnar í albúm
14.11.2007 | 03:47
Þá er ég byrjuð að tína inn myndir úr Barcelona ferðinni góðu. Sitt lítið af hverju og eflaust á ég eftir að bæta einhverju inn á næstunni.
Mig hefur lengi dreymt um að sjá Sagrada Familia kirkjuna hans Gaudi, sem er í eilífri byggingu. Nú rættist draumurinn.
Í garðinum þar sem heimili Gaudi var á fallegum degi. Ari og útsýnið.
Og húsið hans Gaudis olli ekki vonbrigðum, auðvitað bleikt.
Sunnudagsbíltúr á slóðir cava- (kampavíns) bænda og endað í strandbænum Sitges.
Flug og frestanir
13.11.2007 | 16:42
Tæplega þriggja tíma frestun á flugi er svo sem ekki mikil, nema kannski ef frestunin er frá klukkan tvö til að verða fimm að nóttu. Var svo ljónheppin að eiga mág í Barcelona þannig að eftir vænan blund heima hjá honum héldum við nokkrir ferðafélagar þokkalega hvíldir af stað um miðja nótt út á flugvöll. Ferðafélagarnir, sem beðið höfðu á vellinum mislengi, voru margir frekar framlágir þegar við mættum, kona með ótrúlega þægt barn hafði til dæmis beðið frá því um tíu leytið kvöldið áður. Hvers vegna hún mætti svona snemma veit ég reyndar ekki. Tvær vélar voru til Keflavíkur, við Heimsferðalangar þurftum ekki að bíða svo óskaplega lengi en hitt flugið sýndi alla vega sjö stunda frestun.
Sjaldnast neitt við svona löguðu að segja og eftir að hafa horft á fyrri myndina á leiðinni var bara að leggja sig, sem yfirleitt gengur vel, reyndar svo vel að ég svaf í gegnum lendinguna. Rumskaði reyndar svona hálftíma áður þegar skandinavíski flugstjórinn fór að segja brandara: ,,Svona lítur öryggisbeltaljósið út þegar kveikt er á því og svona þegar slökkt er á því! Núna er kveikt á því og allir eiga að drífa sig í sætin." Þetta endurtók hann tvisvar þar til tókst að smala liðinu í sætin. Norrænn húmor. Svo datt ég aftur útaf þegar ég kom heim í morgun, þannig að ég missti af tíma og ætla að bæta það upp með aukinni áherslu á heimadæmin, sem hvort sem er þarf að sinna.
Eftir að heimanám og vinna hafa fengið þann fókus sem nauðsynlegt er ætla ég að reyna að setja inn myndir og smá ferðasögu úr frábærri ferð til Barcelona.
Barcelona, bleik hús og gott fólk
12.11.2007 | 16:59
Gódir dagar í Barcelona ad baki og vid á heimleid eftir nokkrar stundir. Frá ýmsu ad segja eftir heimkomuna og lofa nokkrum gódum myndum, medal annars af bleikum húsum, en hér er nóg af slíku.
Sandgerði - Barcelona - Álftanes - Grímsstaðaholt
7.11.2007 | 21:57
Hvað eiga þessir staðir sameiginlegt? Held að þeir eigi sér allir einhverja útgerðarsögu, fer þó eftir því hvort leyfilegt er að teygja skilgreininguna á Grímsstaðaholti niður að sjó eða ekki. Annað sem þeir eiga sameiginlegt þessa stundina er að lífið hjá mér snýst um þá.
Ekki hægt að láta sér leiðast. Var að ljúka við æði mikla verkáætlun varðandi Sandgerðissöguna, sem verður væntanlega ögn stærra dæmi en ég hélt, sem er bara gott. Spennandi að fylgjast með því dæmi. Helgarferð til Barcelona framundan, þangað hef ég - merkilegt nokk - aldrei komið. Simbi og Óli einir í kotinu en eins og Óli sagði svo ágætlega: Ætli ég taki nokkuð eftir því þótt þið skreppið. það er nefnilega svo yndislega anarkíst heimilishald hér á bæ. Heimkomin þarf ég að einhenda mér í að ljúka tveimur verkefnum sem varða Álftanesið og svo má ekki gleyma blessuðu Grímsstaðaholtinu, þar sem dagarnir mínir byrja við stærðfræðiiðkun flesta daga vikunnar. Sit núna í nýju skrifstofuaðstöðunni minni uppi á loftið og dreifi í kringum mig heimadæmum, flestum óreiknuðum, en nokkrum nýloknum.
Skemmtileg ferð og fleiri hliðar
24.10.2007 | 21:09
Það eru fleiri hliðar á nýliðinni ferð en þær sem ég hef rakið. Hér er smá myndasyrpa á aðeins persónulegri nótum:
Kirkjan í garðinum á sunnudagsmorguninn þegar farið var í leiðangur til að reyna að hafa upp á tiltekinni skáldastyttu.
Alltaf gaman að ferðast í lest, ekki síst í góðum félagsskap, við spiluðum rommí báðar leiðir og skildum held ég bara sæmilega sáttar.
Öll þessi fallegu hús!
Sum eru bleikari en önnur ;-)
Næstum ein á Hetjutorginu, það átti eftir að breytast.
Fleiri myndir eru komnar í sér albúm, njótið vel.