Færsluflokkur: Dægurmál

Orð sem enda á ,,gangur"

Eitt sinn bjó ég með mjög skemmtilegu fólki á Miklubraut. Eitt af því sem okkur datt einhvern tíma í hug var að finna eins mörg orð og við gætum sem enduðu á ,,gangur". Við vorum komin með yfir 40 orð þegar við gáfumst upp. Flestir þekkja þessi orð, uppgangur, niðurgangur, tilgangur, fjórgangur, frágangur ... þau eru sem sagt alla vega fleiri en 40 allt í allt. Lýsi eftir tilnefningum, orð eru svo skemmtileg!

Farsæl björgun en ekki við Hrakhólma

Það sem skiptir máli er auðvitað að fólkið bjargaðist og ekki er það verra að verðmæti gera það líka. Hins vegar finnst okkur Álftnesingum að það sé betra að fara rétt með örnefni. Strandð átti sér stað úti fyrir Hliði en ekki við Hrakhólma sem eru úti fyrir Bökkunum svonefndu. Þeir eru tveir og heita Eyvindarstaðahólmi og Sviðholtshólmi og koma aðeins upp við fjöru. Hættulegir sjófarendum því þeir eru ekki sýnilegir á flóði. Á stórstraumsfjöru er gaman að ganga út í hólmana.  Fann góða mynd sem sýnir Hrakhólma efst til vinstri og Hlið neðst til vinstri, ætti að sýna hver munurinn er.

alftanes

 


mbl.is Trillan sem strandaði á Hrakhólma dregin á flot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prentvilla eða?

Var að hlusta á Gullbylgjuna með vinnunni. Angurvært lag með Óðni Valdimarssyni: ,,Ég er á förum til fjarlægra landa að finna þar ástir og meyjar og vín .... " er kynnt á vef Gullbylgjunnar sem Saga formannsins. Nú er það bara spurning hvaða formanns?

 


Gott fyrir gróðurinn - og fer atkvæðum fækkandi í kosningu um fegursta orð íslenskrar tungu?

Eins eða tveggja daga rigning, bara gott fyrir gróðurinn. Svo á aftur að sjá til sólar um helgina, búið að vökva blómin. Svo virðist sem atkvæðum um fegursta orð íslenskrar tungu fari nú ört fækkandi og  að ef þannig verður áfram mun ég tilkynna hér á blogginu þriggja daga frest til að ljúka atkvæðagreiðslunni.

Brúna hárið hans Eiríks - mistök í litum

Heyrði sannleikann í síðdegisútvarpi Bylgjunnar, viðtal við Eirík, það er ekki hægt að kenna myndvinnslunni á myndbandinu um brúna litinn á hári Eiríks Haukssonar heldur eru þetta sorgleg mistök við litun. Inn hringdu hlustendur og ein svona verulega huggandi sem sagðist hafa lent í þessu sjálf, og: Rauða hárið kemur aldrei aftur! sagði hún svo sannfærandi að hrollur fór um mig. En svo fékk ég uppörvandi fréttir frá Ungverjalandi, þar sem lagahöfundur og tveir hljómsveitarmeðlimir eru búsettir ásamt fjölda annarra íslenskra námsmanna: Hárið er dökkrautt! Þannig að enn er von. Þegar ég féll fyrir rauða makkanum mannsins míns fyrir meira en 32 árum þá sagði tengdamamma mín tilvonandi: Það verður svona músarbrúnt eins og á mér! Og viti menn, eftir svona 25 ár var hárið orðið ansi dökkt, en það var líka mild aðlögun. Megi Eiríkur mæta reifur með rauðan makka og frábært lag og sýna að Íslendingar rokka. Við þurfum ekkert endilega að vinna (þótt lag og flytjendur eigi það sannarlega skilið), en það er alltaf gaman að rokka.

Mér finnst líka virkilega gaman að lesa og hlusta á hugleiðingar um víkinginn Eirík sem margir virðast sjá fyrir sér, þar sem ég trúi því (vonandi með sem minnstri sjálfblekkingu) að víkingarnir sem fundu Ísland hafi flestir verið huggulegir og þokkalega friðsamir dugnaðarforkar, konur og karlar, þá líst mér bara vel á það. Og þeir voru að koma FRÁ Noregi, smá hint til Eiríks.


Rauða hárið hans Eiríks

Aðeins yfir í afþreyinguna, þótt af nógu sé að taka af alvarlegri viðfangsefnum. Eurovision nálgast, í fyrra var ég í hópi þeirra sem fannst Silvía Nótt skemmtilegt framlag, þótt ég sé ekki aðdáandi tónlistarinnar hennar. Núna er framlagið hins vegar meira í anda fágaðs þungarokks og þar með meira fyrir minn smekk (mætti vera hrárra en þetta er fínt!). Sá eitthvert ramakvein hér á blogginu um að Eiríkur Hauksson væri ekki lengur með rauðan makka í Eurovision laginu. Óvenju spennt í þetta sinn, ekki síst af því að einn af ágætum vinum dóttur minnar í Ungverjalandi er höfundur og einnig af því nú fær Eiríkur að vera almennilegur þungarokkari. Ég vona að það sé bara myndvinnslan sem hefur svift Eirík rauða makkanum. Þótt ég hafi séð enn flottari rauða makka en Eiríkur státar af, þá er þetta auðvitað ekkert nema flott vörumerki. Hef aldrei tekið Eurovision alvarlega, en ég held svei mér þá að mér sé ekki alveg sama í þetta sinn.

Smá viðbót við mini-golf-tapara kveðskap

Aftur reikar hugurinn til Kanarí þar sem kveðskapurinn var seinast farinn að fjalla um listina að tapa í mini-golfi. Heiðursfólkið Gunnar og Inga af Álftanesi og Ási sonur Gunnars voru orðin æði slyng í mini-golfi þegar í hópinn bættust viku síðar þau Hafsteinn og Inga og Anna og Ari. Því var á brattann að sækja að fella það vígi. Af því tilefni orti Hafsteinn vísu sem má sjá í næstseinasta bloggi hér á undan. En varla hafði ég sett það á blað þegar upp rifjaðist að bæði Ari og Hafsteinn höfðu raunar sigrað þá feðgana sem skæðastir voru og þar sem einn sigur er skárri en ekki neinn þá verð ég að fá að bæta þessum vísum í sarpinn og lýkur þá (væntanlega) umræðu um mini-golf á Kanarí. 

Heyrðu góði Hafsteinn minn
haf þú þökk og Inga
Fyrir frækinn kveðskapinn
og fyrir það að snúa á feðga slynga.

Ef ég man það ekki rétt
að sigur hafir unnið
Í baráttu sem barst um stétt
og brekkur - þá ég það í draum' hef spunnið.

Við öll vitum um það snýst
að vera í sigur þyrstust
Og af ákefð stundum hlýst
á endanum að síðust verða ,,fyrstust"


Sigrar og ósigrar í frí-ríkinu Kanarí

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem les pistlana mína að mér þykir afskaplega vænt um Kanarí, þetta furðulega frí-ríki. Á meðan verðbréfamarkaðir heimsins riða hugsa ég dreymin til Kanarí, komin heim í  kuldann hér heima. Leonard Cohen orti í miðri Svínaflóadeilunni (frá Kúbu) ljóð sem hann kallaði: The only Tourist in Havana turns his Thoughts Homewards. Ég hef þetta bara öfugt og yrkisefnið aðeins minna dramatískt.

Þróunin á Kanarí er merkileg. Rótgróin viðskipti, eins og indverski dúkasölumaðurinn í Fair Trade í CC Gran Capparel á Ensku ströndinni eiga í vök að verjast og þessi geðfelldi Indverji er að flytja til Barcelona eftir mánuð. Hann hefur selt mörgum Íslendingum fallega dúka, enda einn sá smekkvísasti í bransanum, og nú er hægt að gera reyfarakaup í Fair Trade áður en pakkað verður niður, Rúmfatalagersverð á fallegum dúkum í öllum stærðum. Skýringin að sögn eigandans er sú að uppbyggingin í nágrannabænum Meloneras hafi falist í því að vera með fleiri og flottari hótel sem byggja á því að allt sé innifalið og fólk fari helst ekki út af hótellóðinni. Það er í rauninni alveg í andstöðu við lífsstílinn á Kanarí sem byggist á því að fara víða, hitta vini og kunningja eða vera út af fyrir sig. En fyrst og fremst að vera út um allt, taka strætó nr. 1 til Las Palmas eða nr. 32 til Puerto Mogan og þræða góða veitingastaði á Ensku ströndinni eða Meloneras. Nokkrir punktar frá seinustu dögunum á Kanarí.

Hér er alltaf tími til að hreyfa sig, ganga, spila tennis, golf eða hvað sem hugurinn stendur til. Hér er alltaf hægt að borða hollan og góðan mat án þess að fara á hausinn, án þess að þurfa að hirða um matseld eða uppvask, frekar en hver og einn vill. Hér er tími til að spjalla, gera eitthvað skemmtilegt saman, bara vera til saman.  

  • Okkar maður á Teneguia fékk að vita að hótelið væri í endurbyggingu. Ef svo er þá fer hún hægt af stað, þar er enn búið í mörgum íbúðum (við erum búin að rannsaka málið), en reyndar er þessi endurbyggingin á döfinni og líklega hafin í hluta hótelsins. Þetta er hér með áréttað vegna fyrri fréttar.
  • Paraiso Maspalomas, sú aldra heiðursdrotting íbúðahótelanna, er í smá lægð þessa stundina, en við Ari viljum samt hvergi annars staðar vera. Næturvaktin er formlega séð aflögð (samt er feiti næturvörðurinn enn á vakt í lobbyinu) og nú er komin slá fyrir illa malbikaða heimreiðina ef maður kemur heim eftir eitt á nóttunni. Allt í lagi fyrir fótgangandi. Heimreiðin hér er merkileg, hér er nefnilega vinstri umferð fyrstu 100 metrana eftir að inn á hótellóðina er komið. Ekki spyrja mig hvers vegna.
  • Abdul götusali lenti í óvæntu ævintýri í gær þegar kona nokkur (undirrituð) hljóp hann uppi til að fá að kaupa af honum úr. Hann er vanari því að þurfa að ota vöru sinni að viðskipavinunum. Ég ætla ekki að fara út í nein smáatriði um málið en sumir veitingastaðir banna götusölum aðgang og Abdul selur mjög skemmtileg úr sem endast í nákvæmlega ár og þykjast ekki vera Rolex. Hann var svo hissa að hann seldi mér úrið umyrðalaust á fimm evrur en venjulega hefur tekið um korter að prútta því niður í sex evrur. Mæli með þessum viðskiptaháttum.
  • Paddy Murphy í kjallara Roque Nublo er allur að koma til eftir eigendaskiptin. Enskur skemmtanastjóri er að ná sér á strik þar en ég er ekki viss um að allir Skandinavarnir sem stunduðu staðinn áður hafi húmor fyrir honum. Eitt af því sem hann gerir er að útdeila glasamottum til að henda í ákveðinn karókísöngvara ef hann er of duglegur að syngja Rawhide og ég hef séð viðkvæma Skandinava setja upp sársaukafullan undrunarsvip. Þarna eru Íslendingarnir hins vegar í essinu sínu.
  • Besti írski pöbbinn núna er búinn að stroka út orðið Irish úr útstillingunni sinni: Live Irish Music Every Night. Sá heitir Friar Tuck og er á vinstri hönd þegar farið er niður ,,Gilið”. Besta músíkin á svæðinu, Skotinn Elsa McTaggard sem á íslenska mágkonu. Heimurinn er svo lítill. Hún var svo vinsamleg að kalla okkur nokkra félagana hér: ,,The queen of Iceland, the man who sold the horse and the man who bumped his head to the ceiling".
  • Ég beið spennt eftir að fá næstu vísu frá honum Hafsteini, sú fjallar um tapara í mini-golfi og ég ætla rétt að vona að hún sé ekki ort til mín! Hér er hún:

Við mætum hress í mini-golf

og miðum stíft í holugatið

Síðan fer svo allt á hvolf

þetta var nú meira tapið 

Erfitt að spila við þá ég þekki

þeir eru bara með tóma hrekki

og þá er úti með góða skapið

þar til næst, ég á þeim hvekki.     

 


Úr ödrum heimi

Merkilegt hvad unnt er ad komast í annan fasa med thví ad skreppa í frí. En nú styttist í heimkomu og thá fara adrir hlutir en mini-golf og hitastig ad skipta meira máli. Thangad til gódar kvedjur frá Kanarí og sólinni sem reyndar er med minna móti í dag, og hvílir húdina vel.

Hagyrdingar og tívolí

Hér í aftakablídunni eru hagyrdingar á ferd. Sendi eina frá honum Hafsteini med kvedju úr Tívolí:

 

Sitja, standa, sofa sveitt

Sídan ekki gera neitt

Bara hanga, út ad ganga

Vid erum ordin ansi threytt

Thegar allt er komid í throt

thá förum vid á Landakot


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband