Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Meira frá Kanarí og fyndnir Finnar

Frekar rólegt hér í blídunni, hér er gott ad vera og sérlega fyndid ad fylgjast med mismunandi tilburdum vid mismunandi tungumálakunnáttu. Sumir gestanna hér reyna ad bjarga sér á spönsku, sem getur verid mjög mislukkad thar sem afgreidslufólk í verslunum og á veitingastödum er af ýmsu thjóderni, til daemis nánast eingöngu Indverjar sem selja raftaeki, en sumir theirra sem selja Íslendingum mest (Harry) vel talandi á íslensku, enda gódur bisness í thví. Elskulegir Finnar voru ad kvedja tiltektarstúlkuna um daginn á hótelinu sínu og hún sagdi upp á spönsku Adios í kvedjuskyni en their brostu sínu blídasta og sögdu Adidas!

Sorglegt ad fylgjast med klámumraedunni heima, thó ég geri ekki mikid ad thví ad fara í tölvuna núna, thá komst ég ekki hjá thví ad sjá svolítid af henni. Borgarstjóri, biskup, VG og Feministar mótmaela og eflaust ýmsir fleiri en allt kemur fyrir ekki, thad virdist daemast á okkur ad hýsa thetta frekar óvelkomna fyrirbaeri. Thó eflaust geti einhverjir klámkallar haft gaman af thá tek ég heilshugar undir med honum Bjarna Hardar ad vitneskja um baksvid thessa idnadar er nóg til ad segja nei takk!

Ad lokum notalegt ad vita ad enn virkar Moggabloggid, thó ég hafi lítid sinnt thví. Var ad hitta hér gesti á Paraiso Maspalomas sem höfdu rekist inn á bloggid vikuna ádur en their komu hingad, og svo hittumst vid vid sundlaugarbarinn ;-) bestu kvedjur til allra vina og vandamanna.


Grafalvarlegur fréttapistill frá Kanarí

Afsakid pennaletina en nú er smá skýjafar hér á Kanarí eftir einmuna blídu ad undanförnu og tóm til ad skrifa háalvarlegan fréttapistil frá Kanarí.

Fyrst fréttir af tídarfari ad íslenskum sid: Vedurblídan ad undanförnu hefur sem sagt verid einstök, um og yfir 30 grádur flesta daga og alltaf jafn fallegt hér, med flaksandi pálmum og furutrjám út um allt. Í dag var hins vegar rok og varla nema 20 stiga hiti en brakandi blída á svölunum okkar á Paraiso Maspalomas. Hér hefur verid rigningarspá alltaf af og til en aldrei komid dropi úr lofti og vid sem hér erum erum afskaplega sátt vid thad.

Stjórnmál: Framsóknarmenn eru búnir ad uppgötva ad hér er gaman ad halda kosningafundi og hvergi verda slíkir fundir jafn fjölsóttir, 340 manns maettu á fund med Gudna Ágústssyni um seinustu helgi, en ég hef enn ekki hitt einn einasta sem kýs Framsókn úr hópnum sem kom á fundinn, vera má ad thad segi meira um vini mína en fundargesti. Hins vegar fór Gudni audvitad á kostum og thótti hid besta skemmtiefni hér, og er thó ekki fásinninu fyrir ad fara. Álftnesingarnir voru eitthvad ad atast í honum og ábyggilega fleiri en hann thótti hafa farid vel út úr fundinum, nema kannski thetta med ad fjölga kjósendum flokksins síns, ekki alveg viss med thad. Í morgun átti svo Ísólfur Gylfi Pálmason ad maeta med gítarinn sinn, en engar fréttir hef ég enn af theim fundi, og vidurkenni ad ég nennti engan veginn ad fara á fundinn, thótt ég hafi heyrt Gylfa spila og viti ad hann er dágódur músíkant.

Breytingar á umhverfinu: Hér er alltaf eitthvad ad breytast í umhverfinu - en Íslendingar sem til thekkja geta haldid áfram ad lesa:

  • Til daemis er verid ad endurbyggja vinsaelt Íslendingahótel, Teneguia, svo fólk sem hefur verid thar árum saman hefur thurft ad finna sér annad skjól.
  • Vinsaell bar í kjallar Roque Nublo, Paddy Murphy´s sem ŕrum saman hefur verid vinsaell medal Íslendinga og Nordmanna, enda írskur pöbb med búlgörskum söngvara (Nikolai) sem syngur írsk lög eins og engill, hefur skipt um eigendur og nú er Nikolai horfinn, enda búinn ad hóta thví í tvö ár, mamma hans í Búlgaríu er ordin gömul og tharfnast meiri adstodar en fyrr. Hann er kominn á skemmtiferdaskip thess í stad og ég býst vid ad norska eiginkonan og dóttirin sjái um mömmuna. Nýi eigandinn er feitlaginn Barbapapalegur náungi sem syngur ljómandi vel í karókí, sem er adalskemmtunin núna á thessum stad, en hálf er nú Snorrabúd stekkur enn sem komid er og frekar eydilegt um ad litast tharna á kvöldin, á stad sem alltaf var smekkfullur.
  • Hótelid vid hlidina á Paraiso Maspalomas, sem margir thekkja, er í endurbyggingu sem gengur mjög furdulega fyrir sig, fyrst er steypt og sídan er steypan brotin ad hluta, en vid sem ekki thurfum ad borga reikninginn, eigum ad láta okkur thetta í léttu rúmi liggja.
  • Byggingarsvaedid í Meloneras er sífellt ad taka á sig meiri mynd baejar.

Fastir lidir: Íslendingahópar og einstaklingar fá vidurnefni hér eins og annars stadar. ,,Sléttuúlfarnir" eru til ad mynda maettir á svaedid eins og oftar á thessum árstíma. Vidurnefnid fá their af heimaslódum sínum. Baendurnir eru hins vegar ekki hér í ár, alla vega ekki á thessum tíma. Harry er enn á sínum stad og fréttir berast af thví ad hann selji Íslendingum rafmagnsvöru og alls konar graejur sem aldrei fyrr.

Vid Ari sendum bestu kvedjur heim til allra, erum búin ad vera dugleg í mini-golfi med Ása, Gunna, Ingu og tengdaforeldrum Ása en ekki haft erindi sem erfidi. Búin ad rölta um alla Ensku ströndina meira og minna og hlökkum til ad fá Elísabetu systur og syni hingad í naestu viku. Vonum ad Óli og Simbi hafi thad gott og passi húsid vel. Og lýkur hér med Kanaríeyjapistli ad thessu sinni.


Sólarlandaferđir og vímulaus elli

Eftir ađ hafa látiđ mig dreyma um ţađ í fjölmörg ár ađ komast í vetrarfrí í sólina ţegar kuldinn og hálkan eru ađ hrella mig á morgnana, ţá vildi svo til fyrir sjö eđa átta árum ađ ég lenti af tilviljun í sól og sumri um miđjan vetur, á suđlćgum slóđum (vinnuvélasýningu í Las Vegas). Síđan varđ ekki aftur snúiđ og nú er ađalsumarleyfistími okkar Ara míns á veturna - Las Vegas hefur ađ vísu ekki veriđ heimsótt aftur, en ţess í stađ höfum viđ leitađ á önnur miđ. Á sumrin er svo hćgt ađ taka styttri frí hér heima sem koma restinni af sumarleyfisdögunum léttilega í lóg.

Sólarlandaferđir á Íslendingaslóđir á Kanarí (engu ómerkilegri en Íslendingaslóđir í Kaupmannahöfn) eru skemmtilegt fyrirbćri. Eiga í rauninni ekkert sameiginlegt međ ţví ađ ferđast til útlanda. Ferđalög eru líka skemmtileg, en ţau eru bara allt annađ fyrirbćri. Kanaríferđir minna meira á ţjóđflutninga ţrákálfa sem nenna ekki ađ elta stopula sólina á sumrin, en finnst samt ţćgilegt ađ vera á hlýjum stađ í stuttbuxum og stuttermabol einhvern hluta ársins. Ţetta eru ferđir í betra loftslag, félagsskap eftir ţví sem hverjum hentar og síđan gerir hver ţađ sem henni og honum ţykir skemmtilegast. Ţannig lćrđi ég ţythokkí í fyrra og sú sem kenndi mér var nýskriđin á áttrćđisaldurinn en núna býst ég viđ ađ komast í tívolí í fyrsta sinn, vegna ţess ađ systursynir mínir verđa á sama tíma og viđ á ferđinni. Gamlar fermingarsystur, vinir, kunningjar, ćttingjar, vinir vinanna og kunningjar kunningjanna mynda misstóran hóp sem hittist yfir góđri máltíđ á kvöldin eđa situr á útikaffihúsi eđa bar fram eftir kvöldi, spilar pool eđa lyftir glasi. Sumir iđka golf eđa tennis, ađrir ađallega glasalyftingar. Sögur eru um sóldýrkendur međ eldspýtur á milli tánna, en ţá hef ég ekki séđ enn. Sumir metast um sólbrúnkuna međan ađrir stćra sig af ţví ađ ganga lengri vegalengdir en ađrir, gera betri kaup eđa borđa betri mat en allir hinir. En flestum er slétt sama og skilja metinginn eftir heima.

Tengdafađir minn, sem átti ţađ til ađ lauma góđum athugasemdum ađ mér hnippti eitt sinn í mig ţegar viđ vorum á rölti á Kanaríeyjum og spurđi, sakleysiđ uppmálađ: ,,Skyldi ekki vera ţörf á ţví ađ stofna Vímulausa elli hérna?" Athugasemdin kom til ađallega af tvennu: Af gefnu tilefni ţar sem fjöldi eldri borgara sćkir í sólina á veturna og sumir ţeirra detta rćkilega í ţađ, hvort sem ţađ er vegna ţess ađ ţeir eru lausir undan vökulu auga barnanna sinna eđa vegna ţess ađ ţeim er í blóđ boriđ ađ spara, og dropinn er ódýrari ţarna en heima. Eđa eru bara hreinlega óţurrkađir alkar (hinir komast á AA fundi). Hin ástćđan var reyndar sú ađ ég hafđi ţá um nokkurt skeiđ starfađ međ samtökunum Vímulaus ćska og honum fannst ţađ frekar forvitnileg hliđ á tengdadótturinni. En á Kanarí er ég í fríi og stofna engin samtök.

Mynd263  Eftir smá tíma ţar hellist slökunin yfir mig, langir göngutúrar um fallegt umhverfi, tennis eđa minigolf og sífellt fćrri ferđir á netkaffiđ, strćtóferđir í nágrannaţorpin og notalegar stundir á kvöldin međ vinunum skila manni úthvíldum heim eftir tvćr eđa ţrjár vikur. Vćgir fordómar mínir í garđ sólarlandaferđa af ţessu tagi hafa horfiđ eins og dögg fyrir sólu í bókstaflegri merkingu.


Evrópusöngur á RUV - hver veit meira um hann?

Í makalausri skýrslu kenndri viđ Willy de Clerk frá 1993, sem ég ţreytist seint ađ vitna í, voru leiđbeiningar um hvernig gera ćtti Evrópusambandiđ vinsćlla međal Evrópubúa. Smjađra fyrir blađamönnum og fjölmiđlafólki, ausa fé í háskólastyrki, nýta verkalýđshreyfinguna og umfram allt koma fánanum, nafninu og einhverjum jákvćđum, einföldum (fyrir okkur einfeldningana) skilabođum á framfćri. En ţeir nefndu ekkert um ađ búa til Evrópudýrkunarlög. Ég held ađ ţađ hafi veriđ alvarleg yfirsjón af hálfu de Clerk, en kannski bara hugmyndaleysi.

En núna á morgnana vakna ég oftar en ekki viđ ţetta undarlega lag um sundrađa og svo seinna í laginu um ,,okkar sameinađu Evrópu" á Rás 1 eđa 2. Ţetta er mjög dularfullt lag, einkum fyrir mig sem er ađ rumska á ţessum tíma dags, milli kl. 7 og 9 og nć ekki ađ fá botn í textann viđ ţćr ađstćđur. Ég er ekki ennţá búin ađ átta mig á ţví hvort ţetta er brandari og ef svo er út á hvađ hann gengur. Eđa hvort ţetta er dýrđarsöngur til sameinađrar Evrópu, eins konar ástarljóđ, en ţađ hljómar samt ţannig. Stíllinn á laginu er svona í anda hinna ástsćlu Spađa. Kannast einhver viđ lagiđ og er ţađ brandari eđa hvađ? Ţar sem ég flakka óspart milli stöđva á frekar ónákvćmu útvarpi viđ rúmiđ mitt, ţá hef ég ekki lagst í rannsóknir til ađ kanna hvađa stöđ nákvćmlega spilar ţetta merkilega lag en veit ţó ađ ţađ er önnur hvor ríkisrásin, reyni yfirleitt ađ hafa ţćr á og hlusta á fréttir RUV á morgnana.

Ţar sem ég sigli ekki undir fölsku flaggi og ţykist vera ,,opin fyrir öllum leiđum og ekki tilbúin ađ loka á neitt" gagnvart Evrópusambandinu ţá er rétt ađ taka ţađ fram ađ ég er Evrópusambandsandstćđingur. Alveg lokuđ fyrir öllum leiđum og meira en tilbúin ađ loka á ađild ađ Evrópusambandinu, sem ég tel miđstýrt bákn undir stjórn skriffinna sem eru í litlum tengslum viđ ţau samfélög sem ţeir reyna ađ steypa í sitt sameinađa Evrópumót. Tek fram (af gefnu tilefni) ađ ég er mótfallin Evrópusambandinu vegna galla ţess, ekki kostanna, sem vissulega eru líka til. Meira um ţađ síđar (ábyggilega) en núna er ég bara hreinlega forvitin ađ vita eitthvađ um ţetta furđulega lag sem ég vakna stundum viđ.


Ţarf ađ hugsa stjórnmálin og samfélagiđ upp á nýtt?

Mér hefur alltaf ţótt ţađ frekar hrokafullt ađ halda ađ einmitt núna sé samfélagsgerđin nákvćmlega eins og hún á ađ vera. Rétt eins og ég sćtti mig ekki viđ ţá hugsun ađ vísindin séu á ţessu stigi ,,rétt" eđa sagan sé ,,sönn". Saga vísindanna og reynsla sögunnar hefur reyndar afsannađ ţetta ć ofan í ć, en samt heyrum viđ ţetta bull aftur og aftur, einmitt núna eru vísindin hafin yfir alla gagnrýni og geta í hćsta lagi tekiđ viđ einhverjum viđbótum af ţekkingu, en ekki leiđréttingum. Á sama hátt eru sett allt of fá spurningamerki viđ grundvallaratriđi samfélagsins eins og lýđrćđiđ og kapítalismann. Allt of oft heyrist: Viđ höfum ekkert skárra en lýđrćđiđ ( - í núverandi mynd - er ţá átt viđ) eđa ađ fall kommúnismans í Austur-Evrópu er notađ sem rök fyrir ágćti kapítalismans. Hvar er metnađurinn í svona hugsun? Eitt sinn sagđi Halldór Laxness af öđru tilefni eitthvađ á ţessar leiđ: Eigum viđ ekki ađ hefja umrćđuna á hćrra plan, uh? Nokkuđ góđ setning. Woundering

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband