Farsæl björgun en ekki við Hrakhólma

Það sem skiptir máli er auðvitað að fólkið bjargaðist og ekki er það verra að verðmæti gera það líka. Hins vegar finnst okkur Álftnesingum að það sé betra að fara rétt með örnefni. Strandð átti sér stað úti fyrir Hliði en ekki við Hrakhólma sem eru úti fyrir Bökkunum svonefndu. Þeir eru tveir og heita Eyvindarstaðahólmi og Sviðholtshólmi og koma aðeins upp við fjöru. Hættulegir sjófarendum því þeir eru ekki sýnilegir á flóði. Á stórstraumsfjöru er gaman að ganga út í hólmana.  Fann góða mynd sem sýnir Hrakhólma efst til vinstri og Hlið neðst til vinstri, ætti að sýna hver munurinn er.

alftanes

 


mbl.is Trillan sem strandaði á Hrakhólma dregin á flot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband