Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Michael Moore og Internationalinn
1.5.2010 | 01:11
Loksins um daginn sá ég myndina Capitalism: A Love Story, eftir Michael Moore. Ég er ein af þeim sem er bara einfaldlega hrifin af því sem sá náungi er að gera hér og þar. Hvet fólk til þess að sjá þessa mynd ef það á kost á því. En þessi mynd vakti athygli mína á mjöööööög óhefðbundinni útgáfu á Internasjónalnum, læt ykkur um að dæma um hvort þetta er að virka:
Þol fyrir stórtíðindum?
21.4.2010 | 01:38
Merkilegt hvað það skiptir mismiklu máli að byggja upp þol fyrir stórtíðindum. Stundum getur þol verið nauðsynlegt, eins og þegar flugumferð liggur niðri dögum saman og einhver í fjölskyldunni þarf nauðsynlega að komast leiðar sinnar um loftin blá. Jafnvel þegar slíkt gildir um þann sem er að byggja upp jafnaðargeðið sjálfur.
Í öðrum tilfellum getur beinlínis verið skaðlegt að byggja upp þol fyrir stórtíðindum og það tel ég að eigi við þegar litið er á skýrsluna góðu og efni hennar. Skýrsluna sem leikararnir í Borgarleikhúsinu lásu svo ógleymanlega og þó ótrúlega hlutlaust. En þó fyrst og fremst skýrsluna sem var unnin af einlægni og heiðarleika, jafnvel ákveðnum eldmóði í þágu réttlætisins. Það má vel vera að í henni finnst villa, en allt hitt, sem kórrétt er, er svo miklu, miklu mikilvægara. Hef hlustað, fylgst með, lesið sumt sjálf og á endanum verður þetta allt of þunga (í kílóum talið) verk mögulega jafn mikið lesið og Litli prinsinn og ljóðabækurnar mínar góðu. Ég er ekki að grínast, mér finnst fróðlegt að fá að vita hvernig þetta gat og getur gerst, í smáatriðum. Þess vegna endaði ég með að kaupa eintak af skýrslunni góðu, þótt netútgáfan hafi margar kosti, m.a. möguleika á orðaleit innan hvers kafla fyrir sig (þægilegast) þá er bara svo ljómandi gott að grípa í þetta verk stund og stund.
Svo vonandi nýtist þol-kvótinn á réttum stöðum.
Snilldarþættir Hauks Arnþórssonar um netfrelsi og -öryggi
15.4.2010 | 13:48
Tímar hamfara - kunnátta í viðbúnaði
14.4.2010 | 17:24
Það er alltaf hollt að bera virðingu fyrir náttúruöflunum og ég held að flestir Íslendingar finni fyrir slíkri virðingu þótt forvitnin og fífldirfskan beri stundum einstaka ofurliði. Hinar hamfarirnar, þessar sem birtast í skýrslunni miklu, eru kannski annars eðlis. Það sem eflaust kemur einhverjum í huga er nú hversu mikilvægt það væri fyrir þjóðina ef við gætum þjálfað upp almannavarnir og björgunarsveitir á efnahagssviðinu og til bjargar heimilinum sem væru jafn öflugar og farsælar og varnirnar og hjálparsveitirnar sem virðast alltaf til taks þegar náttúran lætur til sín taka.
Óvart aprílgabb
2.4.2010 | 04:24
Vaknaði fyrir hádegi á degi sem undir venjulegum kringumstæðum hefði verið ,,sofa út" dagur. Var farin að þræða alla betri stórmarkaði og verslanamiðstöðvar áður en ég var almennilega vöknuð. Erindið að leita að knallsvörtum tvíbanda léttlopa. Keypti upp byrgðirnar í Hagkaupum í Garðabæ um daginn og vonaði að þær dygðu. Var búin að leita þar aftur og ennfremur í Hagkaupum í Skeifunni án árangurs. Frétti að garndeildin í Fjarðakaupum væri nokkuð drjúg en hún gagnaðist mér lítið í þessum erindagjörðum. Eftir fýluferð í Smáralind (þar eru Hagkaup líka - best var nefnilega að fá garnið í einhverri Hagkaupsbúðanna því munur getur verið á sama lit eftir sendinum) var ég loks komin í Kringluna og fréttir hafnar í útvarpinu. En ekki búið að opna gjafavöruverslunina við hliðina á Eymundsson, þar sem oft má finna lopaliti sem ekki finnast annars staðar. En sem sagt, þar sem ég bjó mig undir að bíða nokkuð lengi eftir opnun þeirrar búðar sé ég til mannaferða í Hagkaupum og ráfa þangað að rælni. Og viti menn - þar var allt opið og það sem meira var, nóg af kolsvörtum tvíbandalopa og meira að segja á tilboðsverði. Þarna hljóp ég sem sagt apríl og allt endaði samt vel. Bið ekki um það betra. Lopapeysan sem Ari er í á myndinni er núna búin að eignast litla, svarta systur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:25 | Slóð | Facebook
Ánægjulegar fréttir
24.3.2010 | 00:24
Ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kæra ríkisstjórn: Skoðum það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Það gerir þjóðin
18.3.2010 | 23:12
Þjóðin sem reis upp og gerði búsáhaldabyltingu (sem endalaust verður deilt um hverju skilaði), hafnaði Icesave og verður kannski aldrei þæg aftur, hefur verið andvíg aðild að ESB að um langt skeið. Þótt einn flokkur í oddaaðstöðu hafi verið reiðubúinn að kúga hvaða samstarfsflokk sem var til þess að sækja um aðild að ESB og það komið í hlut míns annars mjög svo ágæta flokks að taka þátt í þeim gjörningi þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fara að hlusta á þjóðina og hreinlega að draga þessa umsókn til baka.
Þess vegna hvet ég ríkisstjórnina til þess að skoða það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Draga umsóknina til baka og nota peningana sem sparast til þess að byggja upp öfluga samhjálp, samfélag og fjölbreytt atvinnulíf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook
Játning: Ég vona að þetta fari allt saman vel ...
6.3.2010 | 03:55
Ég vona að við þurfum ekkert að borga af hinum svínslegum Icesave-skuldum
Ég vona að aðildarumsóknin að ESB-verði dregin til baka áður en hún skaðar okkur meira
Ég vona að kraftur færist í samfélagið, atvinnu, almannaþjónustu og framkvæmdir þegar Icesave-krumlan sleppir takinu
Ég vona að þeir sem eyðilögðu samfélagið okkar fái makleg málagjöld
Ég vona að eitthvað gott komi út úr þessu öllu saman ...
.................
Held ég hafi áður vitnað til kínverskrar bölbænar, hér á síðunni, sem ég heyrði fyrst á ensku og leyfi mér að vitna til eins og ég heyrði hana: ,,May you live in interesting times".
Það er ekki hægt að segja annað en við höfum lifað eftirminnilega tíma að undanförnu, en áhugaverða? Auðvitað á vissan hátt. En ég verð að viðurkenna að ég léti mér alveg duga áhugamál á borð við útsaum og skvass áfram! Þessi óleysta stærðfræðiþraut hér að neðan er mun áhugaverðari en sú þraut að tína saman peninga til að borga reikningana um hver mánaðarmót!