Kæra ríkisstjórn: Skoðum það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Það gerir þjóðin

Þjóðin sem reis upp og gerði búsáhaldabyltingu (sem endalaust verður deilt um hverju skilaði), hafnaði Icesave og verður kannski aldrei þæg aftur, hefur verið andvíg aðild að ESB að um langt skeið. Þótt einn flokkur í oddaaðstöðu hafi verið reiðubúinn að kúga hvaða samstarfsflokk sem var til þess að sækja um aðild að ESB og það komið í hlut míns annars mjög svo ágæta flokks að taka þátt í þeim gjörningi þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fara að hlusta á þjóðina og hreinlega að draga þessa umsókn til baka.

Þess vegna hvet ég ríkisstjórnina til þess að skoða það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Draga umsóknina til baka og nota peningana sem sparast til þess að byggja upp öfluga samhjálp, samfélag og fjölbreytt atvinnulíf. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband