Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
ESB aðferðin: Ef ,,rétt" niðurstaða fæst ekki þá skal kjósa aftur og aftur og aftur ...
20.6.2007 | 22:46
Mörg og misvísandi skilaboð varðandi álver á suðvesturhorninu núna í dag. Fátt kemur á óvart, í Vogunum eru skiptar skoðanir um hvort sækjast eigi eftir álveri í túnjaðarinn, Þorlákshöfn verður kannski ekki eins umdeild og aðrir staðir af því þar virðist vera ,,stemmning" fyrir álveri en furðufrt dgsins, sem var ýmist dreginu upp eða til baka, var sú að kannski ætti að taka upp umræðuna í Hafnarfirði, með því að stækka álverið til sjávar í stað þess að stækka það til lands. Orðhengisháttur ef nú á að túlka kosningarnar í Hafnarfirði sem andstöðu við ákveðna tegund stækkunar sem fólst í deiliskipulagstillögu, í stað þess að skilja að það var stækkun álversins sem var hafnað. Vissulega eru fréttir af þessu vísandi til hægri og vinstri, en ef þetta yrði ofan á, þá væri tæplega stætt á öðru en að láta borgarana segja sína skoðun.
Ef til þessa kæmi yrði komin upp staða sem minnir mest á aðferðafræði ESB að ef ekki fæst ,,rétt" niðurstaða í fyrstu kosningum þá er bara að kjósa aftur, og aftur. Þannig fór þegar Maastricht-sáttmálinn var felldur í Danmörku og þannig hafa Norðmenn nú þegar kosið tvisvar um aðild að ESB og bara tímaspursmál hvenær þeir kjósa í þriðja sinnið. Formlega séð er það auðvitað ekki að undirlagi ESB en málið hefði aldrei verið á dagskrá í Noregi ef það hefði ekki verið með fulltingi ESB.
En þessar fréttir eru reyndar kafnaðar í hrifningu meiri hluta íbúa Voga á því að fá álverið til sín. Leitt að heyra, hef fulla samúð með fólkinu sem fluttist í Vogana til að vera nálægt fallegu hrauninu og náttúrunni sem mér finnst alltaf svo falleg á Suðurnesjum.
,,Óútskýrði" launamunurinn útskýrður
20.6.2007 | 00:28
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook
19. júní - bleikir skór og mamma
19.6.2007 | 00:55
19. júní er runninn upp. Það verður ekki vandamál að finna bleik föt að fara í, nema hvað buxurnar verða varla bleikar í þetta sinn, á einar, en þær eru ,,íþrótta-" og ekki innan klæðakóða vinnunnar minnar. Hins vegar er ég búin að taka til bleiku tölvutöskuna mína, sem ég nota bara spari (bleikt er viðkvæmt fyrir óhreinindum og töskuþrif erfiðari en fataþrif). Og svo er gaman að velja sér bleika skó til að fara í. Svolíitð svag fyrir bleikum skóm, þeir sem eru uppi í skóhillu eru aðeins sýnishorn, einhvern tíma þyrfti ég að safna þeim öllum saman og taka aðra mynd. Mér skilst að ég sé til dæmis ein af fáum sem eiga bleika Timberland útivistarskó - sé ekki þversögnina sem sumir þykjast sjá í því.
En 19. júní er samt aðallega dagurinn hennar mömmu. Hún á nefnilega afmæli á kvenréttindadaginn og vel við hæfi. Ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar og ávallt og ævinlega mikil kvenfrelsiskona. Seinustu árin höfum við skroppið út að borða á afmælisdaginn hennar og ætlum að halda þeim sið þennan afmælisdag sem aðra. Þótt hún sé ekki sama bleika týpan og ég, þá skartar hún alltaf góðum, bleikum klæðum á þessum degi, frá því Feministafélagið fann upp á þessum frábæra sið, að mála bæinn bleikan 19. júní. Mamma sómdi sér hins vegar mjög vel í rússkinnsjakkanum sínum á víkingahátíðinni í fyrradag, þar sem jarðlitirnir áttu frekar við en 19. júní bleiki liturinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook
Gangi ykkur vel að stöðva þá áður en þeir skaða einhvern alvarlega
17.6.2007 | 02:33
![]() |
Lögregla minnir á hærri sektir og betri tækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ástir sundurlyndra hjóna
14.6.2007 | 00:07
Heyrði þá furðulegu söguskoðun í dag úr munni eins nýbakaðs ráðherra að það væri hreinlega styrkleiki nýu ríkisstjórnarinnar hversu sundurlyndur meiirhlutinn væri. Þetta þykja mér heldur undarleg tíðindi. Þetta er auðvitað sagt í trausti þess að meirihlutinn sé nógu stór til að sumir þingmenn ,,megi" hlaupa útundan sér. En spurningin er, hverjir þeirra, hve margir hverju sinni og hvar eru mörkin? Mér finnst þetta reyndar mjög fíflalegt, leyfa þeim að sprikla í búrinu (ríkisstjórnarmeirihlutans) og kannski að skora meðal kjósenda sinna, allt í lagi á meðan það hefur engin áhrif!
Mér finnst tvennt koma til greina þegar samsteypustjórnir eru myndaðar, annars vegar að þær eigi það mikla samleið málefnalega, að ekki þurfi að semja fyrirfram um nema örfá ágreiningsmál. Hins vegar, ef um mjög ólíka flokka er að ræða, að gera ítarlegan málefnasamning sem tekur bæði til þess hvaða málum á að þoka áfram og einnig til þess hvaða mál þarf að setja í salt, af því ekki næst samstaða um þau.
Í fyrra tilfellinu hefði til dæmis væntanleg vinstri stjórn getað komið velferðarmálunum áfram án þess að negla þyrfti þau of mikið niður (hér er gengið út frá því að vinstri öflin í Samfylkingunni hefðu ráðið ferðinni, því út á þau fékk Samfylking það fylgi sem þó halaðist inn), á meðan setja hefði þurft sannanleg ágreiningsmál eins og ESB á ,,hold".
Ef VG og Sjálfstæðisflokkur hefðu myndað saman stjórn, mynstur sem margir telja að hefði getað orðið nokkuð farsælt, þá hefði það samstarf ekki verið mögulegt nema að negla niður afskaplega ítarlegan málefnasamning.
En núna munum við þurfa að horfa upp á hjónabandserjur fyrir opnum tjöldum í fjögur ár, í ca. 43 manna hjónabandi!
Aftur í pólitískar bloggstellingarnar - hvað nú Framsókn?
10.6.2007 | 20:32
Fátt óvænt í kjöri varaformanns Framsóknar. ,,Hinn" armurinn fékk varaformanninn, þar sem Guðni var allt í einu orðinn formaður. Einhverjir farnir að tala um þörf á kynslóðaskiptum, sem sagt að losna við Guðna væntanlega, ekki Valgerði, sem þó er á sama aldri. Guðni segir flokknum að líta inn á við í leit að skýringum á fylgishruninu og vissulega er nóg af skýringum að hafa þar, en Guðni er sjálfum sér ekki samkvæmur þar sem hann hefur viljað skella skuldinni á Baug og DV.
Hvort sem okkur í VG likar betur eða verr verðum við saman í stjórnarandstöðu, væntanlega alla veag næstu fjögur árin. Ég efast ekki um að það mun ganga vel að græða sárin eftir málefnalega ósamstöðu í stóriðjumálum. Oft eru flokkar saman í stjórnarandstöðu sem eiga ekkert annað sameiginlegt en að veita sitjandi ríkisstjórn aðhald og það er einmitt það sem ég sé þessa flokka eiga sameiginlegt. Hvorugum hugnast einkavæðing í heilbrigðiskerfinu eða íbúðalánasjóðum né heldur vill meiri hlutinn (nokkrir undanvillingar að vísu í Framsókn) aðild að ESB. Þannig að verkefnin eru ærin.
Fyrstu myndir komnar inn í albúm
10.6.2007 | 14:18
Ljúft og gott stúdentaafmæli
10.6.2007 | 13:42
Mikið óskaplega var stúdentaafmælið okkar ljúft og gott. Þau eru alltaf góð, en þetta var alveg einstaklega skemmtilegt. Þingvallaafmælin okkar (15 ára, 25 ára og núna) eru alltaf sérstaklega vel heppnuð. Góð stemmning, gott jafnvægi, góður tími til að spjalla og rosalega skemmtilegt lagaval hjá hinni stórgóðu hljómsveit séra Hannesar Arnar Blandon. Set inn fleiri myndir fljótlega í sérmöppu en hér til að byrja með ein af okkur í D-bekknum. Og NB þessi var tekin á Þingvöllum um 11 leytið í gærkvöldi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook
Illugi hitti naglann á höfuðið og Katrín hrakti mýtur
5.6.2007 | 22:13
Frábærar pallborðsumræður nýrra þingmanna á aðalfundi Heimssýnar í dag. Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Harðarson og Illugi Gunnarsson tóku þátt í pallborðinu og voru hvert öðru betra. Gott að eiga slíka málsvara á þingi gegn innlimun okkar í Evrópusambandið.
Ein af þeim rökum sem oft eru notuð fyrir innlimum okkar í Evrópusambandi eru þau að okkur vanti ,,evrópskt verðlag" sem á að vera svar við öllum okkar vanda. Vissulega gremst flestum verðlagið á Íslandi, en það er frekar þreytandi að hlusta á þessa síbylju um að í ,,Evrópu" (les Evrópusambandslöndunum) ríki eitt verðlag. Það eru alls konar launagreiðslur og alls konar verð í gangi. Svo ég geri orð Illuga að mínum þá er álíka gáfulegt að tala um sam-evrópskt verðlag og sam-evrópskt veðurfar. Og spurningin er líka hvort fólk er tilbúið að taka við öllu sem tilheyrir Evrópusambandinu, atvinnuleysinu og doðanum í tilverunni þar líka? Eða það sem mér finnst vega þyngst, afsal sjálfsákvörðunarréttar í hendur á fulltrúm sem aldrei hafa verið kjörnir (ekki Bandaríki Evrópu heldur Sovétríki Evrópu, eins og Bjarni kallar ESB). Katrín benti á að Evrópusambandssinnar væru með þessum verðlagsfrösum að finna sér nýjar klissjur, af því sú gamla hefði verið hrakin. Fyrir ári eða svo heyrði maður síbyljuna að við ættum að ganga í Evrópusambandsins af því við sætum hvort sem er undir 80% af lögum bandalagsins, en sú bábylja hefur verið hrakin af Evrópustefnunefndinni og núna heyrir maður þetta nánast aldrei, nema hjá einhverjum eftirlegukindum sem ekki vita betur. Staðreyndin er sú að rétta prósentan er um 20% eftir að Evrópustenfunefndin lét rannsaka það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook
Sjómannadagurinn: Til þeirra sem vilja að fiskveiðar verði sífellt minni hluti af hagkerfinu okkar
3.6.2007 | 17:47
Sjómannadagurinn er ekki nein óskapleg hátíð hér í stærstu kaupstöðunum á Íslandi, Akureyri hætt að halda upp á hann þótt þangað hafi framsalskvótinn oft streymt. Man hins vegar vel eftir öllum ljósmyndunum sem pabbi tók á sjómannadaginn á Seyðisfirði, meðan hann bjó þar á síldarárunum, reyndar í hlutverki sýsluskrifara. Ég var ennþá í bænum á þeim tíma árs, af því ég hélt upp á afmælið mitt í bænum með öllum vinkonunum, en upp úr sjómannadegi var ég komin til pabba á Seyðisfirði og var þar alltaf á 17. júní. Fljótlega komst ég að því að ég missti af aðalhátíðahöldunum, því þau voru á sjómannadaginn en ekki 17. júní, fjörið var raunverulegt á myndunum sem enn eru ljóslifandi í huganum. Þarna bjó fólk sem skildi mikivægi sjávarútvegs fyrir samfélagið.
Síðan hef ég alltaf litið sjómannadaginn í þessu ljósi bernskunnar, sjórinn heillar mig, enda lengst af verið afskaplega sjóhraust, og eitt sinn upplúr tvítugu var ég raunar komin með pláss á bát, en því miður fannst kokkurinn áður en ég lagði upp, hafði gengið á hurð í Klúbbnum sáluga. Seinna fékk ég smá útrás í sjávarútvegsnefnd, og þá snerist aðalbardaginn um framsalið á kvótanum. Mér fannst ég alltaf eina manneskjan sem skynjaði framsalið sem aðalóvininn og uppskar ekki mikla kátínu félaga minna sem flestir voru á því að framsalið væri einmitt nauðsynlegt vegna hagræðingarinnar. Og svo talaði ég fyrir hinum umdeilda ,,byggðakvóta" og gegn brottkasti, og þá fyrst kynntist ég yfirgangi þeirra sem valdið höfðu, kvótakónganna. Fékk öskrandi útgerðarmann yfir mig og öskraði smávegis á móti (ég þessi rólyndismanneskja) og kom öskuvond til baka og sagði við sessunauta mína Steingrím J. og Guðjón Arnar (þá Sjálfstæðismann): Það hefur greinilega aldrei bröndu verið hent í sjó! Steingrímur varð alvarlegur en Guðjón skellti uppúr.
Fiskveiðistjórnunin hefur ekki skilað okkur lengra en raun ber vitni og sjómannadagurinn er haldinn í skugga niðurskurðar og slæms ástands í hafinu. Það sem mér svíður sárast er að vita að margir fagna því að sjávarútvegurinn sé ekki lengur sá burðarás í hagkerfinu okkar sem hann áður var. Vaxtastefnan fer illa með hann, þannig þarf það ekki að vera, og í leiðinni fjölmargar aðrar atvinnugreinar, meðal annars hugbúnaðinn. Vissulega er það alltaf gott að eiga margar körfur undir eggin sín, en það á að gera með því að auka hlut annarra greina í hagkerfinu, ekki með því að vanrækja, hunsa eða hata sjávarútveginn! Eitt af því sem oft er bent á er að einu rökin gegn aðild að Evrópusambandinu séu áhrifin á sjávarútveginn, og ef þau minnka sé sú (eina) fyrirstaða úr sögunni. Við þetta er tvennt að athuga: Í fyrsta lagi eru mörg önnur rök gegn Evrópusambandsaðild og í öðru lagi þá eigum við að hlúa að sjávarútveginum eins og við mögulega gera, leiðrétta það sem rangt er gert, og fara vel með greinina, ekki síst að auka verðmætin í vinnslunni. Nokkuð hefur verið að gert þar og meira þarf til. En það verður ekki gert með Flateyraraðferðinni, með því að framselja kvóta og kippa í einu vetfangi stoðunum undan heilu byggðarlagi! Alls ekki! Aðgerðir gegn brottkasti, meiri fullvinnsla, önnur vaxtastefna, allt þetta getur létt undir með greininni.