Ástir sundurlyndra hjóna

Heyrði þá furðulegu söguskoðun í dag úr munni eins nýbakaðs ráðherra að það væri hreinlega styrkleiki nýu ríkisstjórnarinnar hversu sundurlyndur meiirhlutinn væri. Þetta þykja mér heldur undarleg tíðindi. Þetta er auðvitað sagt í trausti þess að meirihlutinn sé nógu stór til að sumir þingmenn ,,megi" hlaupa útundan sér. En spurningin er, hverjir þeirra, hve margir hverju sinni og hvar eru mörkin? Mér finnst þetta reyndar mjög fíflalegt, leyfa þeim að sprikla í búrinu (ríkisstjórnarmeirihlutans) og kannski að skora meðal kjósenda sinna, allt í lagi á meðan það hefur engin áhrif! 

Mér finnst tvennt koma til greina þegar samsteypustjórnir eru myndaðar, annars vegar að þær eigi það mikla samleið málefnalega, að ekki þurfi að semja fyrirfram um nema örfá ágreiningsmál. Hins vegar, ef um mjög ólíka flokka er að ræða, að gera ítarlegan málefnasamning sem tekur bæði til þess hvaða málum á að þoka áfram og einnig til þess hvaða mál þarf að setja í salt, af því ekki næst samstaða um þau.

Í fyrra tilfellinu hefði til dæmis væntanleg vinstri stjórn getað komið velferðarmálunum áfram án þess að negla þyrfti þau of mikið niður (hér er gengið út frá því að vinstri öflin í Samfylkingunni hefðu ráðið ferðinni, því út á þau fékk Samfylking það fylgi sem þó halaðist inn), á meðan setja hefði þurft sannanleg ágreiningsmál eins og  ESB á ,,hold".

Ef VG og Sjálfstæðisflokkur hefðu myndað saman stjórn, mynstur sem margir telja að hefði getað orðið nokkuð farsælt, þá hefði það samstarf ekki verið mögulegt nema að negla niður afskaplega ítarlegan málefnasamning.

En núna munum við þurfa að horfa upp á hjónabandserjur fyrir opnum tjöldum í fjögur ár, í ca. 43 manna hjónabandi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband