Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Vil ekki sleppa hendinni af sumrinu - ekki enn - Óskar og Sjallarnir boða vetrarkomu
14.8.2008 | 14:27
Sólin er að brjótast fram af og til hérna í Borgarfirðinum. Vindsængin sem hefur verið úti á palli lengst af sumri var undir þaki hér á pallinum í nótt svo og stólarnir á veröndinni. En í stað lóðréttu rigningarinnar sem hefur kætt gróðurinn af og til var hér slagveðursrigning hér í morgun meðan ég svaf svefni hinna réttlátu. Vindsæng og stólar eru í þurrkun. Sem betur fer er hlýindaspá framundan. Enn nokkrar fínstillingar eftir í málningavinnu heima á Álftanesi, en ég skóf einn glugga áður en ég fór í sveitina í gærmorgun. Þetta hefur verið svo gott sumar að ég óska mér alla vega sex vikna í viðbót af því og helst milds vetrar, óska eftir samherjum í að biðja um þetta góða veður áfram.
Nú er búið að staðfesta breytingar á stjórn borgarinnar, þannig að sveitaballahljómsveitin Óskar og Sjallarnir er að taka við. Svolítill garri í því og boðar ótímabæra vetrarkomu, þótt ekki sakni ég Ólafs nema að einu leyti, í húsaverndun. Dv.is segir Ólaf einan heima. Eina sem ég hefði sætt mig við væri endurkoma Tjarnakvartettsins, með Margréti innanborðs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook
Hvarflaði ekki annað að mér en ný borgarstjórn yrði mynduð í dag - þetta er fáránlegt!
14.8.2008 | 00:13
Dularfull frétt um skotárás á formann demókrata í Arkansas (breaking news frá CNN)
13.8.2008 | 21:21
Ég er áskrifandi af fréttum í tölvupósti frá CNN. Sé ekkert um þetta á CNN vefnum ennþá en þetta er fréttin:
-- The Arkansas Democratic Party chairman has died from gunshot wounds, according to Hillary Clinton's press office.
Veit einhver meira um málið, er þetta ný skotárás, eða fór hún framhjá mér og var maðurinn að deyja núna af sárum sínum? Svona 10 mínútur síðan fréttin barst.
Leiðrétting, Mogginn var búinn að vera með þetta á undan CNN ,,breaking news":
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/08/13/skotaras_i_hofudstodvum_demokrata_i_arkansas/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook
Sumarferð um Borgarfjörð í góðu veðri og góðum félagsskap
11.8.2008 | 02:57
Við Ari fórum í sumarferð um Borgarfjörð í dag með gömlum félögum og höfðum það alveg einstaklega gott, enda veðurblíðan mikil. Ekki spilltu yndislegar móttökur hvar sem við komum. Takk fyrir okkur Vestlendingar.
Til hamingju öll - bæði ,,svona" og hinsegin!
9.8.2008 | 16:43
Samfélagið okkar er gott þegar gleðigangan stendur undir nafni, það er að ástæða sé til að gleðjast yfir því að staða samkynhneigðra í samfélaginu hefur batnað til muna. Fyrir allmörgum árum stöðu Samtökin 78 fyrir kvikmyndasýningu sem varð mér að minnsta kosti ógleymanleg, um ævi Harvey Milk, bogarfulltrúa í San Fransisco, sem var myrtur 1984 og varð eins konar píslarvottur samkynhneigðra manna. Enn stríða samkynhneigðir við fordóma einstaklinga, en samfélagið gleðst sem betur fer einlæglega yfir þeim sigrum sem hafa unnist.
Sameinuðu þjóðirnar skamma Íslendinga fyrir að taka með linkind á ofbeldi gagnvart konum og fleira er athugavert hjá okkur!
4.8.2008 | 20:52
Íslendingar fá á baukinn í tilmælum sem Sameinuðu þjóðirnar senda okkur um að halda betur alþjóðasáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Margt er að, en fáum kemur víst á óvart að við stöndum okkur illa hvað varðar málsmeðferð og dóma í ofbeldismálum gagnvart konum. Hér er frétt Ríkisútvarpsins um málið:
"Íslensk stjórnvöld eru hvött til að beita kynjakvóta enn frekar til að jafna stöðu karla og kvenna segir Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta kemur meðal annars fram í tilmælum nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með því að unnið sé á grundvelli alþjóðasáttmála um jafna stöðu karla og kvenna.
Tilmæli nefndarinnar snúa einkum og sér i lagi að ofbeldi gagnvart konum á Íslandi, mansali og vændi, lágu hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum og umtalsverðum launamun kynjanna.
Guðrún vann að gerð viðbótarskýrslu fyrir nefnd SÞ og kom fyrir nefndina sem álitsgjafi. Hún segir tilmæli nefndarinnar mjög viðamikil í þetta sinn og segir athyglisverðast hve mikil áhersla sé lögð á að íslensk stjórnvöld finni betri úrræði hvað varðar kynbundið ofbeldi.
Fleiri alþjóðlegar nefndir hafa einnig hvatt til þessa. Nefndin lýsir meðal annars áhyggjum sínum af vægum refsingum í kynferðisbrotamálum hér á landi, þá sérstaklega nauðgunarmálum. Að mati Guðrúnar hvetur nefndin íslensk stjórnvöld til að beita kynjakvóta í meira mæli enn nú er gert, til dæmis til að hækka hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, sérstaklega hjá hinu opinbera og í dómskerfinu."
Það er farið að gæta vaxandi bjartsýni í skoðanakönnuninni á blogginu mínu, þar sem núna er fjórðungur farinn að halda að allt sé upp á við, en þriðjungur enn að gera ráð fyrir tveimur erfiðum árum í viðbót. Aðrar tölur hafa hreyfst minna, þó hefur fækkað ögn í hópnum sem heldur að við séum að verða nægjusamari. Þegar ég setti þessa könnun inn snemmsumars var áberandi meiri svartsýni í gangi, 40-45 % töldu að næstu tvö ár yrðu erfið en svona 17 % að þetta væri allt upp á við.
Kannski er þetta bara sólin? Það væri annars gaman að fá rökstuðning fyrir þeim skoðunum sem fólk hefur á því annað hvort að næstu tvö ár verði erfið eða að allt sé að skána. Merkilegt nokk, þá hefur alla vega einn valkostur verið hunsaður að mestu: Að ástandið verði áfram svipað og það er nú.
Lykill að ótrúlega fjölbreyttum og fullkomnum heimi
20.7.2008 | 10:35
Frjáls hugbúnaður hefur geysilega marga kosti. Framþróun gerist hratt þar sem allir geta verið að ítra og lagfæra kóða og bregðast við villum og öflug samfélög myndast sem hafa það í för með sér að margir eru til að bregðast við ef vandamál koma upp, og þeir gera það flestir í áhugamennsku.
Hvað merkir notkun frjáls hugbúnaðar fyrir notendurna? Ég held að stóra systir mín, sem er ekkert sérlega upptekin af hugbúnaðarmálum eins og ég, vill bara að dótið virki! hafi sagt allt sem segja þar þegar ég hlóð niður hjá henni Open Office (sem er hliðstætt Office pakkanum með ritvinnslu, glærusýningar og fleira) - hún fiktaði smá og ég sagði henni ekkert til, þar til hún kvað uppúr með það: ,,Þetta er miklu lógískara og auðveldara en önnur ritvinnsluforrit sem ég hef notað!".
Ég hef notað frjálsan hugbúnað í fjöldamörg ár, ýmsar útgáfur af Linux stýrikerfinu sem alltaf er í framþróun og orðið mjög notendavænt. Mæli til dæmis með Ubuntu, sem er orðið mjög fullkomið og með alls konar fídusa sem ég er mjög hrifin af, og aðra sem eru kannski bara skemmtilegir. Fyrir utan Open office, sem kemur flestum að gagni, væntanlega, þá mæli ég sérstaklega með myndvinnsluforritinu GIMP sem er alveg æðislegt, þægilegt, lógískt og ókeypis. Svo er auðvitað besti vafrinn á markanum að mínu mati og margra annarra Firefox.
Óleyst vandamál? Já, þau eru svo sannarlega til, þótt þau séu ekkert í líkingu við sum þeirra sem maður er að lenda í til dæmis í ritvinnsluforritum sem maður er að kaupa fyrir einhverja tíuþúsundkalla. Ég á enn í mikilli baráttu vegna stórs verkefnis sem ég er byrjuð á og þvælist með milli Open office og Word (97/2003). Þar er slatti af aftanmálsgreinum og yfirfærslan virðist ganga ágætlega í nokkur skipti hjá mér, en svo allt í einu frýs allt í Word og ég fæ vísbendingar um að ég sé búin að tapa öllum textanum mínum (sem reynist svo ekki rétt, allt með skilum þegar ég fór út úr tölvunni og aftur inn, gamla trikkið er það eina sem virkar í þetta sinn) :-( .... þannig að ég er enn að engjast svolítið. Kostir þess að nota Open office eru að mér líkar vel við það, þetta er það forrit sem til dæmis netkaffihúsin á Kanarí, sem ég þekki vel og nota mikið, nota, eins er yfirleitt auðvelt að vista skjöl sem .doc og opna í Word, en þar er efinn, ég vil ekki íþyngja þeim sem gætu lenti í vanda eins og ég lenti í uppúr þurru um daginn, með skjal sem var búið að virka nokkrum sinnum! Auðvitað auðleyst, en samt er vont að setja þá, sem ekki eru jafn ákafir tölvuunnenndur og ég, í vandræði.
Á hinn bóginn þá veit ég að þessi vandi er leysanlegur án mikilla leiðinda, sem aftur á móti notkun á nýjasta Wordinu mínu (2007)er alls ekki, þar þarf ég alltaf að vista skjöl niður í Word 97/2003 af því ég býð ekki þeim sem ég á samskipti við uppá að þurfa að hlaða niður lagfæringa-kitti til að geta opnað skjöl úr Word 2007 (með endingu .docx). Auðvitað er það ,,ekkert mál" en sumum finnst það bara skítt og verða pirraðir. Þannig að ég vista mín word skjöl (þau sem fleiri en ég eiga að nota) bara ennþá niður í eldri útgáfuna sem allir ráða við, en það er óþarfa aukaskref og stundum gleymi ég því og fæ bréf til baka: Hvernig á ég að opna þetta? Þannig að ... : Að vera eða vera ekki kominn alveg yfir í frjálsan hugbúnað, það er efinn.
Skrifað á litlu, bleiku tölvuna mína sem er með tveimur stýrikerfinum, Windows Vista og Ubuntu (sem er Linux stýrikerfi). Sýnir best hversu tættur maður er.
![]() |
Allt opið og ókeypis? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook
Sko Hrafn ...
18.7.2008 | 18:58
Kæra króna ...
17.7.2008 | 00:14
Ég er ein af þessum undarlegu manneskjum sem fyrirlít ekki krónuna, tel að vel sé mögulegt að nota hana, sé vilji fyrir hendi. Þar með loka ég ekki á aðra möguleika og geri ekki lítið úr því að erfitt sé að vera með lítinn gjaldmiðil í alþjóðlegu umhverfi. En það eru mýmargir möguleikar á að stýra notkun gjaldmiðils, við þekkjum nokkra þeirra, fljótandi gengi, gengi bundið við myntkörfu, jafnvel við tiltekinn gjaldmiðil, en fyrst og fremst þarf að eyða óvissunni um hvaða gjaldmiðil við hyggjumst nota í framtíðinni og gera síðan þær ráðstafanir sem hægt er að gera (og skynsamlegt er) til þess að hægt sé að nýta okkar sjálfstæða gjaldmiðil af einhverju viti. Nýta möguleikana, sem eru miklu meiri til stýringar í efnahagssveiflum ef við ráðum yfir gjaldmiðli okkar, og sneiða annmarkana, til dæmis hávaxtastefnuna, af. Ekki má gleyma því að gengi krónunnar var lengi allt of hátt skráð og það vissu allir, til ómælds tjóns fyrir útflutningsatvinnuvegina. En þeir sem taka þátt í þessar furðulegu umræðu sem hefur verið að undanförnu gera það eflaust af ýmsum ástæðum. Mér sýnist í fljótu bragði að bera megi kennsl á eftirfarandi erkitýpur:
- Þá sem vilja taka upp gjaldmiðilinn Euro (Evra er ekki til á Evrusvæðinu) til að koma okkur inn í Evrópusambandið.
- Þá sem vilja taka upp Evruna með samningum til að halda okkur utan við ESB. Við fáum skýr skilaboð úr öllum áttum um að þetta sé ekki hægt, en engu að síður er þessi hópur til.
- Þá sem vilja taka upp Evruna einhliða og segja við ESB: Sorrí, okkur er sama þótt við verðum ekki vinsæl.
- Þá sem vilja taka upp einhvern annan gjaldmiðil en Euro og halda okkur utan við ESB.
- Þá sem vilja taka upp einhvern annan gjaldmiðil en Euro og hafa ekki gefið upp afstöðu sína til ESB (sem merkir oft að þeir vilji ólmir inn).
- Þá sem vilja tengja krónuna einhliða við annan gjaldmiðil.
- Þá sem vilja tengja krónuna við myntkörfu.
- Þá sem vilja taka á efnahagsvandanum og halda krónunni.
- Þá sem vilja taka á efnahagsvandanum og gera eitthvað annað en að halda krónunni, vita ekki alveg hvað.
- Þá sem stinga hausnum í sandinn.
Þið megið bæta við þennan lista.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook