Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Tími til kominn að meta störf ljósmæðra að verðleikum
1.9.2008 | 23:09
Einhvern veginn held ég að það yrði þjóðarsátt ef kjör ljósmæðra yrðu leiðrétt til samræmis við kjör annarra stétta sem hafa jafn mikið nám að baki og ábyrgð í starfi. Eru ekki allir orðnir frekar leiðir á því að ábyrgð á peningum sé margfalt meira metin en ábyrgð á mannslífum, til dæmis ábyrgð á því að nýfæddir einstaklingar komist klakklaust í heiminn og móðirin upplfii góða fæðingu?
Á síðastliðnu sumri fór fram kosning um fegursta orð íslenskrar tungu og orðið ljósmóðir sigraði með nokkrum yfirburðum. Orðið er vissulega fallegt, en ég held að inntak orðsins, starfið sem að baki býr, hafi átt meiri þátt í sigrinum. Hvernig væri að láta reyna á það hvort þjóðin er ekki tilbúin að gera myndarlegt átak í að laga kjör ljósmæðra?
![]() |
Vilji ljósmæðra að semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ótímabær haustlægð
28.8.2008 | 17:33
![]() |
Fólk hvatt til að gera óveðursráðstafanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook
Heimkomur
26.8.2008 | 14:50
Heimkoma Paul Rames í nótt er mikið fagnaðarefni og vonandi verður framhald málsins jafn ánægjulegt. Vona að það vefjist ekki fyrir neinum að hér á þessi ágæta fjölskylda heima.
Á morgun verður annarri heimkomu fagnað þegar landsliðið kemur heim með sigursilfrið sitt. Smáþjóðarhjartað í mér gleðst einlæglega.
Enn eitt ,,heimkomu"-dæmi er oftarlega í huganum núna. Mér, eins og fleirum, finnst að Bandaríkjamenn hafi verið heillum horfnir undir Bush-stjórninni. Eina leiðin til nýrrar ,,heimkomu" sé að kjósa Obama í nóvember sem forseta Bandaríkjanna. Nú er hvatt til einingar en mjótt er á mununum í könnunum og það er auðvitað svolítið kvíðvænlegt, en ég held þó að þetta fari allt vel að lokum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook
Hvert verður varaforsetaefni Obama?
22.8.2008 | 13:19
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook
Mikilvægt skref
22.8.2008 | 12:49
![]() |
Mál Ramses tekið fyrir á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný skoðanakönnun á síðunni - þeirri seinustu lauk með naumum sigri svartsýnissinna
18.8.2008 | 20:26
Könnun minni um efnahagsástandið lauk með naumum sigri svartsýnissinna, en þeir bjartsýnu eða nægjusömu hafa verið að sækja á jafnt og þétt. Takk fyrir þátttökuna. Nú er komin önnur sem hefur þá sérstöðu að svörin eru af ýmsu tagi, ekkert svona góður, betri, bestur (burtu voru reknir) eða vondur, verri, verstur (voru aftur teknir).
Endilega takið þátt!
Hef ekki geð í mér til að lesa gamla sáttmála
15.8.2008 | 18:08
Sagan endurtekur sig - menn tilbúnir í samstarf við íhaldið án þess að tryggja sér stuðning næsta varamanns
15.8.2008 | 09:07
![]() |
Marsibil styður ekki nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook
Lýsi eftir fólki til að bjarga málinu á seinustu stundu
14.8.2008 | 15:15
![]() |
Ólafur vildi Tjarnarkvartett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta hefði sem sagt getað farið betur ... aldrei kaus ég Framsókn!
14.8.2008 | 15:07
Visir.is segir frá því að möguleiki hafi verið á að fá skárri niðurstöðu út úr umrótinu í borgarstjórn. En Framsókn ber þá fulla ábyrgð á hvernig fór, ég verð að viðurkenna að ég tel að Ólafur sé maður að meiri ef þessi frétt er rétt.
Frétt Vísis er svohljóðandi:
,,Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna.
Vísir greindi frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðisflokksins, hefði slitið meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra fyrr í dag. Ákveðið var að ganga í samstarf með Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Verður Hanna Birna borgarstjóri, Óskar formaður borgarráðs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson foresti borgarstjórnar.
Aðspurð um viðbrögð við þessu segir Sóley að Óskar verði að svara því hvers vegna hann hafi tekið Sjálfstæðisflokkinn fram yfir Tjarnarkvartettinn. Þetta veldur að sjálfsögðu vonbrigðum því Tjarnarkvartettinn vann ofsalega vel saman. En þetta var hans ákvörðun," segir Sóley.
Hugmyndin um Tjarnarkvartettinn var rædd á fundi minnihlutans fyrir fund borgarrráðs í morgun og biðu fulltrúarnir í minnihlutanum eftir því að Óskar ákveddi sig. Sóley segir að Óskar hafi ekki haft samband og skýrt frá ákvörðun sinni. "
Best að dusta rykið af barmmerkinu mínu, Aldrei kaus ég Framsókn. Ber enga ábyrgð á þessu og samhryggist þeim Framsóknarmönnum sem ég met að verðleikum, það er Bjarna Harðar, Steingrími ... og eflaust eru þeir fleiri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook