Sameinuðu þjóðirnar skamma Íslendinga fyrir að taka með linkind á ofbeldi gagnvart konum og fleira er athugavert hjá okkur!

Íslendingar fá á baukinn í tilmælum sem Sameinuðu þjóðirnar senda okkur um að halda betur alþjóðasáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Margt er að, en fáum kemur víst á óvart að við stöndum okkur illa hvað varðar málsmeðferð og dóma í ofbeldismálum gagnvart konum. Hér er frétt Ríkisútvarpsins um málið:  

"Íslensk stjórnvöld eru hvött til að beita kynjakvóta enn frekar til að jafna stöðu karla og kvenna segir Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta kemur meðal annars fram í tilmælum nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með því að unnið sé á grundvelli alþjóðasáttmála um jafna stöðu karla og kvenna.

Tilmæli nefndarinnar snúa einkum og sér i lagi að ofbeldi gagnvart konum á Íslandi, mansali og vændi, lágu hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum og umtalsverðum launamun kynjanna.

Guðrún vann að gerð viðbótarskýrslu fyrir nefnd SÞ og kom fyrir nefndina sem álitsgjafi. Hún segir tilmæli nefndarinnar mjög viðamikil í þetta sinn og segir athyglisverðast hve mikil áhersla sé lögð á að íslensk stjórnvöld finni betri úrræði hvað varðar kynbundið ofbeldi.

Fleiri alþjóðlegar nefndir hafa einnig hvatt til þessa. Nefndin lýsir meðal annars áhyggjum sínum af vægum refsingum í kynferðisbrotamálum hér á landi, þá sérstaklega nauðgunarmálum. Að mati Guðrúnar hvetur nefndin íslensk stjórnvöld til að beita kynjakvóta í meira mæli enn nú er gert, til dæmis til að hækka hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, sérstaklega hjá hinu opinbera og í dómskerfinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi viðurkenning mun draga með sér hátíðlegar og alvarlegar ályktanir stjórnvalda og heit um úrbætur. Þar byrjar allt á gömlu tuggunni sem svo lengi hefur svínvirkað á Íslandi: "Við erum þessu auðvitað ekki fullkomlega sammála í öllum greinum: En við tökum þetta vissulega alvarlega og munum fara vandlega yfir málið."

Árni Gunnarsson, 4.8.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Helga Björg

Hvað ætli að valdi þessu ? af hverju í ósköponum þurfa alltaf að koma skýrslur erlendis frá til þess að mark sé tekið á , er þetta ekki eithvað sem allir vita en lítið er gert í

Helga Björg, 5.8.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að flestir geti tekið undir gagnrýni SÞ, þ.e. að fleiri konu mættu vera í stjórnunarstöðum, eyða þurfi kyndbundnum launamun, leggjast eigi gegn vændi og mansali og að dómar í kynferðismálum mættu vera þyngri.

Ég hef ekki lesið skýrsluna, en mér finnst gagnrýnin hljóma í íslenskum fjölmiðlum eins og allt sé hér í lamasessi í öllum þessum málaflokkum. Mér fannst satt best að segja fréttirnar hljóma að ég væri staddur í Úkraínu eða Litháen en ekki á Íslandi.

Er ástandið virkilega svona slæmt hérna? Hvernig er ástandið í öðrum Evrópuríkjum og hvernig hljóðar textinn í skýrslum um þau? Mest gaman væri að skoða skýrsluna um Danmörku og þá sérstaklega m.t.t. mansals og vændis.

Hverjir eru álitsgjafar slíkra nefnda?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þessi atriði, sem bent er á í skýrslunni, eru auðvitað vel þekkt, en ég held samt að Íslendingar reikni með því að fá silkihanskameðhöndlun af því við séum skárri en aðrir. Þess vegna er þarft að fá svona ábendingu frá aðilum sem eru að skoða ástandið í öllum heiminum, og augljóst á viðbrögðunum að sumir fara í vörn og aðrir eru undrandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.8.2008 kl. 12:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband