Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Er ástandið í flokknum (mínum) svona?
17.1.2012 | 18:37
Mér er það vel ljóst að á ýmsu hefur gengið bakvið tjöldin innan Vinstri grænna og sumt hefur ratað á félagsfundi, flokksráðsfundi og landsfund. Þung orð hafa fallið í reiði og þungar ásakanir færðar fram, og það er ekkert skemmtiefni. En sem betur fer hefur gagnrýni mjög oft fylgt ítarlegur rökstuðningur. Oft er ég ósammála einstökum þingmönnum og ráðherrum en mér finnst hægt að vera ósammála, jafnvel um mikilvæg málefni, án þess að vera orðljótur. Er það til of mikils mælst? Hvernig á að vera hægt að stjórna landinu ef ekki er hægt að stjórna skapi sínu? Ekki var því mætt með sams konar orðbragði þegar Samfylkingin greiddi atkvæði þvers og kruss þegar ákvarðað var upphaflega hverja skyldi draga fyrir Landsdóm.
Það er löngu ljóst að bæði blogg-færslur og fésbókarfærslur eru tjáning á opinberum vettvangi og fjölmiðlar fljótir að þefa hvort tveggja upp svo allt sem sagt er á þeim vettvangi hlýtur að vera sett fram viljandi.
Oft hef ég verið meira sammála Ögmundi og Guðfríði Lilju en í Landsdómsmálinu, en ég hlusta samt á rök þeirra fyrir málflutningi sínum og er reyndar fullkomlega sammála því að þetta mál er ekkert uppgjör við hrunið eitt og sér. Það vantar mikið upp á hlustun í þessari ríkisstjórn og meðal allt of margra stuðningsmanna hennar.
Árni Þór: Flestir sótraftar á sjó dregnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sundurlyndi, samviska eða sópað undir teppið
9.1.2012 | 18:08
Óli kommi stendur upp - núna
3.1.2012 | 19:06
Óli kommi hættur í VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lykilorð ársins 2011 var ,,fátækt" - hvað segir það okkur?
31.12.2011 | 02:50
Bloggið mitt hefur verið í hægagangi þetta árið, en þó var ég með eina könnun gangandi allt árið og hún var um lykilorð ársins 2011. Það liggur fyrir hvað lesendum bloggsins þykir og mér finnst það sorglegt en skiljanlegt að ,,fátækt" skuli hafa verið flestum í huga, eða þriðjungi. Niðurstöður hér að neðan og svo er bara að hugsa upp nýja könnun og óska öllum betra árs framundan, þótt við ESB-andstæðingar séum ekkert sérlega kampakát nú um áramótin yfir stjórnvöldum, en með þeim mun meiri samkennd með þorra þjóðarinnar.
Nú birtir í bílunum lágu ... eða hvað? NýBÍLAvegur?
7.12.2011 | 11:32
Börn eru dugleg að misskilja söngtexta. Þannig heyrði ég snemma af telpunni sem hélt að verið væri að tala um bíla en ekki býli í alþekktu sönglagi þar sem heyrðist: Nú birtir í býlunum lágu, en hún heyrði ekki ypsilonið og sá fyrir sér bíla.
Sama gerðist í morgunfréttunum, bæði hjá visir.is og ruv.is sem greindu frá árekstri á Nýbílavegi (þó ekki Níbílavegi). Greinilegt að hugur einhvers nútímafólks hvarflar að nýjum bílum en ekki nýbýlum í Kópavogi. Rétt að taka fram að mbl.is og dv.is könnuðust við Nýbýlaveg.
Þeir sem vilja skoða þetta nýyrði betur þurfa ef til vill að smella á myndirnar. Hver veit nema þessi ritháttur verði á endanum ofan á, þegar allir verða búnir að steingleyma því að eitt sinni hafi verið til nýbýli. Annað eins hefur gerst í málum í stöðugri þróun.
Og fyrir þá sem ekki þekkja ljóðið sem ég vitna til í upphafi þá fann ég þetta við leit á netinu og birti til skýringar fyrstu fjórar ljóðlínurnar:
,,Brynhildur Guðjónsdóttir var fjallkona 2004 og flutti hún ljóðið Vorvísur, 17. júní 1911, eftir Hannes Hafstein.
Vorvísur
Sjá roðann á hnjúkunum háu!
Nú hlýnar um strönd og dal,
nú birtir í býlunum lágu,
nú bráðna fannir í jöklasal."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook
Æpt í eyra og fleiri verslunarhremmingar og -glaðningar
4.12.2011 | 19:18
Yfirleitt leiðist mér að versla. Í dag jafnvel enn meira en oft áður, það er greinilega skollin á einhver taugaveiklun vegna jólanna. Köttinn okkar vantaði rétta tegund af kattamat og sá rétti fannst ekki fyrr en í búð 2, þótt markvisst væri verslað. Álpaðist fyrst í Bónus í Kringlunni sem er svo þröng og fjölsótt að eflaust væri hægt að gera þar merkilegar félagsfræðitilraunir um hegðun fólks í of þröngu rými (vonda). Maðurinn sem öskraði á óþolandi barnið sitt í gegnum eyrun á mér og fleygði svo vagninum mínum burt, með bókinni úr Eymundsson, var toppurinn á tillitsleysinu. Hinn Bónusinn minn, vel geymt leyndarmál í Garðabæ, var hins vegar alveg eins og venjulega með afspyrnu þægilegu starfsfólki, góðu úrvali og olnbogarými og þar hitti ég ágætan félaga úr ESB-baráttunni og við tókum létt spjall án nokkurs stress, okkar eða annarra.
Svo þegar heim var komið lá fyrir tilboð um kvöldmat sem aldrei klikkar, þannig að leiðin lá í tvær aðrar búðir á stór-Álftanessvæðinu, Krónuna og Kaupfélagið (heitir núna Samkaup) og þaðan komin var innkaupalistinn alveg tæmdur og ég ætla að halda mér við mínar fyrri verslunarvenjur, að versla lítið eitt í einu á leiðinni heim og ekki á neinum æsingstímum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook
Gat ekki klikkað!
18.11.2011 | 21:58
Álftanes lagði Borgarbyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smáþjóðirnar Litháen og Ísland
26.8.2011 | 16:18
Í dag er verið að fagna 20 ára afmæli þess viðburðar að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháens og í kjölfarið aðrar þjóðir, mishratt eflaust. Smáþjóð viðurkenndi aðra smáþjóð (liðlega tíu sinnum fjölmennari, en samt líka smáþjóð). Forseti landsins, Dr. Dalia Grybauskaitė, er hér á landi af því tilefni, kona sem ég held að Litháar hljóti að vera stoltir af að hafa sem þjóðhöfðingja. Dagurinn hjá mér hefur borðið þessa merki, fyrst kl. 9:15 í dag í Höfða þegar ég mætti í stutta og hátíðlega móttöku vegna starfa minna fyrir 20 árum (!) um miðjan dag sat ég svo í hringborðsumræðum og þá vegna þátttöku minnar í stjórnmálum nútímans, það er ESB-andstöðunni, og loks kem ég væntanlega við í móttöku litháenska sendiráðsins á eftir á leiðinni á flokksráðsfund VG. Fyrir hundkvefaða konu er þetta bara töluverður dagskammtur því á milli þessa er ég auðvitað í vinnunni, stutt að fara úr Höfða í morgun, reyndar.
Kvefið kom mér í koll í lok umræðunnar í dag, þegar ég hrökklaðist út með smá hóstakast. Sem betur fór var fundurinn nánast á enda þá og ég náði nánast allri umræðunni. Þarna voru hinar fyrirsjáanlegu spurningar í ýmsum myndum frá hinum fyrirsjáanlegu fulltrúum: Hvernig gengur Litháen sem smáríki innan ESB? (Rukkað um svarið: Frábærlega, hefur dúnduráhrif) - Hefur Litháen tapað einhverju af fullveldi sínu með inngöngu í ESB? (Rukkað um svarið: Nei, auðvitað ekki) og: Er Litháen (nokkuð) að missa sýn á sjálfsmynd sinni inni í ESB? Þótt dr. Dalia hafi verið mjög virk og ótrúlega áhrifamikill einstaklingur innan ESB þá féll hún ekki í þá gildru að bregða upp einhverri glansmynd af verunni í ESB, en hún hafði hins vegar mörg góð heilræði fyrir þá Íslendinga sem vilja að landið gangi í ESB. Þau helstu voru kannski að berjast ekki fyrir of mörgum málum, vera reiðubúin að gefa sumt eftir til að ná öðru fram.
Ég stakk inn í umræðuna þeirri staðreynd að eins og mál horfðu núna þá myndu Íslendingar hafna aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af orðræðu ,,hinna talandi stétta" má oft draga þá ályktun að Íslendingar vilji allir ólmir inn í ESB og ekkert síður rétt að minna Íslendingana í umræðunni á það en gestinn okkar. Ísland er svosem ekkert eitt um það að hafa miklu fleiri af algengustu álitsgjöfum þjóðarinnar hlynnta aðild að ESB en gengur og gerist í öðrum þjóðfélagshópum, þetta er reyndin í flestum löndum Evrópu, utan og innan ESB. Og þar sem Dr. Dalia Litháensforseti hafði þegar gefið Íslendingum allmörg heilræði um samskipti við ESB ef við værum á leiðinni inn þá bað ég um eitt eða tvö fyrir okkur ef við enduðum nú utan ESB, eins og þjóðin hefur lengi viljað. Þegar út var komið var ég að velta því fyrir mér með Birgittu Jónsdóttur hvort hún hefði beinlínis gefið okkur heilræði og Birgitta hló og sagði: - Jú, hún gerði það. Hún sagði: Þið eruð fyrir utan núna og þið spjarið ykkur bara vel!
Ekki að hún hafi verið að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem bæði Ísland og Litháen hafa gengið í gegnum, síður en svo. Þvert á móti lagði hún áherslu á tvennt, hver er sinnar gæfu smiður, innan og utan ESB þarf alltaf að standa vaktina - og það sem bæði Íslendingar og Litháar vita svo vel, enginn annar getur ákveðið það fyrir okkur, hvað okkur veitist best.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook
Flokksráðsfundur VG um næstu helgi og landsfundur eftir tvo mánuði
24.8.2011 | 20:55
Flokkurinn sem ætti að leiða andstöðuna gegn ESB er enn að hotta á ESB-hrossið sem Samfylkingin hefur í taumi. Rök VG gegn ESB eru fín og hafa oft komið fram meðal annars í stefnuskránni sem finna má á heimasíðu VG: ,,Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."
Á meðan þjóðin trúði því enn að hægt væri að ,,kíkja í pakkann" og aðildarviðræðurnar væru bara spjall var viðkvæðið að leiða ætti viðræðurnar til lykta, þjóðin vildi það. Nú hefur komið í ljós að allt annað er að gerast og þjóðin vill hætta viðræðum, en enn er ekki farið að bóla á frumkvæði VG í því að slíta þessu flani nú.
Ég vildi að ég gæti sagt að ég bindi vonir við komandi flokksráðsfund, en þar eru umræður orðnar í skötulíki og krafan um stuðning við stjórnina búin að lama margar góðar raddir.
vinstrivaktin.blog.is
9.6.2011 | 17:02