Óli kommi stendur upp - núna

Er ég kom á landsfund VG á Akureyri í haust var mér sagt að Óli kommi hefði verið sérstaklega heiðraður. Það fannst mér gott, hefur fundist notalegt að eiga samleið með þessum eldheita baráttumanni seinustu 12 árin, en við erum bæði meðal stofnfélaga VG. En mér var líka sagt í sama sinn að þegar þorri flokksfélaga stóð upp undir eða eftir ræðu Steingríms formanns okkar, þá hafi Óli kommi ekki staðið upp. Nú er hann staðinn upp og hefur yfirgefið Vinstri græn, ekki síst vegna ESB-dekurs flokksins. Þar með bætist hann í hóp allt of margra annarra sem ég met mikils, sumir hafa að vísu skilað sér aftur um sinn til að halda baráttunni áfram innan flokks, þekki nokkur dæmi þess. Þeir eru kannski farnir út aftur, ekki veit ég það. Atli, Lilja, Ásmundur Einar, Karólína Einarsdóttir, Brynja Halldórsdóttir og allt of margir aðrir hafa hrökklast á brott og það sem mér finnst verst, það er eins og mörgum í flokksforystunni og nokkrum öðrum sé bara slétt sama, finnist það jafnvel gott að losna við gagnrýniraddir. Það svíður mér sárast. Vera má að brotthvarf Óla komma vekji einhverja til umhugsunar ...
mbl.is Óli kommi hættur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband