Æ, æ stjórnlagaþing ...
25.1.2011 | 16:26
Ný könnun um orð ársins 2011
14.1.2011 | 01:28
Ég ætla svo sannarlega að vona að þetta verði gleðilegt ár ...
4.1.2011 | 17:10
Óska mínum góðu bloggvinum gleðilegs árs og vona að þetta verði þeim öllum gott og gleðilegt ár. Því er ekki að neita að ég horfi fram á árið með blendnum tilfinningum. Þó hef ég hamast eins og ég get að reyna að hafa smá áhrif (helst vildi ég að áhrif sem allra flestra stýrðu ferð) á það hvert við stefnum á þeim vettvangi sem ég þekki skást, í ræðu og riti á pólitískum vettvangi og í samskiptamiðlum. Hef ekki gefið mér tíma í of mikið blogg, í hvert sinn verður að forgangsraða. Jafn ósátt nú sem fyrr með vegferð stjórnvalda í ESB-málum og skil ekki alveg þá fórn, ekki nú frekar en þegar til hennar var efnt. Vonir mínar um gott stjórnlagaþing eru líka blendnar, en ég vona einlæglega að það skili góðum tillögum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2011 kl. 16:29 | Slóð | Facebook
Bloggfærslan sem bíður
28.12.2010 | 22:23
Þann 25. nóvember síðastliðinn skrifaði ég bloggfærslu sem átti vel við þá, á enn betur við nú. Ósköp hófstillt en mér var samt mikil alvara, svo mikil að þessi færsla bíður enn birtingar, allt á sína stund og sinn stað.
Og í tilefni af nýjum haus á blogginu mínu, þeim þriðja frá upphafi, þá sendi ég þeim Atla, Ásmundi og Lilju baráttukveðjur. Það viðmót sem þau mæta núna valdur því að mér er svona innanbrjósts.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook
Veðurlagsins blíða?
17.12.2010 | 14:32
Jólastemmningin á leiðinni
15.12.2010 | 17:13
Jólastemmningin er innan seilingar, á því leikur enginn vafi. Þótt fjárlög séu óafgreidd og villi- og heimiliskettir til umræðu í tilefni af afgreiðslu þeirra (veit ekki hvernig Simba heimilisketti er innanbrjósts í þeirri umræðu) þá eru jólin að koma eins og þau gera ár hvert. Mér finnst vont að við skulum ekki vera búin að útrýma biðröðum við hjálparstofnanir en það þýðir ekki að vanþakka það frábæra starf sem þar er unnið meðan við gerum ekki betur sem samfélag. Vonandi getur jólastemmningin á endanum borist til allra, mér finnst hún vera á leiðinni fyrr en oft áður.
Margar spurningar en fullt af góðu fólki sem náði (og náði ekki) kjöri á stjórnlagaþing
30.11.2010 | 18:24
Slatti af fólki sem ég er hæstánægð með að hafi verð kjörið á stjórnlagaþing, mér sýnist að réttlætiskennd og þekking eigi sterka fulltrúa. Auðvitað líka þekkt nöfn, en eins og Einar Mar stjórnmálafræðingur, sem mér finnst oft hitta naglann á höfuðið, þá voru líka þekkt nöfn sem fengu ekki brautargengi.
Þar sem ég hef ekki kafað í kosningaúrslitin og þekki ekki allar forsendur niðurstaðna, þá sýnist mér að dreifing atkvæða hafi verið býsna mikil, þó ég geti ekki fullyrt það.
Vissulega eru það alltaf vonbrigði þegar sérlega hæft fólk nær ekki kjöri, en hætt var við því að svo yrði.
Hins vegar þarf að draga æði mikinn lærdóm af því sem úrskeiðis fór við foramkvæmd þessara kosninga, og þá fyrst og fremst að keyra ekki aftur fram svona umfangsmiklar kosningar á svona skömmum tíma og með svona lítilli kynningu.
Listi þeirra 25 sem voru næst inn innihélt meðal annars þrjár konur sem voru á og við toppinn á mínum lista.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook
Var stjórnlagaþingið ,,talað niður" og þá hvers vegna - eða er það bara flækjustigið?
28.11.2010 | 16:17
Hef heyrt það svolítið að undanförnu að stjórnlagaþingið hafi verið ,,talað niður" og fáir stjórnmálamenn hafi haft orð um hversu mikilvægt það væri, en margir fræðimenn og fréttamenn bent á að það hefði nú engin raunveruleg völd. Nú hef ég ekki fylgst svo glöggt með hverjir hafa þagað þunnu hljóði um þessa merkilegu tilraun, sá þó að Jóhanna hafði alla vega á síðustu stundu ítrekað mikilvægi þessa þings og það er vel. Og Ögmundur skrifaði mikla brýningu á síðuna sína, ogmundur.is og vonandi hafa fleiri hvatt fólk til að kjósa.
Hitt er annað mál að kynning var seint á ferðinni og framkvæmd að mörgu leyti flausturskennd, til dæmis þekki ég allt of mörg dæmi um fólk, sumt ótölvuvætt, sem alls ekki fékk kynningarbækling og veigraði sér við að gera eitthvað í því af misskilinni kurteisi eða ofurhlédrægni. Ekki gott. Þá var flækjustigið mikið rætt og þótt það væri allt í bestu meiningu verið að leiðbeina fólki voru skýringarnar stundum ekki til að bæta, en annað var vel gert.
Smá vonbrigði, verð að viðurkenna það, þótt ég hafi bara verið blásaklaus áhorfandi með mitt eina atkvæði til ráðstöfunar, sem mun vonandi skipast fallega milli frambjóðendanna sem rötuðu á minn lista.
Eitt skil ég ekki, hvers vegna þarf að ógilda atkvæði til þeirra sem eru neðan við vitlaust innfært númer? Las það í fjölmiðli í dag og finnst furðulegt.
VEGFERÐIN til ESB og brauðmolarnir
20.11.2010 | 00:07
Erum við lögð af stað fram og aftur um blindgötuna eins og Megas forðum og vitum ekki að blindgatan er ESB?
Var okkur hent upp í lest og ráðum ekki hvort eða hvenær við komumst út úr henni?
Erum við í sporum Hans og Grétu þegar þau voru með steinvölur í vasanum og gátu rakið leið sína heim úr skóginum?
Eða erum við í sporum þeirra þegar þau létu brauðmolana detta úr vösum sínum og ætluðu að rekja slóðina aftur heim, en þá voru fuglarnir búnir að éta þá?
Hrædd er ég um að þessi vegferð sé eins og síðastnefnda leiðin, alla vega eru brauðmolarnir til staðar, þessir reyndar í boði ESB (sem óttast líklega steinvölurnar og færðu því Hans og Grétu nóg af brauðmolum) sem er örlátt á þá ótal mola sem falla af borðum þess til handa ótrúlegustu hópa sem eru ,,vænaðir og dænaðir" í sölum sambandsins.
Þessar vangaveltur eru að fæðast í huga mér hér og nú og ef til vill fylgi ég þeim eftir í næstu bloggpistlum.
ESB fulltrúar tala skýrt - okkar aðlögunarferli allt annars eðlis en aðildarviðræður Noregs á sínum tíma
18.11.2010 | 11:05
![]() |
Í anda ,,Kafka-skrifræðis" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |