vinstrivaktin.blog.is
9.6.2011 | 17:02
Dylan dillan
25.5.2011 | 15:06
Ég var mjög stolt þegar ég skrifaði grein undir þessari fyrirsögn í Vikuna fyrir óralöngu. Hélt að allir myndu skilja orðaleikinn. Þegar ég bjó sumarlangt í efri koju einhvers staðar suður í Englandi átján ára gömul var mjög flott plakat af Dylan límt í loftið, þótt ekki geti hann nú talist fríður maður þá var þetta plakat sérlega fallegt í haustlitunum. Núna þegar kappinn er sjötugur, þá er ég enn komin með ,,dillu fyrir Bob Dylan og hlusta á Just Like a Woman, Rainy Day Woman, Like a Rolling Stone og öll hin flottu Dylan lögin í gríð og erg.
Hrun, hryðjuverk og eldgos ekkert til að grínast með, en smá mistök um daginn á mbl.is urðu til þess að ég stóðst ekki mátið
23.5.2011 | 16:54
Þessi bloggfærsla fór aldrei í loftið þegar ég skrifaði hana fyrir líklega þremur vikum, en ég held ég standist það ekki að setja hana inn núna. Einkum í ljósi nýjustu tíðinda.
Ég veit að hrunið, hryðjuverk og eldgos eru ekkert til að grínast með, en mbl.is í dag gerir það erfitt að standast það. Það er ekki nóg með að Bretar hafi skilgreint hrunið sem hryðjuverk (svona lauslega túlkað) heldur eru Bandaríkjamenn (eða S.Þ.) farnir að skilgreina eldgosaeyju á svipaðan hátt og með einkennilegum hætti, eldgos á frímerki = löggan kölluð út ... sjá skjáskot, þar sem hætt er við að þetta verði leiðrétt á mbl.is innan skamms.
Anna.vg - án pólitíkur og annar vefur með aðeins meiri
3.5.2011 | 01:19
VG á hundrað vegu
20.4.2011 | 00:35
Góður sigur Álftnesinga eftir jafnan en spennandi leik í Útsvari
11.2.2011 | 22:40
Spennandi og skemmtilega jafn leikur í Útsvari í kvöld sem endaði með góðum sigri Álftaness. Enn sætari sigur þar sem andstæðingarnir voru bæði sprettharðir, fróðir og jafn góðir í leikarahlutverkinu (og giski) og Álftanesliðið. Óska báðum liðunum til hamingju með frammistöðuna og okkar liði með sigurinn.
Þótt máttur auglýsinganna sé mikill og mjög hafi hallað á blanka Álftanesið í þeim hvatningaleik sem útvarpsauglýsingar eru orðnar í sveitarfélagaslagnum, þá eru það á endanum liðin sem þetta stendur allt og fellur með. Það má hins vegar hugga sig við að Ríkisútvarpið ohf. fær vænan skilding í kassann í þessu auglýsingaflóði. Vonandi verður því fé vel varið :-) mér skilst að útvarpið sé enn blankara en Álftanesið góða.
ÓSKA LIÐI ÁLFTANESS GÓÐS GENGIS Í ÚTSVARI Í KVÖLD
11.2.2011 | 12:05
Ef hægt væri að kaupa sér sigur í Útsvari þá myndi Fjarðarbyggð sigra Álftanes í kvöld. En þannig er það ekki. Þótt ótal auglýsingar hljómi í útvarpi til að hvetja lið ríkari byggðarinnar (allir vita um blankheit Álftaness, svo það er hitt byggðarlagið), þá endar þetta alltaf með liðunum sem keppa. Ég nota þetta tækifæri til þess að óska liði Álftaness góðs gengis í kvöld.
Ef við hlýðum ekki ...
4.2.2011 | 14:07
Við fáum sífellt skýr skilaboð frá ESB að okkur sé ætlað að hlýða boðskap bandalagsins í einu og öllu. Auðvitað svolítið fyndið að niðurstaða gagnstæðra fylkinga, ESB-andstæðinga á alþingi og ESB-valdamanna skuli vera sú sama. Forvitnilegt verður síðan að fylgjast með því hver viðbrögð ESB-sinna í hópi stjórnarmeirihlutans á Íslandi verða.
![]() |
Styður frestun aðildarviðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til varnar heiðarlegum heimilisköttum
1.2.2011 | 21:52
Ég get ekki lengur orða bundist yfir þeim ranghugmyndum sem hafa heyrst að undanförnu um heiðarlega heimilisketti. Í framhalda af umræðunni um að köttum verði ekki smalað hefur köttum að ósekju verið skipt upp í værðarlega heimilisketti annars vegar og villiketti hins vegar og það gefið í skyn að heimilisköttum sé hægt að smala.
Þetta lýsir miklu þekkingarleysi á heimilisköttum. Allir sem til þeirra þekkja vita að þeim er ekki hægt að smala. Það er hægt að laða þá að sér með ljúfu viðmóti og þá á þeirra forsendum og með því að ganga að ákveðnum kröfum þeirra. Ég hef mikla reynslu af samskiptum við heimilisketti og hef aldrei séð þeim smalað, ekki einu sinni tveimur í hóp, hvað þá fleirum. Um villiketti þarf ekki að fjölyrða, flestir eru þeir hvekktir af samskiptum við menn sem hafa sýnt þeim illt viðmót og það þarf mikið til að vinna traust þeirra, en það er stundum hægt, sé vilji og þolinmæði til staðar.
Hitt er svo annað að til eru hjarðdýr, helst veit ég af sauðfé og einhverjir hópar fólks fylgja líka sínum forystusauðum hvort sem það er hyggilegt eður ei.
Og er þá leiðréttingu komið á framfæri.