Margar spurningar en fullt af góðu fólki sem náði (og náði ekki) kjöri á stjórnlagaþing

Slatti af fólki sem ég er hæstánægð með að hafi verð kjörið á stjórnlagaþing, mér sýnist að réttlætiskennd og þekking eigi sterka fulltrúa. Auðvitað líka þekkt nöfn, en eins og Einar Mar stjórnmálafræðingur, sem mér finnst oft hitta naglann á höfuðið, þá voru líka þekkt nöfn sem fengu ekki  brautargengi.

Þar sem ég hef ekki kafað í kosningaúrslitin og þekki ekki allar forsendur niðurstaðna, þá sýnist mér að dreifing atkvæða hafi verið býsna mikil, þó ég geti ekki fullyrt það. 

Vissulega eru það alltaf vonbrigði þegar sérlega hæft fólk nær ekki kjöri, en hætt var við því að svo yrði. 

Hins vegar þarf að draga æði mikinn lærdóm af því sem úrskeiðis fór við foramkvæmd þessara kosninga, og þá fyrst og fremst að keyra ekki aftur fram svona umfangsmiklar kosningar á svona skömmum tíma og með svona lítilli kynningu.

Listi þeirra 25 sem voru næst inn innihélt meðal annars þrjár konur sem voru á og við toppinn á mínum lista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband