Var stjórnlagaþingið ,,talað niður" og þá hvers vegna - eða er það bara flækjustigið?

Hef heyrt það svolítið að undanförnu að stjórnlagaþingið hafi verið ,,talað niður" og fáir stjórnmálamenn hafi haft orð um hversu mikilvægt það væri, en margir fræðimenn og fréttamenn bent á að það hefði nú engin raunveruleg völd. Nú hef ég ekki fylgst svo glöggt með hverjir hafa þagað þunnu hljóði um þessa merkilegu tilraun, sá þó að Jóhanna hafði alla vega á síðustu stundu ítrekað mikilvægi þessa þings og það er vel. Og Ögmundur skrifaði mikla brýningu á síðuna sína, ogmundur.is og vonandi hafa fleiri hvatt fólk til að kjósa.

Hitt er annað mál að kynning var seint á ferðinni og framkvæmd að mörgu leyti flausturskennd, til dæmis þekki ég allt of mörg dæmi um fólk, sumt ótölvuvætt, sem alls ekki fékk kynningarbækling og veigraði sér við að gera eitthvað í því af misskilinni kurteisi eða ofurhlédrægni. Ekki gott. Þá var flækjustigið mikið rætt og þótt það væri allt í bestu meiningu verið að leiðbeina fólki voru skýringarnar stundum ekki til að bæta, en annað var vel gert. 

Smá vonbrigði, verð að viðurkenna það, þótt ég hafi bara verið blásaklaus áhorfandi með mitt eina atkvæði til ráðstöfunar, sem mun vonandi skipast fallega milli frambjóðendanna sem rötuðu á minn lista.

Eitt skil ég ekki, hvers vegna þarf að ógilda atkvæði til þeirra sem eru neðan við vitlaust innfært númer? Las það í fjölmiðli í dag og finnst furðulegt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband