Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna í fegurðarsamkeppni íslenskra orða
31.7.2007 | 00:43
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook
NEI tónleikarnir
31.7.2007 | 00:31
Fallegt orð NEI, þegar það er í réttu samhengi. Minni bara á NEI-tónleika karlahóps feministafélagsins miðvikudaginn 1. ágúst kl. 20:00 á Grand Rokk. Meðal margra góðra atriða eru Lay Low, Pétur Ben, Ólöf Arnalds, Dikta og Sprengjuhöllin.
Meiri upplýsingar hérna: http://karlarsegjanei.net/
Þá liggur niðurstaðan í fegurðarsamkeppni íslenskra orða loks fyrir. Hér er sundurliðunin sem ég þorði ekki að lofa fyrr en á morgun, segjum að það hafi morgnað snemma þennan daginn. Þorði ekki að treysta því að niðurstöðurnar afrituðust skikkanlega, en svo virðist vera. Og af því það telst varla áróður á kjörstað fyrst kjörstað hefur verið lokað þá upplýsist hér með að ég hélt með orðinu dalalæða og var auk þess veik fyrir gleym-mér-ei. En öll þessi orð eru bæði falleg og góð. 1572 voru búnir að taka þátt þegar ég tók skjáskotið (sem var öryggisventill ef skoðanakönnunin hefði óvart ,,dottið út" á lokasprettinum fyrir handvömm eða vegna tæknigalla).
Ljósmóðir : 24% (387 atkvæði) Kærleikur: 22% (356 atkvæði) Dalalæða: 19% (307 atkvæði) Andvari: 6% (109 atkvæði) Djúp: 2% (38 atkvæði) Friður: 2% (33 atkvæði) Blær: 3% (61 atkvæði) Eilífð: 2% (46 atkvæði) Hrynjandi: 3% (59 atkvæði) Undur: 0% (14 atkvæði) Von: 3% (53 atkvæði) Gleym-mér-ei: 6% (109 atkvæði) |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook
Orðið ljósmóðir sigraði í fyrstu fegurðarsamkeppni íslenskra orða - glæsilegur lokasprettur
31.7.2007 | 00:00
Innan við klukkustund þar til úrslit keppninnar um fegursta orð íslenskrar tungu liggja fyrir
30.7.2007 | 22:53
Ljósmóðir tekur forystu í fegurðarsamkeppni íslenskra orða á lokadegi kosningarinnar
30.7.2007 | 09:21
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook
Núll komma eitt prósent - á sigurinn í fegurðarsamkeppni íslenskra orða að velta á prósentubroti?
29.7.2007 | 22:08
Skreppitúr í sumarbústaðinn var aðeins lengri en ég hélt að hann yrði. Á meðan ég var í burtu átti ég von að annað hvort orðanna á toppnum myndi taka digga forystu, en ónei, það var nú eitthvað annað. Núll komma eitt prósent skilur á milli orðanna tveggja á toppnum, kærleiks og ljósmóður. Ætlar spennan eiginlega að verða óbærileg fram á seinustu stundu? Mér sýnist það eiginlega
Gunnuhelgi í sumarbústaðinum
Ég er svo heppin að eiga bestuvinkonu fyrir norðan, Gunnu á Guðlaugsstöðum. Við höfum verið að reyna að ná að hittast miðja vegu, hallar aðeins á mig, því Gunna verður að fara aðeins lengri veg ef við hittumst í sumarbústaðnum okkar í Borgarfirðinum. En samt, góð áætlun, sem skyndilega varð að veruleika þegar Gunna hringdi á föstudagskvöldin og þurfti að skreppa með stúlku sem vinnur á búinu hennar í Borgarnes. Ég var upptekin til klukkan tólf, en þá renndi ég í nesið og við hittumst í kaupfélaginu sem þessa stundina heitir Samkaup. Og aldeilis fullkominn laugardagur, sitja og spjalla fram á rauða kvöld við Gunnu. Svo sá ég seint í gærkvöldi að Gunna frænka í Borgarnesi hafði hringt. Hafði samband við hana í morgun og hún og Einar hennar komu í síðdegiskaffi upp í bústað og nú treysti ég því að þau fari að venja komur sínar uppeftir til mín og Gunna fyrir norðan geti líka komið sem oftast.
Kosningu um fegursta orð íslenskrar tungu lýkur á miðnætti næstkomandi mánudag. Kærleikur hefur tekið nauma forystu eftir að ljósmóðir hefur leitt, einnig naumlega, alla keppnina. Vonir dalalæðu fara þverrandi, þó hef ég frétt af því að rekin sé öflug kosningabarátta fyrir þetta ágæta orð í þriðja sætinu, en hvort það dugar til að breyta einhverju er álitamál, munurinn er orðinn það mikill. Önnur orð hafa minna fylgi og munurinn er mikill. Andvari er sem fyrr í fjórða sæti og gleym-mér-ei í því fimmta. Enn er hægt að taka þátt en stundunum fer fækkandi.
Menning og listir | Breytt 29.7.2007 kl. 23:19 | Slóð | Facebook
Kosningu fer að ljúka í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Kærleikur með nauma forystu á toppnum
27.7.2007 | 08:38
Kosningu fer að ljúka í fegurðarsamkeppni íslenskra orða - aðeins rúmir þrír dagar eftir. Kærleikur er með nauma forystu á toppnum, ljósmóðir fylgir fast á eftir og dalalæða á litla möguleika.
Frá og miðnætti í dag, föstudag, gef ég þriggja daga frest til að ljúka kosningunni. Á miðnætti næstkomandi mánudag lýkur þessari kosningu í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Úrslit eru ennþá í járnum en einhvers staðar verður að setja punktinn og nú er komið að því, enda þátttaka loks að minnka.
Menning og listir | Breytt 29.7.2007 kl. 23:17 | Slóð | Facebook
Nú er það nánast hnífjafn á toppnum - og góð röksemd fyrir orðinu Edda
25.7.2007 | 20:22
Núna er nánast orðið hnífjafnt á toppnum í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. 0.3 % atkvæða skilja á milli kærleika í fyrsta sæti og ljósmóður í öðru sæti (nema það breytist nema það breytist meðan ég pikka þetta inn). Svo fæ ég margar góðar ábendingar og reyni að koma orðunum á framfæri hér á síðunni eða í athugasemdum, enda mun ég taka saman öll tilnefnd orð og vinna á einhvern hátt úr því einstaka hráefni.
Í gærkvöldi spjallaði ég við töffaralegan mótorhjólakappa við þjóðveg 1 á Vesturlandi og hann lýsti ánægju sinni með öll þessi fallegu orð, hafði rekist á þau á vefnum. Og í athugasemdunum sé ég ýmislegt, meira að segja eitt sem ég ætla að draga hér fram á forsíðuna, stóðst ekki mátið, en lofa ekki að endurtaka það:
,,Þetta er góð hugmynd. En ég skal segja þér hvað fallegasta íslenska orðið er að mínu mati.
Fyrst eru hér rökfærslur:
Orðið er fallegt á blaði
Það er stutt og laggott og hljómar vel í munni
Það hefur fleiri en eina meiningu
Það er afar gamalt og hefur fylgt tungumálinu frá byrjun
Ef þetta væri alþjóðleg keppni myndi það sennilega blanda sér í toppbaráttuna.
Fallegasta orðið í íslenska tungumálinu er:
EDDA
Mér er full alvara með þessu og kalla eftir viðbrögðum. Ég myndi meta það mjög við þig ef þú gæfir þessu orði smá byr undir déin."